Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. desember 2024 16:45 Jón Þorsteinn Sigurðsson réttindagæslumaður fatlaðs fólks Vísir Allir réttindagæslumenn og annað starfsfólk Réttindagæslu fatlaðs fólks missa vinnuna um áramótin þegar störf þeirra verða lögð niður. Hluta starfseminnar á að færa til nýrrar Mannréttindastofnunar sem ekki tekur til starfa fyrr en í vor en þangað til hefur starfsfólk einkafyrirtækis verið fengið til að sinna verkefnum réttindagæslunnar sem ekki flytjast til sýslumanns. Yfirmaður réttindagæslunnar óttast að rof verði á þjónustu við fatlað fólk á meðan kerfisbreytingarnar ganga í gegn. Öryrkjabandalagið og Þroskahjálp hafa einnig áhyggjur af stöðunni en lögmaður hefur gert alvarlegar athugasemdir við áform stjórnvalda fyrir hönd samtakanna. Ákvörðun Alþingis á lokadegi þingsins í vetur hafi verið tekin „í miklum flumbrugangi og leynd.“ Skila lyklum fyrir áramót „Það eru allir réttindagæslumenn búnir að missa vinnuna og ég þar á meðal. Öllum var sagt upp í lok september,“ segir Jón Þorsteinn Sigurðsson, yfirmaður réttindagæslunnar í samtali við Vísi. Þegar fréttastofa náði af honum tali var hann á leiðinni á skrifstofuna halda áfram að pakka niður, því skrifstofunni þarf að loka og skila lyklunum í lok mánaðar. „Ég hef áhyggjur. Jólapakkinn í ár er að ég fái einhverja vinnu við það að halda áfram þessu verkefni eftir áramót. En eins og staðan er í dag hef ég engar upplýsingar um það, nema bara væntingar,“ segir Jón Þorsteinn. Enginn núverandi starfsmanna fengið boð um að halda áfram Þann 18. nóvember, á síðasta þingfundardegi fyrir kosningar, ákvað Alþingi að fresta gildistöku laga um Mannréttindastofnun þannig að lög um stofnunina taki gildi þann 1. maí 2025 í stað 1. janúar líkt og til stóð. Þá hafði starfsfólki réttindagæslunnar þegar verið sagt upp störfum. Við lögin bættust tvö ákvæði til bráðabirgða sem fela í sér að félags- og vinnumarkaðsráðuneytið skuli tryggja að ekki verði rof á þjónustu „m.a. með ráðningu starfsfólks tímabundið til að sinna réttindagæslu fatlaðs fólks og gerð tímabundins þjónustusamnings við Mannréttindaskrifstofu Íslands,” líkt og segir í lögunum. Birgir Ármannsson var flutningsmaður frumvarps um frestun gildistöku laga um Mannréttindastofnun sem samþykkt var á síðasta þingfundinum sem hann sjálfur stýrði sem forseti Alþingis. Vísir/Vilhelm Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar var framsögumaður málsins í nefndinni, en allir nefndarmenn úr öllum flokkum kvittuðu undir nefndarálit þar sem frestun gildistöku laga um Mannréttindastofnun var sögð óhjákvæmileg. „Þá mynduðust væntingar og vonir um það að ráðuneytið, sem þá myndi bera ábyrgð á málaflokknum myndi þá ráða okkur til þess að halda verkefninu eitthvað fram í árið þangað til að Mannréttindastofnun yrði sett. En það er ekki raunin heldur var niðurstaða ráðuneytisins að fá einkafyrirtæki til þess að sinna þessu eftir áramót,“ segir Jón Þorsteinn. Hann vísar til tilkynningar á vef ráðuneytisins frá 2. desember þar sem kemur fram að sérfræðingar hjá einkarekna fyrirtækinu Samskiptastöðinni verði ráðnir tímabundið til þess að sinna störfum réttindagæslumanna. Átta manns á leið í nýja vinnu eða í atvinnuleit „Eins og staðan er núna þá hefur enginn fengið boð um að fara til þessa einkafyrirtækis, með alla sína þekkingu og reynslu,“ segir Jón. Hann voni að öll sú þekking og reynsla sem fráfarandi starfsfólk réttindagæslunnar búi yfir glatist ekki. „Fram að því voru starfsmenn kannski með væntingar og vonir um að mögulega yrði leitað til þeirra. En það varð ekki raunin.“ Úr tilkynningu ráðuneytisins frá 2. desember 2024. Svona verður fyrirkomulagið næstu mánuði í tengslum við breytingarnar.Stjórnarráðið Fréttastofa kallaði eftir upplýsingum frá ráðuneytinu um það hversu mörg stöðugildi yrði lögð niður um áramótin, en í svari ráðuneytisins segir einfaldlega að „öll störf“ núverandi réttargæslumanna og annars starfsfólks verði lögð niður til samræmis við ákvörðun Alþingis. Það sögn Jóns Þorsteins er um að ræða átta starfsmenn, þar af fjóra réttindagæslumenn, sem ýmist eru að hefja störf á öðrum vettvangi eða í leit að nýrri vinnu. Nánari grein er gerð fyrir svari ráðuneytisins síðar í fréttinni. Telur óhjákvæmilegt að högg verði á þjónustu „Ég hef mestar áhyggjur af því, sem yfirmaður þessarar einingar, að fatlað fólk sé núna að missa mikla réttarbót,“ segir Jón. Hann þekki það af eigin raun, hafandi sjálfur ráðið inn starfsfólk frá árinu 2020, að það verði enginn sérfræðingur í réttindagæslu fatlaðra á nokkrum mánuðum. „Ég efast ekkert um það að einkaaðilinn sem tekur við þessu sé vel til þess fallinn að vinna þetta vel. En þú þarft að hafa þekkingu og reynslu til að sinna þessu verkefni, þetta eru flókin verkefni og fatlað fólk bindur miklar vonir og væntingar við aðkomu okkar,“ útskýrir Jón. Líkt og áður segir mun réttindagæslan sem slík færast til Mannréttindastofnunar þegar þar að kemur, en samningar um persónulega talsmenn fyrir fatlað fólk færast hins vegar yfir til sýslumanns um áramótin. Jón bendir á að nú sé naumur tími til stefnu fram að áramótum til að ljúka verkefnum eða yfirfæra þau til nýrra aðila sem taka við boltanum. „Það er ein og hálf vika eftir af þessu verkefni, svo koma jólin. Það hefur ekki átt sér stað [yfirfærsla verkefna] gagnvart réttindagæslunni, en við erum í góðu samstarfi við sýslumenn og erum að vinna í kappi við tímann þar,“ segir Jón. „Það þurfa að vera einhvers konar yfirfærslur á verkefninu á milli staða þannig að fólkið sem tekur við skilji hvað málið snýst um.“ Skjólstæðingur beittur alvarlegu órétti á heimili sínu Jón segir að mikið hafi mætt á starfsfólki réttindagæslunnar að undanförnu en mestar áhyggjur hefur hann af skjólstæðingum þeirra. „Hvað þýðir þetta fyrir fatlaða fólkið? Jú, það þýðir það að ef að Mannréttindastofnun ákveður að ráða ekki inn það starfsfólk sem hér hefur starfað í fjölda ára þá mun Mannréttindastofnun þurfa að taka sér tíma við það að byggja upp þá reynslu og þekkingu sem hún þarf að hafa um þessi mál,“ segir Jón. Hann nefnir dæmi um nýlegt erindi frá skjólstæðingi sem hann rak augun í í málaskrá réttindagæslunnar í vikunni. „Þar var erindi sem fjallar um það að einstaklingur er beittur órétti á heimili sínu, miklu órétti og alvarlegu órétti, ég ætla að taka alveg djúpt í árinni með það. Hver ætlar að sinna þessu eftir jól? Ég get talað við hann í dag, en ég næ ekki að vinna úr þessu órétti á næstu einu og hálfu eða tveimur vikum sem eftir eru í starfi. Nema ég vinni þá helgina og jólin líka,“ segir Jón Þorsteinn. „Það þarf að gera þetta vel af því þetta er fólk í viðkvæmri stöðu. Þetta er pínu erfitt. Ég gæti alveg verið reiður og pirraður en ég hef meiri áhyggjur af fólkinu sem ég er að vinna fyrir.” „Ekki augljóslega“ í samræmi við lög Öryrkjabandalagið og Þroskahjálp hafa einnig gert athugasemdir við það hvernig stjórnvöld hafa staðið að málinu. Lögmaður hefur fyrir hönd samtakanna tveggja meðal annars kallað eftir skýringum ráðuneytisins á því hvernig ráðstöfunin samræmist lögum um auglýsingar starfa hjá hinu opinbera og fyrirmælum laga um þekkingu, reynslu og menntun þeirra sem gæta réttindagæslu fatlaðs fólks. „Það kom mjög á óvart að þegar gildistöku nýju laganna var frestað að þá skildi því ekki hafa verið frestað að leggja niður réttindagæsluna. Gatið var auðvitað búið þannig til,“ segir Flóki Ásgeirsson, lögmaður hjá Magma lögmönnum, sem starfar fyrir hagsmunasamtökin. Flóki Ásgeirsson, lögmaður.Vísir/Vilhelm Fyrir fram hafi verið búið að gera athugasemdir við málið, en síðan ákvörðunin lá fyrir hafi átt sér stað samskipti milli ÖBÍ og Þroskahjálpar og ráðuneytisins. Upphaflega hafi staðið til að gera þjónustusamning við Samskiptastöðina en við það hafi hagsmunasamtökin gert alvarlegar athugasemdir. „Það var bent á það að þetta stæðist ekki lögin,“ segir Flóki. Lögin geri ráð fyrir að réttindagæslumenn séu ráðnir til ráðuneytisins að undangenginni málsmeðferð og á grundvelli ákveðinna hæfisskilyrða. „Þannig við litum svo á að þetta væri alls ekki verkefni sem væri hægt að útvista með þessum hætti og komum þeim athugasemdum á framfæri,“ segir Flóki. Í framhaldinu hafi borist þau skilaboð frá ráðuneytinu að hætt hafi verið við áform um að gera þjónustusamning við einkafyrirtækið, en þess í stað ætti að ráða inn starfsfólk frá umræddu fyrirtæki til ráðuneytisins. Flóki hafi í framhaldinu sent ráðuneytinu bréf fyrir hönd samtakanna þar sem óskað er eftir skýringum á þeirri ráðstöfun. „Og bent á að þetta væri kannski ekki augljóslega í samræmi við lögin, að ráða fólk sem ekkert lægi fyrir um hvort að uppfyllti skilyrðin til þess að vera réttindagæslumenn,“ segir Flóki. Því bréfi hafi enn ekki verið svarað en til standi að funda með ráðuneytinu á morgun. Flumbrugangur, leynd og skortur á samráði „Undirliggjandi er auðvitað það sem áhyggjur heildarsamtakanna lúta að, að það er engan veginn ljóst að það verði hægt að sinna þessari þjónustu frá 1. janúar,“ segir Flóki. Áformin sem hafi verið kynnt virðist ekki vera raunhæf auk þess sem nú virðist stefna í að við taki „einhvers konar einskis manns land“ næstu fjóra mánuðina. „Þetta kemur mjög spánskt fyrir sjónir,“ segir Flóki sem tekur undir áhyggjur Jóns Þorsteins um að mögulega tapist þekking úr málaflokknum með fyrirsjáanlegu brotthvarfi reynslumikils starfsfólks úr réttindagæslunni. Það blasi við, að með því að leggja niður réttindagæsluna nú um áramótin, fjórum mánuðum áður en Mannréttindastofnun á að taka við verkefninu, verði rof á þeirri samfellu sem annars hefði verið hefði stofnunin tekið við verkefninu strax um áramótin. Þetta hafi þingið slitið í sundur „í miklum flumbrugangi og leynd,“ líkt og Flóki orðar það. „Það var ekkert samráð haft um það að ákveða að fresta Mannréttindastofnun en ekki niðurlagningunni á réttindagæslunni, henni var haldið til streitu.“ Fleiri hafa lýst áhyggjum Fleiri hafa einnig kvatt sér hljóðs um málið opinberlega. „Ljóst er að þessi breyting veldur miklum kvíða og öryggisleysi hjá þessum viðkvæma hópi. Það er sérstaklega áhyggjuefni að fatlað fólk, við, virðumst ekki hafa fengið nægilegt vægi við mótun hinnar nýju skipulagsheildar, þrátt fyrir kjörorðið : „Ekkert um okkur án okkar.“ Auk þess má ætla að núverandi starfsmenn Réttindagæslunnar muni helga sig öðrum störfum, þar sem aukið álag og óvissa hafa þegar leitt til þess að nokkrir þeirra hafa sagt upp störfum og við fatlaða fólkið höfum misst mikilvæga bandamenn í okkar málum,“ skrifar Aileen Soffia Svensdóttir, félagsliði hjá Ás Styrktarfélagi, til að mynda í grein sem birtist á Vísi 25. nóvember. Ekki boðið út heldur sérfræðingar ráðnir tímabundið Í svari félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að öllu starfsfólki réttindagæslunnar hafi verið sagt upp þann 31. júlí og 30. september á grundvelli laga um Mannréttindastofnun sem samþykkt voru í júní. Ástæðan fyrir því að ekki var öllum sagt upp á sama tíma er sú að sumir ráðningasamningar kváðu ýmist á um þriggja eða fimm mánaða uppsagnarfrest, en lögin gera ráð fyrir að störfin yrðu lögð niður þann 1. janúar. Bjarni Benediktsson er starfandi félags- og vinnumarkaðsráðherra en Guðmundur Ingi Guðbrandsson gegndi embættinu þangað til ráðherrar Vinstri grænna báðust undan því að sitja í starfstjórn eftir stjórnarslit. Guðmundur Ingi var félagsmálaráðherra þegar lög um Mannréttindastofnun voru fyrst samþykkt í sumar.Vísir/Vilhelm Þessi ákvörðun Alþingis var ítrekuð með ákvörðun þingsins um að fresta gildistöku laga um Mannréttindastofnun til 1. maí. Niðurlagning starfanna frá og með áramótum skyldi standa. „Við þetta myndaðist fjögurra mánaða bil, frá 1. janúar til 1. maí, og fól Alþingi félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu að tryggja að ekki yrði rof á þjónustu fyrir fatlað fólk í þann tíma,“ segir í svari ráðuneytisins. Skapar hagræði en ekki ljóst hve mikið Fréttastofa spurði einnig hvernig ákvörðunin um að fá starfsfólk Samskiptastöðvarinnar til að sinna réttindagæslu tímabundið væri tilkomin og hvort verkefnið hafi verið boðið út. Í svari ráðuneytisins er ítrekað að það sé bundið að ákvörðunum Alþingis. „Við frestun Alþingis á gildistöku laganna þurfti á afar skömmum tíma að finna lausn og gátu sérfræðingar hjá Samskiptastöðinni brúað bilið og tryggt samfellda þjónustu fram á vor. Um er að ræða starfsfólk sem hefur mikla þekkingu og reynslu af málefnum og réttindum fatlaðs fólks. Var það mat ráðuneytisins að umrætt fyrirkomulag yrði best til þess fallið að tryggja að ekki verði rof á þjónustu réttindagæslumanna fyrir fatlað fólk í umræddan tíma,“ segir í svari ráðuneytisins. Því er einnig svarað til að hagræði skapist af ráðstöfuninni en ekki liggi ljóst fyrir enn hversu mikið, það muni skýrast. „Verkefnið er fyrst og fremst að tryggja þeim viðkvæma hópi sem þarf á þjónustu réttindagæslumanna að halda samfellda þjónustu fram á vor. Þá er ekki um þjónustusamning að ræða eða útboðið verk heldur tímabundnar ráðningar sérfræðinga hjá Samskiptastöðinni sem hafa mikla þekkingu og reynslu af málefnum og réttindum fatlaðs fólks. Þá minnir ráðuneytið á í svari sínu að fram til 1. maí verði opnunartími símaþjónustu hjá Réttindagæslu fyrir fatlað fólk sá sami og áður eða frá 9:00-16:00 alla virka daga og símanúmerið áfram það sama, 554 8100. Utan opnunartíma símaþjónustu geti fólk lesið inn skilaboð í talhólf, auk þess sem senda megi erindi á postur@rettindagaesla.is. Frá 1. janúar muni fatlaðir einstaklingar síðan leita til sýslumanns vegna persónulegra talsmanna. Fáar hendur eftir til að vinna verkefnin Árið 2022 bárust 3800 erindi til réttindagæslunnar en þá var fólk starfandi í tólf og hálfu stöðugildi hjá réttindagæslunni. Við lok árs 2022 tók ráðuneytið ákvörðun um að segja upp öllum tímabundnum samningum og fækkaði þá heildarstöðugildum á árinu 2023 og erindum fækkaði sömuleiðis niður í 1850 á ársgrundvelli að sögn Jóns Þorsteins. „Við erum ekki að ná 1500 erindum á þessu ári af því við erum bara of fá.“ Þannig vill hann meina að þótt erindum til réttindagæslunnar hafi farið fækkandi þá sé það þvert á móti ekki vegna þess að fatlað fólk hafi minni þörf fyrir þjónustu. Erindin leiti einfaldlega annað þegar réttindagæslan hafi ekki sama bolmagn til að anna þeim erindum sem henni berast. „Þá bresta væntingar og vonir fatlaðs fólks til okkar eins og annarra og þá hættir fólk að leita til okkar,“ segir Jón. Fatlaðir einstaklingar leiti þá jafnvel annað, til að mynda til annarra hagsmunasamtaka á borð við Öryrkjabandalagið eða Þroskahjálp. „Þau erindi sem falla upp fyrir þau leita annað eða leita ekki neitt. Og þar með missir hinn fatlaði þessa verndarstöðu sem honum var gefinn með lögum um réttindagæslu.“ Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Sjá meira
Öryrkjabandalagið og Þroskahjálp hafa einnig áhyggjur af stöðunni en lögmaður hefur gert alvarlegar athugasemdir við áform stjórnvalda fyrir hönd samtakanna. Ákvörðun Alþingis á lokadegi þingsins í vetur hafi verið tekin „í miklum flumbrugangi og leynd.“ Skila lyklum fyrir áramót „Það eru allir réttindagæslumenn búnir að missa vinnuna og ég þar á meðal. Öllum var sagt upp í lok september,“ segir Jón Þorsteinn Sigurðsson, yfirmaður réttindagæslunnar í samtali við Vísi. Þegar fréttastofa náði af honum tali var hann á leiðinni á skrifstofuna halda áfram að pakka niður, því skrifstofunni þarf að loka og skila lyklunum í lok mánaðar. „Ég hef áhyggjur. Jólapakkinn í ár er að ég fái einhverja vinnu við það að halda áfram þessu verkefni eftir áramót. En eins og staðan er í dag hef ég engar upplýsingar um það, nema bara væntingar,“ segir Jón Þorsteinn. Enginn núverandi starfsmanna fengið boð um að halda áfram Þann 18. nóvember, á síðasta þingfundardegi fyrir kosningar, ákvað Alþingi að fresta gildistöku laga um Mannréttindastofnun þannig að lög um stofnunina taki gildi þann 1. maí 2025 í stað 1. janúar líkt og til stóð. Þá hafði starfsfólki réttindagæslunnar þegar verið sagt upp störfum. Við lögin bættust tvö ákvæði til bráðabirgða sem fela í sér að félags- og vinnumarkaðsráðuneytið skuli tryggja að ekki verði rof á þjónustu „m.a. með ráðningu starfsfólks tímabundið til að sinna réttindagæslu fatlaðs fólks og gerð tímabundins þjónustusamnings við Mannréttindaskrifstofu Íslands,” líkt og segir í lögunum. Birgir Ármannsson var flutningsmaður frumvarps um frestun gildistöku laga um Mannréttindastofnun sem samþykkt var á síðasta þingfundinum sem hann sjálfur stýrði sem forseti Alþingis. Vísir/Vilhelm Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar var framsögumaður málsins í nefndinni, en allir nefndarmenn úr öllum flokkum kvittuðu undir nefndarálit þar sem frestun gildistöku laga um Mannréttindastofnun var sögð óhjákvæmileg. „Þá mynduðust væntingar og vonir um það að ráðuneytið, sem þá myndi bera ábyrgð á málaflokknum myndi þá ráða okkur til þess að halda verkefninu eitthvað fram í árið þangað til að Mannréttindastofnun yrði sett. En það er ekki raunin heldur var niðurstaða ráðuneytisins að fá einkafyrirtæki til þess að sinna þessu eftir áramót,“ segir Jón Þorsteinn. Hann vísar til tilkynningar á vef ráðuneytisins frá 2. desember þar sem kemur fram að sérfræðingar hjá einkarekna fyrirtækinu Samskiptastöðinni verði ráðnir tímabundið til þess að sinna störfum réttindagæslumanna. Átta manns á leið í nýja vinnu eða í atvinnuleit „Eins og staðan er núna þá hefur enginn fengið boð um að fara til þessa einkafyrirtækis, með alla sína þekkingu og reynslu,“ segir Jón. Hann voni að öll sú þekking og reynsla sem fráfarandi starfsfólk réttindagæslunnar búi yfir glatist ekki. „Fram að því voru starfsmenn kannski með væntingar og vonir um að mögulega yrði leitað til þeirra. En það varð ekki raunin.“ Úr tilkynningu ráðuneytisins frá 2. desember 2024. Svona verður fyrirkomulagið næstu mánuði í tengslum við breytingarnar.Stjórnarráðið Fréttastofa kallaði eftir upplýsingum frá ráðuneytinu um það hversu mörg stöðugildi yrði lögð niður um áramótin, en í svari ráðuneytisins segir einfaldlega að „öll störf“ núverandi réttargæslumanna og annars starfsfólks verði lögð niður til samræmis við ákvörðun Alþingis. Það sögn Jóns Þorsteins er um að ræða átta starfsmenn, þar af fjóra réttindagæslumenn, sem ýmist eru að hefja störf á öðrum vettvangi eða í leit að nýrri vinnu. Nánari grein er gerð fyrir svari ráðuneytisins síðar í fréttinni. Telur óhjákvæmilegt að högg verði á þjónustu „Ég hef mestar áhyggjur af því, sem yfirmaður þessarar einingar, að fatlað fólk sé núna að missa mikla réttarbót,“ segir Jón. Hann þekki það af eigin raun, hafandi sjálfur ráðið inn starfsfólk frá árinu 2020, að það verði enginn sérfræðingur í réttindagæslu fatlaðra á nokkrum mánuðum. „Ég efast ekkert um það að einkaaðilinn sem tekur við þessu sé vel til þess fallinn að vinna þetta vel. En þú þarft að hafa þekkingu og reynslu til að sinna þessu verkefni, þetta eru flókin verkefni og fatlað fólk bindur miklar vonir og væntingar við aðkomu okkar,“ útskýrir Jón. Líkt og áður segir mun réttindagæslan sem slík færast til Mannréttindastofnunar þegar þar að kemur, en samningar um persónulega talsmenn fyrir fatlað fólk færast hins vegar yfir til sýslumanns um áramótin. Jón bendir á að nú sé naumur tími til stefnu fram að áramótum til að ljúka verkefnum eða yfirfæra þau til nýrra aðila sem taka við boltanum. „Það er ein og hálf vika eftir af þessu verkefni, svo koma jólin. Það hefur ekki átt sér stað [yfirfærsla verkefna] gagnvart réttindagæslunni, en við erum í góðu samstarfi við sýslumenn og erum að vinna í kappi við tímann þar,“ segir Jón. „Það þurfa að vera einhvers konar yfirfærslur á verkefninu á milli staða þannig að fólkið sem tekur við skilji hvað málið snýst um.“ Skjólstæðingur beittur alvarlegu órétti á heimili sínu Jón segir að mikið hafi mætt á starfsfólki réttindagæslunnar að undanförnu en mestar áhyggjur hefur hann af skjólstæðingum þeirra. „Hvað þýðir þetta fyrir fatlaða fólkið? Jú, það þýðir það að ef að Mannréttindastofnun ákveður að ráða ekki inn það starfsfólk sem hér hefur starfað í fjölda ára þá mun Mannréttindastofnun þurfa að taka sér tíma við það að byggja upp þá reynslu og þekkingu sem hún þarf að hafa um þessi mál,“ segir Jón. Hann nefnir dæmi um nýlegt erindi frá skjólstæðingi sem hann rak augun í í málaskrá réttindagæslunnar í vikunni. „Þar var erindi sem fjallar um það að einstaklingur er beittur órétti á heimili sínu, miklu órétti og alvarlegu órétti, ég ætla að taka alveg djúpt í árinni með það. Hver ætlar að sinna þessu eftir jól? Ég get talað við hann í dag, en ég næ ekki að vinna úr þessu órétti á næstu einu og hálfu eða tveimur vikum sem eftir eru í starfi. Nema ég vinni þá helgina og jólin líka,“ segir Jón Þorsteinn. „Það þarf að gera þetta vel af því þetta er fólk í viðkvæmri stöðu. Þetta er pínu erfitt. Ég gæti alveg verið reiður og pirraður en ég hef meiri áhyggjur af fólkinu sem ég er að vinna fyrir.” „Ekki augljóslega“ í samræmi við lög Öryrkjabandalagið og Þroskahjálp hafa einnig gert athugasemdir við það hvernig stjórnvöld hafa staðið að málinu. Lögmaður hefur fyrir hönd samtakanna tveggja meðal annars kallað eftir skýringum ráðuneytisins á því hvernig ráðstöfunin samræmist lögum um auglýsingar starfa hjá hinu opinbera og fyrirmælum laga um þekkingu, reynslu og menntun þeirra sem gæta réttindagæslu fatlaðs fólks. „Það kom mjög á óvart að þegar gildistöku nýju laganna var frestað að þá skildi því ekki hafa verið frestað að leggja niður réttindagæsluna. Gatið var auðvitað búið þannig til,“ segir Flóki Ásgeirsson, lögmaður hjá Magma lögmönnum, sem starfar fyrir hagsmunasamtökin. Flóki Ásgeirsson, lögmaður.Vísir/Vilhelm Fyrir fram hafi verið búið að gera athugasemdir við málið, en síðan ákvörðunin lá fyrir hafi átt sér stað samskipti milli ÖBÍ og Þroskahjálpar og ráðuneytisins. Upphaflega hafi staðið til að gera þjónustusamning við Samskiptastöðina en við það hafi hagsmunasamtökin gert alvarlegar athugasemdir. „Það var bent á það að þetta stæðist ekki lögin,“ segir Flóki. Lögin geri ráð fyrir að réttindagæslumenn séu ráðnir til ráðuneytisins að undangenginni málsmeðferð og á grundvelli ákveðinna hæfisskilyrða. „Þannig við litum svo á að þetta væri alls ekki verkefni sem væri hægt að útvista með þessum hætti og komum þeim athugasemdum á framfæri,“ segir Flóki. Í framhaldinu hafi borist þau skilaboð frá ráðuneytinu að hætt hafi verið við áform um að gera þjónustusamning við einkafyrirtækið, en þess í stað ætti að ráða inn starfsfólk frá umræddu fyrirtæki til ráðuneytisins. Flóki hafi í framhaldinu sent ráðuneytinu bréf fyrir hönd samtakanna þar sem óskað er eftir skýringum á þeirri ráðstöfun. „Og bent á að þetta væri kannski ekki augljóslega í samræmi við lögin, að ráða fólk sem ekkert lægi fyrir um hvort að uppfyllti skilyrðin til þess að vera réttindagæslumenn,“ segir Flóki. Því bréfi hafi enn ekki verið svarað en til standi að funda með ráðuneytinu á morgun. Flumbrugangur, leynd og skortur á samráði „Undirliggjandi er auðvitað það sem áhyggjur heildarsamtakanna lúta að, að það er engan veginn ljóst að það verði hægt að sinna þessari þjónustu frá 1. janúar,“ segir Flóki. Áformin sem hafi verið kynnt virðist ekki vera raunhæf auk þess sem nú virðist stefna í að við taki „einhvers konar einskis manns land“ næstu fjóra mánuðina. „Þetta kemur mjög spánskt fyrir sjónir,“ segir Flóki sem tekur undir áhyggjur Jóns Þorsteins um að mögulega tapist þekking úr málaflokknum með fyrirsjáanlegu brotthvarfi reynslumikils starfsfólks úr réttindagæslunni. Það blasi við, að með því að leggja niður réttindagæsluna nú um áramótin, fjórum mánuðum áður en Mannréttindastofnun á að taka við verkefninu, verði rof á þeirri samfellu sem annars hefði verið hefði stofnunin tekið við verkefninu strax um áramótin. Þetta hafi þingið slitið í sundur „í miklum flumbrugangi og leynd,“ líkt og Flóki orðar það. „Það var ekkert samráð haft um það að ákveða að fresta Mannréttindastofnun en ekki niðurlagningunni á réttindagæslunni, henni var haldið til streitu.“ Fleiri hafa lýst áhyggjum Fleiri hafa einnig kvatt sér hljóðs um málið opinberlega. „Ljóst er að þessi breyting veldur miklum kvíða og öryggisleysi hjá þessum viðkvæma hópi. Það er sérstaklega áhyggjuefni að fatlað fólk, við, virðumst ekki hafa fengið nægilegt vægi við mótun hinnar nýju skipulagsheildar, þrátt fyrir kjörorðið : „Ekkert um okkur án okkar.“ Auk þess má ætla að núverandi starfsmenn Réttindagæslunnar muni helga sig öðrum störfum, þar sem aukið álag og óvissa hafa þegar leitt til þess að nokkrir þeirra hafa sagt upp störfum og við fatlaða fólkið höfum misst mikilvæga bandamenn í okkar málum,“ skrifar Aileen Soffia Svensdóttir, félagsliði hjá Ás Styrktarfélagi, til að mynda í grein sem birtist á Vísi 25. nóvember. Ekki boðið út heldur sérfræðingar ráðnir tímabundið Í svari félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að öllu starfsfólki réttindagæslunnar hafi verið sagt upp þann 31. júlí og 30. september á grundvelli laga um Mannréttindastofnun sem samþykkt voru í júní. Ástæðan fyrir því að ekki var öllum sagt upp á sama tíma er sú að sumir ráðningasamningar kváðu ýmist á um þriggja eða fimm mánaða uppsagnarfrest, en lögin gera ráð fyrir að störfin yrðu lögð niður þann 1. janúar. Bjarni Benediktsson er starfandi félags- og vinnumarkaðsráðherra en Guðmundur Ingi Guðbrandsson gegndi embættinu þangað til ráðherrar Vinstri grænna báðust undan því að sitja í starfstjórn eftir stjórnarslit. Guðmundur Ingi var félagsmálaráðherra þegar lög um Mannréttindastofnun voru fyrst samþykkt í sumar.Vísir/Vilhelm Þessi ákvörðun Alþingis var ítrekuð með ákvörðun þingsins um að fresta gildistöku laga um Mannréttindastofnun til 1. maí. Niðurlagning starfanna frá og með áramótum skyldi standa. „Við þetta myndaðist fjögurra mánaða bil, frá 1. janúar til 1. maí, og fól Alþingi félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu að tryggja að ekki yrði rof á þjónustu fyrir fatlað fólk í þann tíma,“ segir í svari ráðuneytisins. Skapar hagræði en ekki ljóst hve mikið Fréttastofa spurði einnig hvernig ákvörðunin um að fá starfsfólk Samskiptastöðvarinnar til að sinna réttindagæslu tímabundið væri tilkomin og hvort verkefnið hafi verið boðið út. Í svari ráðuneytisins er ítrekað að það sé bundið að ákvörðunum Alþingis. „Við frestun Alþingis á gildistöku laganna þurfti á afar skömmum tíma að finna lausn og gátu sérfræðingar hjá Samskiptastöðinni brúað bilið og tryggt samfellda þjónustu fram á vor. Um er að ræða starfsfólk sem hefur mikla þekkingu og reynslu af málefnum og réttindum fatlaðs fólks. Var það mat ráðuneytisins að umrætt fyrirkomulag yrði best til þess fallið að tryggja að ekki verði rof á þjónustu réttindagæslumanna fyrir fatlað fólk í umræddan tíma,“ segir í svari ráðuneytisins. Því er einnig svarað til að hagræði skapist af ráðstöfuninni en ekki liggi ljóst fyrir enn hversu mikið, það muni skýrast. „Verkefnið er fyrst og fremst að tryggja þeim viðkvæma hópi sem þarf á þjónustu réttindagæslumanna að halda samfellda þjónustu fram á vor. Þá er ekki um þjónustusamning að ræða eða útboðið verk heldur tímabundnar ráðningar sérfræðinga hjá Samskiptastöðinni sem hafa mikla þekkingu og reynslu af málefnum og réttindum fatlaðs fólks. Þá minnir ráðuneytið á í svari sínu að fram til 1. maí verði opnunartími símaþjónustu hjá Réttindagæslu fyrir fatlað fólk sá sami og áður eða frá 9:00-16:00 alla virka daga og símanúmerið áfram það sama, 554 8100. Utan opnunartíma símaþjónustu geti fólk lesið inn skilaboð í talhólf, auk þess sem senda megi erindi á postur@rettindagaesla.is. Frá 1. janúar muni fatlaðir einstaklingar síðan leita til sýslumanns vegna persónulegra talsmanna. Fáar hendur eftir til að vinna verkefnin Árið 2022 bárust 3800 erindi til réttindagæslunnar en þá var fólk starfandi í tólf og hálfu stöðugildi hjá réttindagæslunni. Við lok árs 2022 tók ráðuneytið ákvörðun um að segja upp öllum tímabundnum samningum og fækkaði þá heildarstöðugildum á árinu 2023 og erindum fækkaði sömuleiðis niður í 1850 á ársgrundvelli að sögn Jóns Þorsteins. „Við erum ekki að ná 1500 erindum á þessu ári af því við erum bara of fá.“ Þannig vill hann meina að þótt erindum til réttindagæslunnar hafi farið fækkandi þá sé það þvert á móti ekki vegna þess að fatlað fólk hafi minni þörf fyrir þjónustu. Erindin leiti einfaldlega annað þegar réttindagæslan hafi ekki sama bolmagn til að anna þeim erindum sem henni berast. „Þá bresta væntingar og vonir fatlaðs fólks til okkar eins og annarra og þá hættir fólk að leita til okkar,“ segir Jón. Fatlaðir einstaklingar leiti þá jafnvel annað, til að mynda til annarra hagsmunasamtaka á borð við Öryrkjabandalagið eða Þroskahjálp. „Þau erindi sem falla upp fyrir þau leita annað eða leita ekki neitt. Og þar með missir hinn fatlaði þessa verndarstöðu sem honum var gefinn með lögum um réttindagæslu.“
Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Sjá meira