„Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Lovísa Arnardóttir skrifar 13. desember 2024 08:46 Drífa segir lítið vitað um raunverulegt umfang vændis á Íslandi. Vísir/Vilhelm Afleiðingar vændis eru miklu alvarlegri en afleiðingar annars kynferðisofbeldis og lengur að koma fram. Vændi er falið vandamál í íslensku samfélagi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri herferð Stígamóta þar sem bæði er vakin athygli á algengi vændis og afleiðingum þess. Stígamót hafa síðustu vikur birt á samfélagsmiðlum sínum frásagnir kvenna í vændi og tilvitnanir í karlmenn sem hafa keypt vændi. Tilgangurinn er að vekja athygli á því hversu algengt vændi er en einnig hversu falið það er í íslensku samfélagi. „Allt frá upphafi Stígamóta hafa brotaþolar vændis leitað til okkar. En síðustu ár höfum við skilið betur að afleiðingarnar af því að vera í vændi eru verri en af öðrum kynferðisbrotum,“ segir Drífa Snædal talskona Stígamóta. Afleiðingar vændis miklu verri Drífa segir þessa tilfinningu hafa vaxið og því hafi þau rannsakað þetta sérstaklega fyrir tveimur árum þar sem tilfinning þeirra var staðfest. Afleiðingarnar af vændi eru samkvæmt þeirra skýrslum verri en af öðrum kynferðisbrotum. „Það er meiri sjálfsskaðandi hegðun, meiri skömm og sjálfsfyrirlitning/setja frekar lágt sjálfsmat auk þess sem þolendur eiga erfiðara með tengsl. Það magnast upp afleiðingarnar sem eru af öðrum kynferðisbrotum þegar þú ert brotaþoli vændis.“ Þetta eru tilvitnanir í menn sem hafa keypt vændi. Tilvitnanirnar eru hluti af herferð Stígamóta og eru fengnar af spjallsíðum þar sem vændikaupendur ræða um fólkið sem selur þeim vændi.Stígamót Drífa segir fólk sem leiti til þeirra oft nefna að það hafi reynt að búa til glæsileika í kringum starfið í fyrstu en svo hafi afleiðingar farið að kom inn og haft áhrif, og svo jafnvel einhverja viljað kalla vændi venjulegt starf. Með herferðinni hafi Stígamót viljað sýna að svo sé ekki. „Okkar skjólstæðingar og þær sem hingað leita hafa viljað að við séum það afl sem stígur fram og segðum frá þeirra veruleika. Það er það sem við erum að gera með herferðinni. Við tökum saman það sem kemur fram í bókinni Venjulegar konur, ýmislegt frá okkar konum og tilvitnanir í kaupendur. Það er auðvitað algjörlega óþolandi að það séu þeir sem eru alltaf ósýnilegir í þessari umræðu þegar það eru þeir sem keyra upp eftirspurnina.“ Slökkva á sér í klukkutíma til að redda leigunni Drífa segir tilvitnanirnar allar frá síðustu tveimur til þremur árum. „Undirtónninn í þessu er kvenfyrirlitning, rasismi og hlutgerving. Þetta eru verstu einkenni kapítalisma og kvenfyrirlitningar sem koma þarna fram.“ Hjá Stígamótum hefur verið starfrækt hópastarf fyrir þær konur sem hafa leitað til þeirra og hafa verið í vændi. „Það er Svanahópurinn. Þær hafa haldið hópinn hjá okkur og hafa alltaf verið að þrýsta á Stígamót að tala um þetta meira opinberlega.“ Drífa segir konurnar í hópnum ekki allar hættar í vændi. „Það er það sem er svo erfitt við þetta. Þú ert hætt í einhver ár en svo lendirðu í erfiðum fjárhagslegum aðstæðum og þá er svo hætt við því að þú farir bara í þetta aftur. Þú slökkvir á þér í klukkutíma til að redda leigunni þann mánuðinn.“ Hún segir Stígamót hafa reynt að styðja við konur í þessum aðstæðum með styrkjum úr Kristínarsjóði sem er nefndur í höfuðið á Kristínu Gerði Guðmundsdóttur. Það sé gert í neyðartilfellum. Drífa segir fólk reyna að búa til glæsileika í kringum starfið en hann hverfi þegar afleiðingarnar koma í ljós.Vísir/Vilhelm „Hún lifði þetta ekki af, því miður, og svipti sig lífi fyrir nokkrum árum. Hún kenndi okkur mjög mikið um raunveruleika þeirra sem eru í vændi,“ segir Drífa. Kristín Gerður leiddist í vímuefnaneyslu og var neydd í vændi. Hún svipti sig lífi árið 2011. Kvikmyndin Lof mér að falla er að hluta byggð á dagbókarfærslum Kristínar Gerðar. Vændi ekki ástæða komu en afleiðing Í nýjustu ársskýrslu Stígamóta kemur fram að 17 einstaklingar sem leituðu til þeirra í fyrra sögðu ástæðuna vændi. Vegna þess hve langan tíma það tekur fyrir fólk að vinna úr vændi segir Drifa að hópurinn sé væntanlega stærri. Sem dæmi kemur fram í nýjustu ársskýrslu samtakanna að fimm af þeim sem leituðu til þeirra sögðu vændi eina afleiðingu ofbeldisins sem þau leituðu til samtakanna vegna, en ekki ástæðu komu. Samkvæmt því megi því gera ráð fyrir að alls hafi 22 leitað til þeirra vegna vændis árið 2023, en ekki 17. „Við tökum komuskýrslur hjá fólki sem kemur í fyrsta sinn. Það er mjög algengt að konur komi vegna einhvers annars, nauðgunar eða misnotkunar, en svo kemur þetta í ljós síðar. Þetta er falin tala og hefur í raun aldrei verið fjallað um umfangið á Íslandi,“ segir Drífa. Sjá einnig: Ræddu við 26 einstaklinga varðandi vændi og mansal Til að fá skýrari mynd af heildarfjölda allra einstaklinga sem eru þolendur vændis og sóttu viðtöl á Stígamótum árið 2023 var upplýsingum einnig safnað í ársskýrslunni um hversu margir þeirra sem voru í viðtölum á Stígamótum á árinu, en komu ekki í fyrsta viðtal það ár, hefðu verið í vændi eða klámiðnaði. Í skýrslunni segir að vitað hafi verið að árið 2023 voru í viðtölum 14 einstaklingar, 13 konur og einn karlmaður, sem höfðu verið í vændi og/eða klámiðnaði og leituðu í fyrsta skipti til Stígamóta fyrir árið 2023. Þetta er sami fjöldi og kom fram í ársskýrslu ársins 2022. Sjá einnig: Grunuðu nánast fjörutíu staði um mansal og vændisstarfsemi Þannig sé það staðfest að í það minnsta 36 af þeim 835 einstaklingum sem sóttu viðtöl á Stígamótum árið 2023 voru þolendur vændis og/eða klámiðnaðar. Í skýrslunni er einnig skoðað hvar vændið átti sér stað. Í flest skipti átti það sér stað á sameiginlegu heimili eða á heimili brotaþola. Karlar að gera konurnar sínar út „Það er oft erfitt að gera greinarmun á mansali og vændi. Algengasta mansalið sem við sjáum er konur sem hafa verið seldar mansali erlendis en eru komnar hingað sem hælisleitendur. Svo eru sumar sem hafa skilgreint það sem vændi ef þær þurfa að afhenda eða stunda kynlíf gegn því að fá pening í sambandi. Þetta getur verið það eða að það er verið að gera þig út á þínu einu heimili. Það geta verið kærastar, vinir eða makar sem eru að gera konur út hérna á Íslandi.“ Þetta eru tilvitnanir úr herferð Stígamóta í konur sem hafa sótt sér meðferð hjá þeim vegna vændis og úr bókinni Venjulegar konur eftir Brynhildi Björnsdóttur.Stígamót Í skýrslunni kemur einnig fram að það sé algengt að vændi eigi sér stað á heimili ofbeldismanns eða í heimahúsi. Þá er einnig talað um vinnustað, utandyra, á Internetinu. Þegar spurt er um stað á landinu kom svo í ljós að algengast væri að vændi ætti sér stað á höfuðborgarsvæðinu en þó voru einnig 18,2 prósent tilfella skráð erlendis. „Einhverjar hafa lent í vændi erlendis, verið búsettar þar.“ Fleiri sektir en dómar Drífa segir vændi að mörgu leyti vera samfélagslega þar sem kynferðislegt ofbeldi var fyrir tuttugu árum. „Þessu fylgir alveg ofboðsleg skömm. Fólk segir engum frá og það er eitthvað sem þarf að vinda ofan af. Á meðan þú getur engum sagt frá er mjög erfitt að leita sér hjálpar hjá lækni eða félagsþjónustu vegna vændis. Til að koma sér út úr vændinu eða skaðaminnka.“ Sjá einnig: Skýringar manns sem greiddi táningsstúlku fyrir kynmök fráleitar Á Íslandi er löggjöfin um vændi þannig að það er bannað að kaupa það en það má selja. Hegningarlögunum var breytt árið 2009 og er þessi leið yfirleitt kölluð „sænska leiðin“ því Svíar fóru fyrstir þessa leið. Á tímabilinu 2009 til 2023 voru til meðferðar hjá lögreglunni 562 mál sem vörðuðu kaup á vændi. Það kemur fram í svari dómsmálaráðuneytis við fyrirspurn Brynhildar Björnsdóttur, varaþingmanns Vinstri grænna, á þingi í fyrra. Í svarinu kom fram að ekki væri hægt að greina hvort niðurstaða máls hefði verið sekt eða sýkna en dæmt var í 104 málum. Alls fóru 82 mál í sektarmeðferð. Drífa segir það mikinn ágalla við íslensku löggjöfina að dómar séu alltaf nafnlausir og að sektargreiðslum sé beitt frekar en dómum um fangelsisvist. Það sé lítil fæling.Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tekur saman afbrotatölfræði reglulega. Í nýjustu skýrslu þeirra um kynferðisbrot kemur fram að árið 2010 voru skráð hjá lögreglunni 37 brot er vörðuðu vændi. Farið var í sérstakt átak árið 2013 og þá voru brotin 175. Þau hafa ekki verið jafn mörg síðan en voru þó 110 árið 2019. Fæst voru þau 2016 þegar þau voru fimm. Í fyrra voru skráð 19 mál og fyrstu sex mánuði þessa árs voru skráð 14 mál. Sjá einnig: Hræðist að segja frá háttsettum vændiskaupendum í þjóðfélaginu „Þetta er 500 hundruð þúsund sinnum skárra en það var áður. Fyrir breytingu á lögunum var hægt að stinga konum í fangelsi fyrir að selja sig. Við erum sem betur fer komin töluvert áleiðis frá því. Mér finnst lögin góð sem skilaboð því þannig er ábyrgðin lögð á þann sem ber ábyrgðina, kaupendurna og þá sem hafa milligöngu um vændi. En ekki þær sem eru gerðar út eða í svo jaðarsettri stöðu að þær fara út í vændi.“ Gallar í sænsku leiðinni Drífa segir þrátt fyrir þetta alvarlegan ágalla á lögunum og framkvæmd þeirra. „Allir dómar eru enn nafnlausir og þinghald lokað. Refsing er svo yfirleitt sektargreiðsla en ekki fangelsisvist þannig það þarf aldrei neinn að standa til svars fyrir það að hafa keypt vændi. Það er ósýnilegt. Þeir sem kaupa eru varðir alveg fram í rauðan dauðann.“ Þá segir hún enn skort á félagslegum lausnum fyrir þau sem eru í vændi, að þeim sé tryggt húsnæði og afkoma svo þau komist úr vændi. „Það er rosalega erfitt fyrir konur, en langflestar eru konur, að fara til félagsráðgjafans og útskýra hvernig þær eru búnar að vera algjörlega tekjulausar síðustu tvö árin. Það verður svo óyfirstíganlegt skref. Konur í vændi eru jaðarsettar konur. Það eru fátækar konur, konur í neyslu, greindarskertar konur eða konur með fötlun. Sem á að segja manni að það velur enginn á milli þess að vinna í banka eða vera í vændi. Þetta er ekki þannig og þó að það væri einhver sem hefði sjúklega gaman af þessu og fyndist þetta frábært, sem ég hef ekki hitt, þá er kostnaðurinn fyrir hina ekki þess virði að leyfa þetta. Sársaukinn og afleiðingarnar sem við sjáum á Stigamótum er slíkur að við hljótum að grípa til aðgerða og berjast gegn þessu.“ Sjá einnig: Nafngreindi manninn sem hélt vændiskonu og nauðgaði Hún segir vændi samfélagslegt vandamál, en líka einstaklingsvandamál. „Að búa í samfélagi þar sem það er viðurkennt að það sé hægt að kaupa sér aðgang að líkama annars, yfirleitt karlar að kaupa aðgang að líkama kvenna, hvað gerir það fyrir jafnrétti í samfélaginu ef það er bara viðurkennt?“ Vændi Kynferðisofbeldi Jafnréttismál Tengdar fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi, veikindadögum og lífeyrisgreiðslum eftir að ný lög þess efnis tóku gildi í dag. Í frétt Guardian segir að með lögunum sé búið að binda enda á mismunun gegn kynlífsverkafólki. 1. desember 2024 18:50 Meirihluti vændismála felldur niður Meirihluti vændiskaupamála sem hafa ratað á borð lögreglu á liðnum árum hefur verið felldur niður og á síðustu tveimur árum endaði einungis fjórðungur með sekt eða ákæru. Ríkislögreglustjóri segir forgangsraðað í þágu mála þar sem grunur er um mansal. 27. apríl 2022 19:10 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Stígamót hafa síðustu vikur birt á samfélagsmiðlum sínum frásagnir kvenna í vændi og tilvitnanir í karlmenn sem hafa keypt vændi. Tilgangurinn er að vekja athygli á því hversu algengt vændi er en einnig hversu falið það er í íslensku samfélagi. „Allt frá upphafi Stígamóta hafa brotaþolar vændis leitað til okkar. En síðustu ár höfum við skilið betur að afleiðingarnar af því að vera í vændi eru verri en af öðrum kynferðisbrotum,“ segir Drífa Snædal talskona Stígamóta. Afleiðingar vændis miklu verri Drífa segir þessa tilfinningu hafa vaxið og því hafi þau rannsakað þetta sérstaklega fyrir tveimur árum þar sem tilfinning þeirra var staðfest. Afleiðingarnar af vændi eru samkvæmt þeirra skýrslum verri en af öðrum kynferðisbrotum. „Það er meiri sjálfsskaðandi hegðun, meiri skömm og sjálfsfyrirlitning/setja frekar lágt sjálfsmat auk þess sem þolendur eiga erfiðara með tengsl. Það magnast upp afleiðingarnar sem eru af öðrum kynferðisbrotum þegar þú ert brotaþoli vændis.“ Þetta eru tilvitnanir í menn sem hafa keypt vændi. Tilvitnanirnar eru hluti af herferð Stígamóta og eru fengnar af spjallsíðum þar sem vændikaupendur ræða um fólkið sem selur þeim vændi.Stígamót Drífa segir fólk sem leiti til þeirra oft nefna að það hafi reynt að búa til glæsileika í kringum starfið í fyrstu en svo hafi afleiðingar farið að kom inn og haft áhrif, og svo jafnvel einhverja viljað kalla vændi venjulegt starf. Með herferðinni hafi Stígamót viljað sýna að svo sé ekki. „Okkar skjólstæðingar og þær sem hingað leita hafa viljað að við séum það afl sem stígur fram og segðum frá þeirra veruleika. Það er það sem við erum að gera með herferðinni. Við tökum saman það sem kemur fram í bókinni Venjulegar konur, ýmislegt frá okkar konum og tilvitnanir í kaupendur. Það er auðvitað algjörlega óþolandi að það séu þeir sem eru alltaf ósýnilegir í þessari umræðu þegar það eru þeir sem keyra upp eftirspurnina.“ Slökkva á sér í klukkutíma til að redda leigunni Drífa segir tilvitnanirnar allar frá síðustu tveimur til þremur árum. „Undirtónninn í þessu er kvenfyrirlitning, rasismi og hlutgerving. Þetta eru verstu einkenni kapítalisma og kvenfyrirlitningar sem koma þarna fram.“ Hjá Stígamótum hefur verið starfrækt hópastarf fyrir þær konur sem hafa leitað til þeirra og hafa verið í vændi. „Það er Svanahópurinn. Þær hafa haldið hópinn hjá okkur og hafa alltaf verið að þrýsta á Stígamót að tala um þetta meira opinberlega.“ Drífa segir konurnar í hópnum ekki allar hættar í vændi. „Það er það sem er svo erfitt við þetta. Þú ert hætt í einhver ár en svo lendirðu í erfiðum fjárhagslegum aðstæðum og þá er svo hætt við því að þú farir bara í þetta aftur. Þú slökkvir á þér í klukkutíma til að redda leigunni þann mánuðinn.“ Hún segir Stígamót hafa reynt að styðja við konur í þessum aðstæðum með styrkjum úr Kristínarsjóði sem er nefndur í höfuðið á Kristínu Gerði Guðmundsdóttur. Það sé gert í neyðartilfellum. Drífa segir fólk reyna að búa til glæsileika í kringum starfið en hann hverfi þegar afleiðingarnar koma í ljós.Vísir/Vilhelm „Hún lifði þetta ekki af, því miður, og svipti sig lífi fyrir nokkrum árum. Hún kenndi okkur mjög mikið um raunveruleika þeirra sem eru í vændi,“ segir Drífa. Kristín Gerður leiddist í vímuefnaneyslu og var neydd í vændi. Hún svipti sig lífi árið 2011. Kvikmyndin Lof mér að falla er að hluta byggð á dagbókarfærslum Kristínar Gerðar. Vændi ekki ástæða komu en afleiðing Í nýjustu ársskýrslu Stígamóta kemur fram að 17 einstaklingar sem leituðu til þeirra í fyrra sögðu ástæðuna vændi. Vegna þess hve langan tíma það tekur fyrir fólk að vinna úr vændi segir Drifa að hópurinn sé væntanlega stærri. Sem dæmi kemur fram í nýjustu ársskýrslu samtakanna að fimm af þeim sem leituðu til þeirra sögðu vændi eina afleiðingu ofbeldisins sem þau leituðu til samtakanna vegna, en ekki ástæðu komu. Samkvæmt því megi því gera ráð fyrir að alls hafi 22 leitað til þeirra vegna vændis árið 2023, en ekki 17. „Við tökum komuskýrslur hjá fólki sem kemur í fyrsta sinn. Það er mjög algengt að konur komi vegna einhvers annars, nauðgunar eða misnotkunar, en svo kemur þetta í ljós síðar. Þetta er falin tala og hefur í raun aldrei verið fjallað um umfangið á Íslandi,“ segir Drífa. Sjá einnig: Ræddu við 26 einstaklinga varðandi vændi og mansal Til að fá skýrari mynd af heildarfjölda allra einstaklinga sem eru þolendur vændis og sóttu viðtöl á Stígamótum árið 2023 var upplýsingum einnig safnað í ársskýrslunni um hversu margir þeirra sem voru í viðtölum á Stígamótum á árinu, en komu ekki í fyrsta viðtal það ár, hefðu verið í vændi eða klámiðnaði. Í skýrslunni segir að vitað hafi verið að árið 2023 voru í viðtölum 14 einstaklingar, 13 konur og einn karlmaður, sem höfðu verið í vændi og/eða klámiðnaði og leituðu í fyrsta skipti til Stígamóta fyrir árið 2023. Þetta er sami fjöldi og kom fram í ársskýrslu ársins 2022. Sjá einnig: Grunuðu nánast fjörutíu staði um mansal og vændisstarfsemi Þannig sé það staðfest að í það minnsta 36 af þeim 835 einstaklingum sem sóttu viðtöl á Stígamótum árið 2023 voru þolendur vændis og/eða klámiðnaðar. Í skýrslunni er einnig skoðað hvar vændið átti sér stað. Í flest skipti átti það sér stað á sameiginlegu heimili eða á heimili brotaþola. Karlar að gera konurnar sínar út „Það er oft erfitt að gera greinarmun á mansali og vændi. Algengasta mansalið sem við sjáum er konur sem hafa verið seldar mansali erlendis en eru komnar hingað sem hælisleitendur. Svo eru sumar sem hafa skilgreint það sem vændi ef þær þurfa að afhenda eða stunda kynlíf gegn því að fá pening í sambandi. Þetta getur verið það eða að það er verið að gera þig út á þínu einu heimili. Það geta verið kærastar, vinir eða makar sem eru að gera konur út hérna á Íslandi.“ Þetta eru tilvitnanir úr herferð Stígamóta í konur sem hafa sótt sér meðferð hjá þeim vegna vændis og úr bókinni Venjulegar konur eftir Brynhildi Björnsdóttur.Stígamót Í skýrslunni kemur einnig fram að það sé algengt að vændi eigi sér stað á heimili ofbeldismanns eða í heimahúsi. Þá er einnig talað um vinnustað, utandyra, á Internetinu. Þegar spurt er um stað á landinu kom svo í ljós að algengast væri að vændi ætti sér stað á höfuðborgarsvæðinu en þó voru einnig 18,2 prósent tilfella skráð erlendis. „Einhverjar hafa lent í vændi erlendis, verið búsettar þar.“ Fleiri sektir en dómar Drífa segir vændi að mörgu leyti vera samfélagslega þar sem kynferðislegt ofbeldi var fyrir tuttugu árum. „Þessu fylgir alveg ofboðsleg skömm. Fólk segir engum frá og það er eitthvað sem þarf að vinda ofan af. Á meðan þú getur engum sagt frá er mjög erfitt að leita sér hjálpar hjá lækni eða félagsþjónustu vegna vændis. Til að koma sér út úr vændinu eða skaðaminnka.“ Sjá einnig: Skýringar manns sem greiddi táningsstúlku fyrir kynmök fráleitar Á Íslandi er löggjöfin um vændi þannig að það er bannað að kaupa það en það má selja. Hegningarlögunum var breytt árið 2009 og er þessi leið yfirleitt kölluð „sænska leiðin“ því Svíar fóru fyrstir þessa leið. Á tímabilinu 2009 til 2023 voru til meðferðar hjá lögreglunni 562 mál sem vörðuðu kaup á vændi. Það kemur fram í svari dómsmálaráðuneytis við fyrirspurn Brynhildar Björnsdóttur, varaþingmanns Vinstri grænna, á þingi í fyrra. Í svarinu kom fram að ekki væri hægt að greina hvort niðurstaða máls hefði verið sekt eða sýkna en dæmt var í 104 málum. Alls fóru 82 mál í sektarmeðferð. Drífa segir það mikinn ágalla við íslensku löggjöfina að dómar séu alltaf nafnlausir og að sektargreiðslum sé beitt frekar en dómum um fangelsisvist. Það sé lítil fæling.Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tekur saman afbrotatölfræði reglulega. Í nýjustu skýrslu þeirra um kynferðisbrot kemur fram að árið 2010 voru skráð hjá lögreglunni 37 brot er vörðuðu vændi. Farið var í sérstakt átak árið 2013 og þá voru brotin 175. Þau hafa ekki verið jafn mörg síðan en voru þó 110 árið 2019. Fæst voru þau 2016 þegar þau voru fimm. Í fyrra voru skráð 19 mál og fyrstu sex mánuði þessa árs voru skráð 14 mál. Sjá einnig: Hræðist að segja frá háttsettum vændiskaupendum í þjóðfélaginu „Þetta er 500 hundruð þúsund sinnum skárra en það var áður. Fyrir breytingu á lögunum var hægt að stinga konum í fangelsi fyrir að selja sig. Við erum sem betur fer komin töluvert áleiðis frá því. Mér finnst lögin góð sem skilaboð því þannig er ábyrgðin lögð á þann sem ber ábyrgðina, kaupendurna og þá sem hafa milligöngu um vændi. En ekki þær sem eru gerðar út eða í svo jaðarsettri stöðu að þær fara út í vændi.“ Gallar í sænsku leiðinni Drífa segir þrátt fyrir þetta alvarlegan ágalla á lögunum og framkvæmd þeirra. „Allir dómar eru enn nafnlausir og þinghald lokað. Refsing er svo yfirleitt sektargreiðsla en ekki fangelsisvist þannig það þarf aldrei neinn að standa til svars fyrir það að hafa keypt vændi. Það er ósýnilegt. Þeir sem kaupa eru varðir alveg fram í rauðan dauðann.“ Þá segir hún enn skort á félagslegum lausnum fyrir þau sem eru í vændi, að þeim sé tryggt húsnæði og afkoma svo þau komist úr vændi. „Það er rosalega erfitt fyrir konur, en langflestar eru konur, að fara til félagsráðgjafans og útskýra hvernig þær eru búnar að vera algjörlega tekjulausar síðustu tvö árin. Það verður svo óyfirstíganlegt skref. Konur í vændi eru jaðarsettar konur. Það eru fátækar konur, konur í neyslu, greindarskertar konur eða konur með fötlun. Sem á að segja manni að það velur enginn á milli þess að vinna í banka eða vera í vændi. Þetta er ekki þannig og þó að það væri einhver sem hefði sjúklega gaman af þessu og fyndist þetta frábært, sem ég hef ekki hitt, þá er kostnaðurinn fyrir hina ekki þess virði að leyfa þetta. Sársaukinn og afleiðingarnar sem við sjáum á Stigamótum er slíkur að við hljótum að grípa til aðgerða og berjast gegn þessu.“ Sjá einnig: Nafngreindi manninn sem hélt vændiskonu og nauðgaði Hún segir vændi samfélagslegt vandamál, en líka einstaklingsvandamál. „Að búa í samfélagi þar sem það er viðurkennt að það sé hægt að kaupa sér aðgang að líkama annars, yfirleitt karlar að kaupa aðgang að líkama kvenna, hvað gerir það fyrir jafnrétti í samfélaginu ef það er bara viðurkennt?“
Vændi Kynferðisofbeldi Jafnréttismál Tengdar fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi, veikindadögum og lífeyrisgreiðslum eftir að ný lög þess efnis tóku gildi í dag. Í frétt Guardian segir að með lögunum sé búið að binda enda á mismunun gegn kynlífsverkafólki. 1. desember 2024 18:50 Meirihluti vændismála felldur niður Meirihluti vændiskaupamála sem hafa ratað á borð lögreglu á liðnum árum hefur verið felldur niður og á síðustu tveimur árum endaði einungis fjórðungur með sekt eða ákæru. Ríkislögreglustjóri segir forgangsraðað í þágu mála þar sem grunur er um mansal. 27. apríl 2022 19:10 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi, veikindadögum og lífeyrisgreiðslum eftir að ný lög þess efnis tóku gildi í dag. Í frétt Guardian segir að með lögunum sé búið að binda enda á mismunun gegn kynlífsverkafólki. 1. desember 2024 18:50
Meirihluti vændismála felldur niður Meirihluti vændiskaupamála sem hafa ratað á borð lögreglu á liðnum árum hefur verið felldur niður og á síðustu tveimur árum endaði einungis fjórðungur með sekt eða ákæru. Ríkislögreglustjóri segir forgangsraðað í þágu mála þar sem grunur er um mansal. 27. apríl 2022 19:10
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent