Stöndum við loforðin Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar 15. desember 2024 08:00 Á morgun verðum við að standa við loforðin sem við gáfum í gær. Árið 2024 er það heitasta í sögu mælinga. Útlit er fyrir að meðalhiti jarðar yfir árið verði 1,5°C meiri í ár en fyrir iðnbyltingu. Markmið heims er að halda hlýnun innan við 1,5°C frá þeim tíma, þetta er því áfall þó að vitað hafi verið í hvað stefndi. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að gera hvað við getum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og tilheyrandi raski á lofthjúpnum okkar allra, til að tryggja að þessar hitatölur verði ekki normið. Við Íslendingar höfum, líkt og aðrar þjóðir, skuldbundið okkur til loftslagsaðgerða. Við höfum lofað að draga úr svokallaðri samfélagslosun um 41% til ársins 2030, miðað við árið 2005. Tíminn er vissulega naumur en þetta er samt hægt, við höfum nú þegar náð 11% samdrætti. Það liggur skýrt fyrir hvaða athafnir okkar valda hve mikilli losun; 33% samfélagslosunar kemur frá vegasamgöngum, 22% frá landbúnaði og 17% frá fiskiskipum. Aðeins 7% koma frá orkuvinnslu sem er einstakt á heimsvísu. Aðrir flokkar vega enn minna. Bruni jarðefnaeldsneytis er ábyrgur fyrir helmingi samfélagslosunar okkar, 1,5 milljón tonnum árlega. Bruni þessarar olíu veldur ekki bara loftslagsáhrifum og loftmengun, heldur kostar þessi olía líka háar fjárhæðir eða um 65 milljarða kr. á ári hverju. Við verðum að hætta að nota jarðefnaeldsneyti. Í stað þess þarf að koma meiri endurnýjanleg orka. Loftslagsmál verða ekki rædd af neinu viti án þess að ræða orkumál og umræðan hefur farið batnandi. Við vefengjum ekki lengur þau vísindi sem rökstyðja og staðfesta loftslagsbreytingar af mannavöldum. Við ræðum þess í stað til hvaða aðgerða við eigum að grípa til að sporna við þeim. Það er mikil framför og við skulum gæta þess að fara ekki í gamla farið. Skilja vandann og vilja leysa hann Viðhorfskannanir sýna að 95% Íslendinga telja að loftslagsbreytingar séu af mannavöldum. 86% þjóðarinnar telja að loftslagsbreytingar séu vandamál og um 64% hafa miklar eða mjög miklar áhyggjur af umhverfismálum. Yngra fólk er líklegra til að vera áhyggjufullt en það sem eldra er.¹ Það vekur bjartsýni að um 80% telja að aðgerðir í loftslagsmálum muni skapa komandi kynslóðum betra líf og stuðla að bættri heilsu fólks. Rannsóknir sýna að stór hluti þjóðarinnar er tilbúinn til að leggja þó nokkuð á sig til að hafa áhrif til hins betra.² Öðrum málaflokkum er gjarnan teflt fram sem mikilvægari og brýnni. Verðbólga, heilbrigðismál og húsnæðismál eru sögð standa fólki nær. En er rétt að setja mál fram á þennan hátt? Loftslagsbreytingar hafa víðtæk áhrif á samfélög um allan heim. Þeim fylgir aukið álag á heilbrigðiskerfi, aukning fólksflutninga, auknar líkur á áföllum í landbúnaði og sjávarútvegi, sem og rof og skemmdir á innviðum. Jafnvel þótt við verðum ekki verst úti hér á landi þá stólum við á virðiskeðjur sem ná til annarra ríkja. Áföll þar hafa áhrif á framboð og verð matvæla og annarra landbúnaðarvara sem og aðrar nauðsynja- og neysluvörur. Þá eru ekki upptalin áhrifin á heilsu manna, aukin útbreiðsla sjúkdóma og hrikalegar afleiðingar á líf þeirra sem minnst hafa á milli handanna eða búa við ótryggustu aðstæðurnar. Raunhæf framtíðarsýn Aðgerðum gegn loftslagsbreytingum fylgja líka tækifæri. Þær hafa hraðað þróun endurnýjanlegs eldsneytis og gert sjálfbærar lausnir að raunhæfum kostum. Við getum aukið innlenda orkunotkun og dregið um leið úr notkun á orku sem framleidd er í öðrum ríkjum. Þannig spörum við háar fjárhæðir um leið og við bætum loftgæði. Aðgerðir gegn loftslagsbreytingum ýta undir nýsköpun og tækninýjungar á sviði endurnýjanlegrar orku og sjálfbærrar atvinnustarfsemi. Að lokum getur Ísland, með því að vera leiðandi í loftslagsaðgerðum, styrkt alþjóðlega stöðu sína og verið áfram ein þeirra þjóða sem litið er á sem fyrirmynd annarra í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Framtíðarsýn okkar hjá Landsvirkjun er sjálfbær heimur knúinn endurnýjanlegri orku. Við vitum að sú sýn okkar er raunhæf ef við höldum hlýnun jarðar í skefjum, í samræmi við skuldbindingar heimsbyggðarinnar. Jóhanna Hlín er forstöðumaður Loftslags og áhrifastýringar hjá Landsvirkjun. ¹ (PDF) Hvað finnst Íslendingum um umhverfismál og loftslagsbreytingar? Niðurstöður úr Alþjóðlegu viðhorfakönnuninni 2010 og 2020 ² Íslendingar eru reiðubúnir til aðgerða í loftslagsmálum - Loftslagsráð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Landsvirkjun Loftslagsmál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Á morgun verðum við að standa við loforðin sem við gáfum í gær. Árið 2024 er það heitasta í sögu mælinga. Útlit er fyrir að meðalhiti jarðar yfir árið verði 1,5°C meiri í ár en fyrir iðnbyltingu. Markmið heims er að halda hlýnun innan við 1,5°C frá þeim tíma, þetta er því áfall þó að vitað hafi verið í hvað stefndi. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að gera hvað við getum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og tilheyrandi raski á lofthjúpnum okkar allra, til að tryggja að þessar hitatölur verði ekki normið. Við Íslendingar höfum, líkt og aðrar þjóðir, skuldbundið okkur til loftslagsaðgerða. Við höfum lofað að draga úr svokallaðri samfélagslosun um 41% til ársins 2030, miðað við árið 2005. Tíminn er vissulega naumur en þetta er samt hægt, við höfum nú þegar náð 11% samdrætti. Það liggur skýrt fyrir hvaða athafnir okkar valda hve mikilli losun; 33% samfélagslosunar kemur frá vegasamgöngum, 22% frá landbúnaði og 17% frá fiskiskipum. Aðeins 7% koma frá orkuvinnslu sem er einstakt á heimsvísu. Aðrir flokkar vega enn minna. Bruni jarðefnaeldsneytis er ábyrgur fyrir helmingi samfélagslosunar okkar, 1,5 milljón tonnum árlega. Bruni þessarar olíu veldur ekki bara loftslagsáhrifum og loftmengun, heldur kostar þessi olía líka háar fjárhæðir eða um 65 milljarða kr. á ári hverju. Við verðum að hætta að nota jarðefnaeldsneyti. Í stað þess þarf að koma meiri endurnýjanleg orka. Loftslagsmál verða ekki rædd af neinu viti án þess að ræða orkumál og umræðan hefur farið batnandi. Við vefengjum ekki lengur þau vísindi sem rökstyðja og staðfesta loftslagsbreytingar af mannavöldum. Við ræðum þess í stað til hvaða aðgerða við eigum að grípa til að sporna við þeim. Það er mikil framför og við skulum gæta þess að fara ekki í gamla farið. Skilja vandann og vilja leysa hann Viðhorfskannanir sýna að 95% Íslendinga telja að loftslagsbreytingar séu af mannavöldum. 86% þjóðarinnar telja að loftslagsbreytingar séu vandamál og um 64% hafa miklar eða mjög miklar áhyggjur af umhverfismálum. Yngra fólk er líklegra til að vera áhyggjufullt en það sem eldra er.¹ Það vekur bjartsýni að um 80% telja að aðgerðir í loftslagsmálum muni skapa komandi kynslóðum betra líf og stuðla að bættri heilsu fólks. Rannsóknir sýna að stór hluti þjóðarinnar er tilbúinn til að leggja þó nokkuð á sig til að hafa áhrif til hins betra.² Öðrum málaflokkum er gjarnan teflt fram sem mikilvægari og brýnni. Verðbólga, heilbrigðismál og húsnæðismál eru sögð standa fólki nær. En er rétt að setja mál fram á þennan hátt? Loftslagsbreytingar hafa víðtæk áhrif á samfélög um allan heim. Þeim fylgir aukið álag á heilbrigðiskerfi, aukning fólksflutninga, auknar líkur á áföllum í landbúnaði og sjávarútvegi, sem og rof og skemmdir á innviðum. Jafnvel þótt við verðum ekki verst úti hér á landi þá stólum við á virðiskeðjur sem ná til annarra ríkja. Áföll þar hafa áhrif á framboð og verð matvæla og annarra landbúnaðarvara sem og aðrar nauðsynja- og neysluvörur. Þá eru ekki upptalin áhrifin á heilsu manna, aukin útbreiðsla sjúkdóma og hrikalegar afleiðingar á líf þeirra sem minnst hafa á milli handanna eða búa við ótryggustu aðstæðurnar. Raunhæf framtíðarsýn Aðgerðum gegn loftslagsbreytingum fylgja líka tækifæri. Þær hafa hraðað þróun endurnýjanlegs eldsneytis og gert sjálfbærar lausnir að raunhæfum kostum. Við getum aukið innlenda orkunotkun og dregið um leið úr notkun á orku sem framleidd er í öðrum ríkjum. Þannig spörum við háar fjárhæðir um leið og við bætum loftgæði. Aðgerðir gegn loftslagsbreytingum ýta undir nýsköpun og tækninýjungar á sviði endurnýjanlegrar orku og sjálfbærrar atvinnustarfsemi. Að lokum getur Ísland, með því að vera leiðandi í loftslagsaðgerðum, styrkt alþjóðlega stöðu sína og verið áfram ein þeirra þjóða sem litið er á sem fyrirmynd annarra í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Framtíðarsýn okkar hjá Landsvirkjun er sjálfbær heimur knúinn endurnýjanlegri orku. Við vitum að sú sýn okkar er raunhæf ef við höldum hlýnun jarðar í skefjum, í samræmi við skuldbindingar heimsbyggðarinnar. Jóhanna Hlín er forstöðumaður Loftslags og áhrifastýringar hjá Landsvirkjun. ¹ (PDF) Hvað finnst Íslendingum um umhverfismál og loftslagsbreytingar? Niðurstöður úr Alþjóðlegu viðhorfakönnuninni 2010 og 2020 ² Íslendingar eru reiðubúnir til aðgerða í loftslagsmálum - Loftslagsráð
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun