Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. desember 2024 14:59 Ari Hermóður Jafetsson var framkvæmdastjóri SVFR í fimm ár. SVFR Ari Hermóður Jafetsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur, var í morgun dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt í starfi sínu fyrir félagið. Ari Hermóður játaði brot sín sem voru framin árin 2017 og 2018. DV greindi fyrst frá niðurstöðu dómsins en hann hefur ekki verið birtur á vef héraðsdóms. Ari Hermóður var ákærður fyrir að hafa dregið sér tæplega 1,7 milljónir króna og viðhaft bókhaldsbrellur til að láta félagið greiða fyrir sig veiðileyfi og tannlæknakostnað. Ari Hermóður var framkvæmdastjóri SVFR frá árinu 2014 til 2019. Ara var meðal annars gefið að sök að hafa dregið sér rúmlega 900 þúsund krónur með því að gefa út kreditreikning vegna kaupa annars einstaklings á veiðileyfum í Haukadalsá. Þannig greiddi Ari Hermóður persónulegan kostnað sinn vegna tannlæknaþjónustu. Þá dró hann sér rúmlega 100 þúsund krónur af fjármunum stangaveiðifélagsins með sama hætti og áður, með því að gefa út kreditreikninga, á móti útgefnum reikningi sömu fjárhæðar vegna kaupa á veiðileyfunum í Laxá í Mývatnssveit. Með þessum hætti greiddi Ari Hermóður persónulegan kostnað sinn vegna veiðileyfanna. Fulltrúaráð félagsins stofnaði, að beiðni stjórnar, rannsóknarteymi í mars 2020 til að skoða málið. Í skýrslu teymisins var Ari sagður hafa braskað með veiðileyfi fyrir rúmlega 6 milljónir króna á árunum 2017-2018 til eigin hagsbóta og vina, þannig að andvirði veiðileyfanna rann ekki til félagsins. Vísir fjallaði ítarlega um stöðu mála hjá SVFR í desember 2020 þar sem voru uppi voru ólík sjónarmið um hvernig ætti að bregðast við og sömuleiðis hvernig brugðist hefði verið við eldri ábendingum um mögulegt misferli. Ari Hermóður hafði ekki heyrt af niðurstöðu skýrslunnar þegar Vísir ræddi við hann í desember 2020. Það kom honum í opna skjöldu að hafa ekki verið kallaður til og gefinn kostur á að gera grein fyrir einstaka liðum. Hann þyrfti að ráðfæra sig við lögfræðing því ásakanirnar kæmu honnm mjög á óvart. Hann kannaðist ekki við að hafa farið frjálslega með veiðileyfin. „Nei. Ég taldi þessa menn vini og afar sérkennilegt að hafa ekki verið gefinn kostur á að útskýra einstaka liði ef eitthvað er óljóst þar.“ Dómsmál Stangveiði Reykjavík Efnahagsbrot Félagasamtök Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
DV greindi fyrst frá niðurstöðu dómsins en hann hefur ekki verið birtur á vef héraðsdóms. Ari Hermóður var ákærður fyrir að hafa dregið sér tæplega 1,7 milljónir króna og viðhaft bókhaldsbrellur til að láta félagið greiða fyrir sig veiðileyfi og tannlæknakostnað. Ari Hermóður var framkvæmdastjóri SVFR frá árinu 2014 til 2019. Ara var meðal annars gefið að sök að hafa dregið sér rúmlega 900 þúsund krónur með því að gefa út kreditreikning vegna kaupa annars einstaklings á veiðileyfum í Haukadalsá. Þannig greiddi Ari Hermóður persónulegan kostnað sinn vegna tannlæknaþjónustu. Þá dró hann sér rúmlega 100 þúsund krónur af fjármunum stangaveiðifélagsins með sama hætti og áður, með því að gefa út kreditreikninga, á móti útgefnum reikningi sömu fjárhæðar vegna kaupa á veiðileyfunum í Laxá í Mývatnssveit. Með þessum hætti greiddi Ari Hermóður persónulegan kostnað sinn vegna veiðileyfanna. Fulltrúaráð félagsins stofnaði, að beiðni stjórnar, rannsóknarteymi í mars 2020 til að skoða málið. Í skýrslu teymisins var Ari sagður hafa braskað með veiðileyfi fyrir rúmlega 6 milljónir króna á árunum 2017-2018 til eigin hagsbóta og vina, þannig að andvirði veiðileyfanna rann ekki til félagsins. Vísir fjallaði ítarlega um stöðu mála hjá SVFR í desember 2020 þar sem voru uppi voru ólík sjónarmið um hvernig ætti að bregðast við og sömuleiðis hvernig brugðist hefði verið við eldri ábendingum um mögulegt misferli. Ari Hermóður hafði ekki heyrt af niðurstöðu skýrslunnar þegar Vísir ræddi við hann í desember 2020. Það kom honum í opna skjöldu að hafa ekki verið kallaður til og gefinn kostur á að gera grein fyrir einstaka liðum. Hann þyrfti að ráðfæra sig við lögfræðing því ásakanirnar kæmu honnm mjög á óvart. Hann kannaðist ekki við að hafa farið frjálslega með veiðileyfin. „Nei. Ég taldi þessa menn vini og afar sérkennilegt að hafa ekki verið gefinn kostur á að útskýra einstaka liði ef eitthvað er óljóst þar.“
Dómsmál Stangveiði Reykjavík Efnahagsbrot Félagasamtök Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent