Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. desember 2024 21:00 Rúllubaggabein sem finna má á mörgum sveitabæjum. Maðurinn býr í augsýn frá Hafdísi í grennd við Vopnafjörð. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem grunaður er um endurtekin ofbeldisverk þar á meðal tilraun til manndráps á hendur fyrrverandi sambýliskonu sinni tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ konunni. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum. Vísir greindi frá því í gær að Landsréttur hefði staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum til 10. janúar. Hann hefur ýmist verið í varðhaldi eða vistaður á sjúkrastofnunum frá því hann var handtekinn þann 16. október. Á borði héraðssaksóknara Rannsókn lögreglu á málinu lauk í nóvember og var málið sent til héraðssaksóknara. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um framhaldið hjá héraðssaksóknara en lögreglan rannsakaði málið sem tilraun til manndráps en til vara sem stórfellda líkamsárás. Fyrrverandi sambýliskona mannsins, Hafdís Bára Óskarsdóttir, steig fram í viðtali við Kastljós í vikunni og lýsti þar alvarlegu ofbeldi mannsins gegn henni. Hún sagði réttarkerfið hafa brugðist henni og nefndi í því samhengi höfnun á nálgunarbanni gagnvart honum aðeins nokkrum klukkustundum áður en hann réðst svo á hana. Þar sagði hún einnig manninn hafa ráðist að sér með járnkarli. Fram kemur í greinargerð lögreglunnar að um sé að ræða svokallaðan rúllubaggatein. Í greinargerð lögreglunnar sem fylgdi gæsluvarðhaldsúrskurði í málinu segir að talið sé að árásin hafi átt sér stað milli klukkan sex og hálf sjö um kvöldið 16. október síðastliðinn. Maðurinn hafi reynt að stinga konuna í kviðinn með járnkarli og reynt að kyrkja hana með verkfærinu með þeim afleiðingum að hún sá hvítt. Vitni hitti manninn Í úrskurðinum er einnig haft eftir vitni að það hafi komið að konunni liggjandi á gólfinu eftir að maðurinn var farinn. Hún hafi þá sagt manninn hafa ætlað að drepa sig. Maðurinn var handtekinn í kjölfarið en hann viðurkenndi á vettvangi að hafa ráðist á konuna. Í eldri gæsluvarðhaldsúrskurði, sem birtur hefur verið á vef Landsréttar, segir að vitni hafi greint frá því að maðurinn hafi tjáð honum, eftir árásina, að hann hafi ætlað að „kála henni“ og átt við Hafdísi. Karlmaðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald af héraðsdómi þann 19. október en sá úrskurður var kærður til Landsréttar og vísað til geðheilsu mannsins. Var óskað eftir vistun á sjúkrahúsi í staðinn. en fluttur tveimur dögum síðar á geðdeild Landspítalans vegna sjálfsvígshættu. Sérfræðingur á spítalanum sagði þörf á innlögn þar sem maðurinn væri með áfallastreituröskun, í sjálfsvígshættu og of veikur fyrir útskrift. Féllst Landsréttur á að vista manninn á geðdeild til 26. nóvember. Litið var til þess að hann kynni að verða sjálfum sér hættulegur ef hann útskrifaðist af sjúkrahúsi auk þess sem hann sagðist sjálfur óttast að verða öðrum hættulegur. Yfirlæknir á geðdeild sagði í símtali til lögreglu þann 8. nóvember að það væri mat lækna að maðurinn væri ekki lengur í bráðri sjálfsvígshættu heldur væri um landtímavanda að ræða. Mælti hann með meðferð hjá geðteymi fanga. Ekki væri þörf á innlögn á sjúkrahúsi. Þurfti lögregla því að gera nýja kröfu um gæsluvarðhald sem var samþykkt til 11. desember og svo endurnýjað til 10. janúar. Vopnafjörður Ofbeldi á Vopnafirði Lögreglumál Geðheilbrigði Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að Landsréttur hefði staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum til 10. janúar. Hann hefur ýmist verið í varðhaldi eða vistaður á sjúkrastofnunum frá því hann var handtekinn þann 16. október. Á borði héraðssaksóknara Rannsókn lögreglu á málinu lauk í nóvember og var málið sent til héraðssaksóknara. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um framhaldið hjá héraðssaksóknara en lögreglan rannsakaði málið sem tilraun til manndráps en til vara sem stórfellda líkamsárás. Fyrrverandi sambýliskona mannsins, Hafdís Bára Óskarsdóttir, steig fram í viðtali við Kastljós í vikunni og lýsti þar alvarlegu ofbeldi mannsins gegn henni. Hún sagði réttarkerfið hafa brugðist henni og nefndi í því samhengi höfnun á nálgunarbanni gagnvart honum aðeins nokkrum klukkustundum áður en hann réðst svo á hana. Þar sagði hún einnig manninn hafa ráðist að sér með járnkarli. Fram kemur í greinargerð lögreglunnar að um sé að ræða svokallaðan rúllubaggatein. Í greinargerð lögreglunnar sem fylgdi gæsluvarðhaldsúrskurði í málinu segir að talið sé að árásin hafi átt sér stað milli klukkan sex og hálf sjö um kvöldið 16. október síðastliðinn. Maðurinn hafi reynt að stinga konuna í kviðinn með járnkarli og reynt að kyrkja hana með verkfærinu með þeim afleiðingum að hún sá hvítt. Vitni hitti manninn Í úrskurðinum er einnig haft eftir vitni að það hafi komið að konunni liggjandi á gólfinu eftir að maðurinn var farinn. Hún hafi þá sagt manninn hafa ætlað að drepa sig. Maðurinn var handtekinn í kjölfarið en hann viðurkenndi á vettvangi að hafa ráðist á konuna. Í eldri gæsluvarðhaldsúrskurði, sem birtur hefur verið á vef Landsréttar, segir að vitni hafi greint frá því að maðurinn hafi tjáð honum, eftir árásina, að hann hafi ætlað að „kála henni“ og átt við Hafdísi. Karlmaðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald af héraðsdómi þann 19. október en sá úrskurður var kærður til Landsréttar og vísað til geðheilsu mannsins. Var óskað eftir vistun á sjúkrahúsi í staðinn. en fluttur tveimur dögum síðar á geðdeild Landspítalans vegna sjálfsvígshættu. Sérfræðingur á spítalanum sagði þörf á innlögn þar sem maðurinn væri með áfallastreituröskun, í sjálfsvígshættu og of veikur fyrir útskrift. Féllst Landsréttur á að vista manninn á geðdeild til 26. nóvember. Litið var til þess að hann kynni að verða sjálfum sér hættulegur ef hann útskrifaðist af sjúkrahúsi auk þess sem hann sagðist sjálfur óttast að verða öðrum hættulegur. Yfirlæknir á geðdeild sagði í símtali til lögreglu þann 8. nóvember að það væri mat lækna að maðurinn væri ekki lengur í bráðri sjálfsvígshættu heldur væri um landtímavanda að ræða. Mælti hann með meðferð hjá geðteymi fanga. Ekki væri þörf á innlögn á sjúkrahúsi. Þurfti lögregla því að gera nýja kröfu um gæsluvarðhald sem var samþykkt til 11. desember og svo endurnýjað til 10. janúar.
Vopnafjörður Ofbeldi á Vopnafirði Lögreglumál Geðheilbrigði Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira