Þetta var ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 13. desember 2024 23:32 Það er ótækt að stjórnendur Reykjavíkur og skipulagsmála í borginni segist vera undrandi, skilji ekkert í þessu, tali um „fíaskó” og segi framkvæmdir sem voru beinlínis skipulagðar af borginni vera í andstöðu við stefnu borgarinnar. Reyndar kom undrunin heldur seint og ekki eftir ábendingar íbúa, sem eins og jafnan máttu sín lítils gagnvart yfirvöldum og fengu yfirleitt engin svör. Áhyggjur borgaryfirvalda voru engar fyrr en fjölmiðlaumfjöllun var orðin óþægileg. Skemman sem byggð var fyrir blokkina í Breiðholti var ekki skipulagsslys. Slys eru ekki skipulögð. Skemman var í samræmi við stefnu borgaryfirvalda. Fyrirtækið sem byggði skemmuna upplýsti m.a.s. um að borgin hefði viljað hafa hana enn stærri. Umsókn um að draga úr byggingarmagni (úr 15.000 fm í 11.500) hefði verið hafnað. Samt var umfangið minnkað en greitt fyrir eins og byggt hefði verið að fullu. Í þessu birtist ein af ástæðunum fyrir þessari uppákomu og ótal mörgum öðrum. Linnulaus hallarekstur borgarinnar hefur gert hana háða sölu byggingarréttar. En ekki hvar sem er. Það verður nefnilega að byggja sem mest á svo kölluðum „þéttingarreitum”, í samræmi við stefnuna um þéttingu byggðar og Borgarlínu. Loks er þetta afleiðing af virðingarleysi borgaryfirvalda gagnvart íbúunum. Í Reykjavík samtímans eru þeir til fyrir borgina, ekki öfugt. Þetta er þó ekki nýtilkomið. Áður en ég hóf þátttöku í stjórnmálum tók ég myndir sem fylgja hér að ofan til að sýna hvernig það væri orðin stefna borgarinnar að grafa út heilu lóðirnar (eða nokkrar saman) í miðbænum og byggja út að lóðamörkum (og stundum meira). Ef þetta hefði verið gert á öllum lóðum væri byggðin bara einn stór klumpur. Eftir að þéttingarstefnan færðist í aukana hefur verið byggt fyrir útsýni fólks um alla borg á svæðum sem áttu að vera græn en ekki byggingarreitir. Byggt er þétt upp að umferðargötum (eða flugvelli) þ.a. gluggar megi jafnvel ekki vera með opnanleg fög. Bílastæðum er haldið í lágmarki og eiga helst engin að vera svo þvinga megi fólk í hinum dýru bílastæðalausu íbúðum upp í Borgarlínu. Allt er þetta gert samkvæmt kreddum og án tengingar við raunveruleikann og eðli borgarinnar. Raunar líka án tengingar við mannlegt eðli. Afleiðingarnar birtast loks ljóslega í framkvæmdum eins og þeim sem hafa verið til umfjöllunar undanfarna daga. Litið er fram hjá áhyggjum íbúa og ekki brugðist við fyrr en skaðinn er skeður. Þegar raunveruleikinn blasir við skilja þeir sem skipulögðu allt saman ekki neitt í neinu og tala um „fíaskó” sem þurfi einhvern veginn að bregðast við. Þó líklega ekki með breyttri stefnu. Höfundur er formaður Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skipulag Reykjavík Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er ótækt að stjórnendur Reykjavíkur og skipulagsmála í borginni segist vera undrandi, skilji ekkert í þessu, tali um „fíaskó” og segi framkvæmdir sem voru beinlínis skipulagðar af borginni vera í andstöðu við stefnu borgarinnar. Reyndar kom undrunin heldur seint og ekki eftir ábendingar íbúa, sem eins og jafnan máttu sín lítils gagnvart yfirvöldum og fengu yfirleitt engin svör. Áhyggjur borgaryfirvalda voru engar fyrr en fjölmiðlaumfjöllun var orðin óþægileg. Skemman sem byggð var fyrir blokkina í Breiðholti var ekki skipulagsslys. Slys eru ekki skipulögð. Skemman var í samræmi við stefnu borgaryfirvalda. Fyrirtækið sem byggði skemmuna upplýsti m.a.s. um að borgin hefði viljað hafa hana enn stærri. Umsókn um að draga úr byggingarmagni (úr 15.000 fm í 11.500) hefði verið hafnað. Samt var umfangið minnkað en greitt fyrir eins og byggt hefði verið að fullu. Í þessu birtist ein af ástæðunum fyrir þessari uppákomu og ótal mörgum öðrum. Linnulaus hallarekstur borgarinnar hefur gert hana háða sölu byggingarréttar. En ekki hvar sem er. Það verður nefnilega að byggja sem mest á svo kölluðum „þéttingarreitum”, í samræmi við stefnuna um þéttingu byggðar og Borgarlínu. Loks er þetta afleiðing af virðingarleysi borgaryfirvalda gagnvart íbúunum. Í Reykjavík samtímans eru þeir til fyrir borgina, ekki öfugt. Þetta er þó ekki nýtilkomið. Áður en ég hóf þátttöku í stjórnmálum tók ég myndir sem fylgja hér að ofan til að sýna hvernig það væri orðin stefna borgarinnar að grafa út heilu lóðirnar (eða nokkrar saman) í miðbænum og byggja út að lóðamörkum (og stundum meira). Ef þetta hefði verið gert á öllum lóðum væri byggðin bara einn stór klumpur. Eftir að þéttingarstefnan færðist í aukana hefur verið byggt fyrir útsýni fólks um alla borg á svæðum sem áttu að vera græn en ekki byggingarreitir. Byggt er þétt upp að umferðargötum (eða flugvelli) þ.a. gluggar megi jafnvel ekki vera með opnanleg fög. Bílastæðum er haldið í lágmarki og eiga helst engin að vera svo þvinga megi fólk í hinum dýru bílastæðalausu íbúðum upp í Borgarlínu. Allt er þetta gert samkvæmt kreddum og án tengingar við raunveruleikann og eðli borgarinnar. Raunar líka án tengingar við mannlegt eðli. Afleiðingarnar birtast loks ljóslega í framkvæmdum eins og þeim sem hafa verið til umfjöllunar undanfarna daga. Litið er fram hjá áhyggjum íbúa og ekki brugðist við fyrr en skaðinn er skeður. Þegar raunveruleikinn blasir við skilja þeir sem skipulögðu allt saman ekki neitt í neinu og tala um „fíaskó” sem þurfi einhvern veginn að bregðast við. Þó líklega ekki með breyttri stefnu. Höfundur er formaður Miðflokksins
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar