Þetta var ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 13. desember 2024 23:32 Það er ótækt að stjórnendur Reykjavíkur og skipulagsmála í borginni segist vera undrandi, skilji ekkert í þessu, tali um „fíaskó” og segi framkvæmdir sem voru beinlínis skipulagðar af borginni vera í andstöðu við stefnu borgarinnar. Reyndar kom undrunin heldur seint og ekki eftir ábendingar íbúa, sem eins og jafnan máttu sín lítils gagnvart yfirvöldum og fengu yfirleitt engin svör. Áhyggjur borgaryfirvalda voru engar fyrr en fjölmiðlaumfjöllun var orðin óþægileg. Skemman sem byggð var fyrir blokkina í Breiðholti var ekki skipulagsslys. Slys eru ekki skipulögð. Skemman var í samræmi við stefnu borgaryfirvalda. Fyrirtækið sem byggði skemmuna upplýsti m.a.s. um að borgin hefði viljað hafa hana enn stærri. Umsókn um að draga úr byggingarmagni (úr 15.000 fm í 11.500) hefði verið hafnað. Samt var umfangið minnkað en greitt fyrir eins og byggt hefði verið að fullu. Í þessu birtist ein af ástæðunum fyrir þessari uppákomu og ótal mörgum öðrum. Linnulaus hallarekstur borgarinnar hefur gert hana háða sölu byggingarréttar. En ekki hvar sem er. Það verður nefnilega að byggja sem mest á svo kölluðum „þéttingarreitum”, í samræmi við stefnuna um þéttingu byggðar og Borgarlínu. Loks er þetta afleiðing af virðingarleysi borgaryfirvalda gagnvart íbúunum. Í Reykjavík samtímans eru þeir til fyrir borgina, ekki öfugt. Þetta er þó ekki nýtilkomið. Áður en ég hóf þátttöku í stjórnmálum tók ég myndir sem fylgja hér að ofan til að sýna hvernig það væri orðin stefna borgarinnar að grafa út heilu lóðirnar (eða nokkrar saman) í miðbænum og byggja út að lóðamörkum (og stundum meira). Ef þetta hefði verið gert á öllum lóðum væri byggðin bara einn stór klumpur. Eftir að þéttingarstefnan færðist í aukana hefur verið byggt fyrir útsýni fólks um alla borg á svæðum sem áttu að vera græn en ekki byggingarreitir. Byggt er þétt upp að umferðargötum (eða flugvelli) þ.a. gluggar megi jafnvel ekki vera með opnanleg fög. Bílastæðum er haldið í lágmarki og eiga helst engin að vera svo þvinga megi fólk í hinum dýru bílastæðalausu íbúðum upp í Borgarlínu. Allt er þetta gert samkvæmt kreddum og án tengingar við raunveruleikann og eðli borgarinnar. Raunar líka án tengingar við mannlegt eðli. Afleiðingarnar birtast loks ljóslega í framkvæmdum eins og þeim sem hafa verið til umfjöllunar undanfarna daga. Litið er fram hjá áhyggjum íbúa og ekki brugðist við fyrr en skaðinn er skeður. Þegar raunveruleikinn blasir við skilja þeir sem skipulögðu allt saman ekki neitt í neinu og tala um „fíaskó” sem þurfi einhvern veginn að bregðast við. Þó líklega ekki með breyttri stefnu. Höfundur er formaður Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skipulag Reykjavík Mest lesið Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ótækt að stjórnendur Reykjavíkur og skipulagsmála í borginni segist vera undrandi, skilji ekkert í þessu, tali um „fíaskó” og segi framkvæmdir sem voru beinlínis skipulagðar af borginni vera í andstöðu við stefnu borgarinnar. Reyndar kom undrunin heldur seint og ekki eftir ábendingar íbúa, sem eins og jafnan máttu sín lítils gagnvart yfirvöldum og fengu yfirleitt engin svör. Áhyggjur borgaryfirvalda voru engar fyrr en fjölmiðlaumfjöllun var orðin óþægileg. Skemman sem byggð var fyrir blokkina í Breiðholti var ekki skipulagsslys. Slys eru ekki skipulögð. Skemman var í samræmi við stefnu borgaryfirvalda. Fyrirtækið sem byggði skemmuna upplýsti m.a.s. um að borgin hefði viljað hafa hana enn stærri. Umsókn um að draga úr byggingarmagni (úr 15.000 fm í 11.500) hefði verið hafnað. Samt var umfangið minnkað en greitt fyrir eins og byggt hefði verið að fullu. Í þessu birtist ein af ástæðunum fyrir þessari uppákomu og ótal mörgum öðrum. Linnulaus hallarekstur borgarinnar hefur gert hana háða sölu byggingarréttar. En ekki hvar sem er. Það verður nefnilega að byggja sem mest á svo kölluðum „þéttingarreitum”, í samræmi við stefnuna um þéttingu byggðar og Borgarlínu. Loks er þetta afleiðing af virðingarleysi borgaryfirvalda gagnvart íbúunum. Í Reykjavík samtímans eru þeir til fyrir borgina, ekki öfugt. Þetta er þó ekki nýtilkomið. Áður en ég hóf þátttöku í stjórnmálum tók ég myndir sem fylgja hér að ofan til að sýna hvernig það væri orðin stefna borgarinnar að grafa út heilu lóðirnar (eða nokkrar saman) í miðbænum og byggja út að lóðamörkum (og stundum meira). Ef þetta hefði verið gert á öllum lóðum væri byggðin bara einn stór klumpur. Eftir að þéttingarstefnan færðist í aukana hefur verið byggt fyrir útsýni fólks um alla borg á svæðum sem áttu að vera græn en ekki byggingarreitir. Byggt er þétt upp að umferðargötum (eða flugvelli) þ.a. gluggar megi jafnvel ekki vera með opnanleg fög. Bílastæðum er haldið í lágmarki og eiga helst engin að vera svo þvinga megi fólk í hinum dýru bílastæðalausu íbúðum upp í Borgarlínu. Allt er þetta gert samkvæmt kreddum og án tengingar við raunveruleikann og eðli borgarinnar. Raunar líka án tengingar við mannlegt eðli. Afleiðingarnar birtast loks ljóslega í framkvæmdum eins og þeim sem hafa verið til umfjöllunar undanfarna daga. Litið er fram hjá áhyggjum íbúa og ekki brugðist við fyrr en skaðinn er skeður. Þegar raunveruleikinn blasir við skilja þeir sem skipulögðu allt saman ekki neitt í neinu og tala um „fíaskó” sem þurfi einhvern veginn að bregðast við. Þó líklega ekki með breyttri stefnu. Höfundur er formaður Miðflokksins
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun