Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. desember 2024 21:00 Þessi mynd er tekin yfir Randolph í New Jersey miðvikudaginn 4. desember. Flygildi sést bera við himininn ofarlega til vinstri. TMX/AP Íbúar í New Jersey furða sig á dularfullum flygildum sem lýst hafa upp næturhimininn yfir ríkinu undanfarnar vikur. Stjórnvöld segja ekkert benda til þess að hætta sé á ferðum - en hafa ekki náð að stöðva samsæriskenningar, sem náð hafa miklu flugi. Nær mánuður er síðan fregnir hófu að berast af flygildunum, sem gjarnan birtast nokkur saman og úr fjarska virðast þau helst líkjast fjarstýrðum drónum. Þau sáust fyrst yfir Raritan-ánni í New Jersey, á sem rennur í eitt stærsta vatnsból ríkisins. Flygildin skutu svo upp kollinum víðar, meðal annars í grennd við rannsóknarstöð Bandaríkjahers og nálægt golfvelli í eigu Donalds Trump. Sjá má myndskeið sem almenningur hefur tekið af hinum meintu drónum í fréttinni hér fyrir neðan. Skilja hvorki upp né niður í flygildunum Íbúar sem fylgst hafa með flygildunum urðu fljótt forviða. „Þetta olli mér engum áhyggjum í fyrstu. Ég pældi ekkert í þessu þangað til þeir fóru að birtast á hverju kvöldi, á sama tíma, á sama stað. Ég hugsaði því með mér að þarna hlyti að vera í gangi einhvers konar heræfing,“ segir Trisha Bushey frá Clinton í New Jersey. Christopher Stadulis, nágranni hennar í Clinton og sérlegur sérfræðingur í drónum að sögn AP-fréttaveitunnar sem ræðir við þau bæði, telur ljóst að ekki sé allt með felldu. „Það blasir við að þetta eru ekki venjulegar flugvélar. Hér á þessu svæði er ekki svona mikil flugumferð. Þannig að það lítur út fyrir að sum þessar flygilda séu loftför sem ekki er hægt að gera grein fyrir,“ segir Stadulis. Samsæriskenningar fá byr undir báða vængi Alvara færðist svo í leikinn í vikunni þegar stjórnvöld staðfestu að þau væru með málið á sínu borði og tækju það föstum tökum. John Kirby talsmaður þjóðaröryggisráðs sagði á blaðamannafundi í vikunni að ýmislegt benti til þess að mörg flygildanna væru mönnuð loftför í fullum rétti í bandarískri lofthelgi. „Ef upplýsingar berast sem breyta þeirri skilgreiningu, þá, almáttugur minn, verðið þið [fréttamenn] þau fyrstu sem við hnippum í. En eins og staðan er núna bendir ekkert til þess að hér séu á ferðinni hættuleg, erlend afskipti, eða nokkuð glæpsamlegt yfir höfuð,“ sagði Kirby. Íbúum, sem og ráðamönnum, í New Jersey þykir þó enn mörgum spurningum ósvarað í málinu, sem alríkislögreglan og heimavarnaráðuneytið eru með til rannsóknar. Og fjölbreyttar samsæriskenningar hafa náð flugi þó að stjórnvöld vísi þeim öllum á bug, enginn fótur sé fyrir þeim. Sumir telja drónana á vegum íransks móðurskips á Atlantshafi (ekkert slíkt skip er á þeim slóðum) og aðrir telja að flygildin séu á vegum leyniþjónustunnar til að gæta áðurnefnds golfvallar Trumps. Hann gaf sjálfur samsæriskenningum byr undir báða vængi á samfélagsmiðlum í gær. „Upplýsið almenning, tafarlaust. Að öðrum kosti, skjótið drónana niður!!!“, skrifaði hinn verðandi forseti á Truth Social. Bandaríkin Donald Trump Öryggis- og varnarmál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Nær mánuður er síðan fregnir hófu að berast af flygildunum, sem gjarnan birtast nokkur saman og úr fjarska virðast þau helst líkjast fjarstýrðum drónum. Þau sáust fyrst yfir Raritan-ánni í New Jersey, á sem rennur í eitt stærsta vatnsból ríkisins. Flygildin skutu svo upp kollinum víðar, meðal annars í grennd við rannsóknarstöð Bandaríkjahers og nálægt golfvelli í eigu Donalds Trump. Sjá má myndskeið sem almenningur hefur tekið af hinum meintu drónum í fréttinni hér fyrir neðan. Skilja hvorki upp né niður í flygildunum Íbúar sem fylgst hafa með flygildunum urðu fljótt forviða. „Þetta olli mér engum áhyggjum í fyrstu. Ég pældi ekkert í þessu þangað til þeir fóru að birtast á hverju kvöldi, á sama tíma, á sama stað. Ég hugsaði því með mér að þarna hlyti að vera í gangi einhvers konar heræfing,“ segir Trisha Bushey frá Clinton í New Jersey. Christopher Stadulis, nágranni hennar í Clinton og sérlegur sérfræðingur í drónum að sögn AP-fréttaveitunnar sem ræðir við þau bæði, telur ljóst að ekki sé allt með felldu. „Það blasir við að þetta eru ekki venjulegar flugvélar. Hér á þessu svæði er ekki svona mikil flugumferð. Þannig að það lítur út fyrir að sum þessar flygilda séu loftför sem ekki er hægt að gera grein fyrir,“ segir Stadulis. Samsæriskenningar fá byr undir báða vængi Alvara færðist svo í leikinn í vikunni þegar stjórnvöld staðfestu að þau væru með málið á sínu borði og tækju það föstum tökum. John Kirby talsmaður þjóðaröryggisráðs sagði á blaðamannafundi í vikunni að ýmislegt benti til þess að mörg flygildanna væru mönnuð loftför í fullum rétti í bandarískri lofthelgi. „Ef upplýsingar berast sem breyta þeirri skilgreiningu, þá, almáttugur minn, verðið þið [fréttamenn] þau fyrstu sem við hnippum í. En eins og staðan er núna bendir ekkert til þess að hér séu á ferðinni hættuleg, erlend afskipti, eða nokkuð glæpsamlegt yfir höfuð,“ sagði Kirby. Íbúum, sem og ráðamönnum, í New Jersey þykir þó enn mörgum spurningum ósvarað í málinu, sem alríkislögreglan og heimavarnaráðuneytið eru með til rannsóknar. Og fjölbreyttar samsæriskenningar hafa náð flugi þó að stjórnvöld vísi þeim öllum á bug, enginn fótur sé fyrir þeim. Sumir telja drónana á vegum íransks móðurskips á Atlantshafi (ekkert slíkt skip er á þeim slóðum) og aðrir telja að flygildin séu á vegum leyniþjónustunnar til að gæta áðurnefnds golfvallar Trumps. Hann gaf sjálfur samsæriskenningum byr undir báða vængi á samfélagsmiðlum í gær. „Upplýsið almenning, tafarlaust. Að öðrum kosti, skjótið drónana niður!!!“, skrifaði hinn verðandi forseti á Truth Social.
Bandaríkin Donald Trump Öryggis- og varnarmál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira