Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. desember 2024 11:44 Íslendingar veltu fyrir sér Tyrkjaráninu, vöxtum, jarðhræringum á Reykjanesskaga og fyrirbærinu starfsstjórn á árinu sem er að líða. Vísir/Vilhelm Vísindavefurinn hefur tekið saman þau svör á vefnum sem voru mest lesin árið 2024. Fólk var mikið að pæla í eldgosum, vöxtum og starfsstjórn. Þá vekur athygli hve margir lásu um börn íslenskra kvenna og Tyrkjaránsmanna. Vísindavefur Háskóla Íslands geymir stórt safn svara fræðimanna um alls konar málefni og bætast ný svör við í hverri viku. Þegar listinn yfir vinsælustu svörin er skoðaður sést að umbrotin á Reykjanesskaga voru enn ofarlega í huga fólks - þó ekki jafn ofarlega og þau voru í huga fólks í fyrra þegar meirihluti vinsælustu svaranna tengdist þeim. Óvæntasta svarið á topplistanum fjallar um það hvort Tyrkjaránsmenn hafi eignast börn með íslenskum konum. Það helst þó í hendur við þá þróun að áhugi lesenda vefsins á 16. og 17. öldinni virðist farinn að aukast á kostnað landnámsaldar og birtist í lestri á svörum um Tyrkjaránið, galdrafárið og Stóradóm. Samkvæmt ritstjórn vefsins voru þessi fimm svör mest lesin á árinu: Hvað hefur gosið oft á Reykjanesskaga síðan 2021 og hversu stór hafa gosin verið? eftir Magnús Tuma Guðmundsson og Jón Gunnar Þorsteinsson Hvað er starfsstjórn og hvaða reglur gilda um hana? eftir Hafstein Þór Hauksson Hvers vegna var talið óhætt að flytja til Eyja skömmu eftir gos, meðan Grindavík er nú varanlega ótraust? eftir Pál Einarsson Hvor verður fyrri til að greiða upp jafnhá lán á sömu vöxtum, sá sem tekur verðtryggt lán eða sá sem tekur óverðtryggt? eftir Gylfa Magnússon Er vitað til þess að Tyrkjaránsmenn hafi eignast börn með íslenskum konum? eftir Má Jónsson Fasismi, popúlismi og forseti Íslands Þá segja umsjónarmenn vefsins að stjórnmálafræði sé senuþjófur ársins og að svör um kosningar og stjórnmál hafi sjaldan eða aldrei verið meira lesin á Vísindavefnum. Það er ekki skrítið í ljósi þess hve margar kosningar voru haldnar árinu, forsetakosningar hérlendis og í Bandaríkjunum í sumar og svo Alþingiskosningar í lok nóvember. Mest lesnu svörin um stjórnmálafræði fjölluðu flest um almenn stjórnmálafræðihugtök, lýðræði, fasisma og popúlisma, en einnig hafði fólk mikinn áhuga á forsetaembættinu. Hér má sjá þau sjö sem voru mest lesin: Hvað er lýðræði? eftir Ólaf Pál Jónsson Hvað er fasismi? eftir Hrafnkel Tjörva Stefánsson Hvað merkja hugtökin hægri og vinstri í stjórnmálum? eftir Huldu Þórisdóttur Hvað er popúlismi? eftir Stefaníu Óskarsdóttur Hver eru árslaun forseta Íslands og hvaða fríðindi fylgja starfinu? eftir Björn Reyni Halldórsson Hvað gerir forseti Íslands og hvaða völd hefur hann? eftir Guðna Th. Jóhannesson Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi? eftir Þorkel Helgason Íslendingar þyrstir í upplýsingar Umferð um Vísindavefinn var sambærileg síðustu tveimur árum að sögn ritstjórnar vefsins. „Árlegar heimsóknir á árinu 2024 voru um tvær og hálf milljón og flettingar rúmar þrjár milljónir. Að meðaltali heimsækja um sjö þúsund manns Vísindavefinn daglega og fletta þar tæplega níu þúsund síðum,“ segir í umfjöllun vefsins. Þar segir að gera megi ráð fyrir að þrettán prósent þjóðarinnar heimsæki vefinn í hverri viku. Vísindi Háskólar Eldgos og jarðhræringar Forseti Íslands Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Sjá meira
Vísindavefur Háskóla Íslands geymir stórt safn svara fræðimanna um alls konar málefni og bætast ný svör við í hverri viku. Þegar listinn yfir vinsælustu svörin er skoðaður sést að umbrotin á Reykjanesskaga voru enn ofarlega í huga fólks - þó ekki jafn ofarlega og þau voru í huga fólks í fyrra þegar meirihluti vinsælustu svaranna tengdist þeim. Óvæntasta svarið á topplistanum fjallar um það hvort Tyrkjaránsmenn hafi eignast börn með íslenskum konum. Það helst þó í hendur við þá þróun að áhugi lesenda vefsins á 16. og 17. öldinni virðist farinn að aukast á kostnað landnámsaldar og birtist í lestri á svörum um Tyrkjaránið, galdrafárið og Stóradóm. Samkvæmt ritstjórn vefsins voru þessi fimm svör mest lesin á árinu: Hvað hefur gosið oft á Reykjanesskaga síðan 2021 og hversu stór hafa gosin verið? eftir Magnús Tuma Guðmundsson og Jón Gunnar Þorsteinsson Hvað er starfsstjórn og hvaða reglur gilda um hana? eftir Hafstein Þór Hauksson Hvers vegna var talið óhætt að flytja til Eyja skömmu eftir gos, meðan Grindavík er nú varanlega ótraust? eftir Pál Einarsson Hvor verður fyrri til að greiða upp jafnhá lán á sömu vöxtum, sá sem tekur verðtryggt lán eða sá sem tekur óverðtryggt? eftir Gylfa Magnússon Er vitað til þess að Tyrkjaránsmenn hafi eignast börn með íslenskum konum? eftir Má Jónsson Fasismi, popúlismi og forseti Íslands Þá segja umsjónarmenn vefsins að stjórnmálafræði sé senuþjófur ársins og að svör um kosningar og stjórnmál hafi sjaldan eða aldrei verið meira lesin á Vísindavefnum. Það er ekki skrítið í ljósi þess hve margar kosningar voru haldnar árinu, forsetakosningar hérlendis og í Bandaríkjunum í sumar og svo Alþingiskosningar í lok nóvember. Mest lesnu svörin um stjórnmálafræði fjölluðu flest um almenn stjórnmálafræðihugtök, lýðræði, fasisma og popúlisma, en einnig hafði fólk mikinn áhuga á forsetaembættinu. Hér má sjá þau sjö sem voru mest lesin: Hvað er lýðræði? eftir Ólaf Pál Jónsson Hvað er fasismi? eftir Hrafnkel Tjörva Stefánsson Hvað merkja hugtökin hægri og vinstri í stjórnmálum? eftir Huldu Þórisdóttur Hvað er popúlismi? eftir Stefaníu Óskarsdóttur Hver eru árslaun forseta Íslands og hvaða fríðindi fylgja starfinu? eftir Björn Reyni Halldórsson Hvað gerir forseti Íslands og hvaða völd hefur hann? eftir Guðna Th. Jóhannesson Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi? eftir Þorkel Helgason Íslendingar þyrstir í upplýsingar Umferð um Vísindavefinn var sambærileg síðustu tveimur árum að sögn ritstjórnar vefsins. „Árlegar heimsóknir á árinu 2024 voru um tvær og hálf milljón og flettingar rúmar þrjár milljónir. Að meðaltali heimsækja um sjö þúsund manns Vísindavefinn daglega og fletta þar tæplega níu þúsund síðum,“ segir í umfjöllun vefsins. Þar segir að gera megi ráð fyrir að þrettán prósent þjóðarinnar heimsæki vefinn í hverri viku.
Vísindi Háskólar Eldgos og jarðhræringar Forseti Íslands Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Sjá meira