Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 16. desember 2024 13:19 Virði Bitcoin hafði í nótt hækkað um 192 prósent á þessu ári. AP/Kin Cheung Virði rafmyntarinnar Bitcoin náði nýjum hæðum í gærkvöldi. Það var eftir að Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn að hann myndi koma á laggirnar rafmyntarforða Bandaríkjanna. Við það skaust virði Bitcoin, sem er þekktasta rafmynt heims, upp og fór það í fyrsta sinn upp fyrir 106 þúsund dali. Þegar virðið fór hvað hæst var það um 14,7 milljónir króna, fyrir eina Bitcoin. Síðan þá hefur virðið lækkað aftur lítillega. Eins og fram kemur í frétt Reuters hafði virði Bitcoin, þegar mest var, hækkað um 192 prósent á þessu ári. Fréttaveitan segir að þessar hækkanir megi að miklu leyti rekja til væntinga fjárfesta til ríkisstjórnar Donalds Trump. Virðið hefur hækkað um rúm fimmtíu prósent frá því hann sigraði forsetakosningarnar í nóvember. Búist er við því að hann og aðstoðarmenn hans muni auðvelda regluverk og bæta viðhorf fólks til rafmynta. Þó hann hafi á árum áður talað um rafmyntir sem svikamyllu hefur viðhorf Trumps til þeirra breyst mjög. Sérfræðingar telja að ríkisstjórnir eigi um 2,2 prósent af öllum Bitcoin-forða heimsins og þar af eigi Bandaríkin nærri því tvö hundruð þúsund myntir. Rafmyntir Donald Trump Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Við það skaust virði Bitcoin, sem er þekktasta rafmynt heims, upp og fór það í fyrsta sinn upp fyrir 106 þúsund dali. Þegar virðið fór hvað hæst var það um 14,7 milljónir króna, fyrir eina Bitcoin. Síðan þá hefur virðið lækkað aftur lítillega. Eins og fram kemur í frétt Reuters hafði virði Bitcoin, þegar mest var, hækkað um 192 prósent á þessu ári. Fréttaveitan segir að þessar hækkanir megi að miklu leyti rekja til væntinga fjárfesta til ríkisstjórnar Donalds Trump. Virðið hefur hækkað um rúm fimmtíu prósent frá því hann sigraði forsetakosningarnar í nóvember. Búist er við því að hann og aðstoðarmenn hans muni auðvelda regluverk og bæta viðhorf fólks til rafmynta. Þó hann hafi á árum áður talað um rafmyntir sem svikamyllu hefur viðhorf Trumps til þeirra breyst mjög. Sérfræðingar telja að ríkisstjórnir eigi um 2,2 prósent af öllum Bitcoin-forða heimsins og þar af eigi Bandaríkin nærri því tvö hundruð þúsund myntir.
Rafmyntir Donald Trump Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira