Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. desember 2024 22:50 Logi Bergmann er eiginmaður sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og búsettur í Washington. Vísir/Samsett Logi Bergmann, fjölmiðlamaður og eiginmaður sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, segir það ólíklegt að dularfull flygildi sem skotið hafa upp kollinum í skjóli nætur í New Jersey-ríki séu í heimsókn frá öðrum hnetti. Logi er búsettur í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, og hefur fylgst með fréttaflutningi af þessum huldufullu fljúgandi fyrirbærum sem herjað hafa á íbúa og fengið samsærisspekúlanta til að klóra sér í kollinum. Hann segir helstu kenningar um uppruna þeirra því miður ansi hversdagslegar. „Helstu kenningarnar eru þær að þetta sé bara eitthvað fólk að fljúga drónum. Því miður. Geimverurnar eru ekki að koma og ef þær kæmu þá kæmu þær sennilega ekki í hópum og hringsóluðu bara um með öllum þessum drónahljóðum,“ segir hann í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Bandaríkjamenn leita skýringa Fréttir af flygildunum hófu að berast um miðjan nóvember. Þau birtast gjarnan nokkur saman og þykja stór af flygildum að vera. Þau hafa skotið upp kollinum og lýst upp næturhimininn víða um ríkið. Íbúar hafa ókyrrst og leitað skýringa á ljósunum á himni. Bandarísk stjórnvöld hafa gefið út að málið sé á þeirra borði og að það yrði tekið föstum tökum. John Kirby talsmaður þjóðaröryggisráðs sagði til að mynda á blaðamannafundi í vikunni að ýmislegt benti til þess að flygildin væru mörg hver mönnuð loftför í fullum rétti í bandarískri lofthelgi Þessum ummælum hefur þó ekki tekist að kæfa niður samsæriskenningarnar sem farið hafa eins og eldur í sinu um Bandaríkin. Sumir telja flygildin á vegum Írana og að þeir komi allir frá móðurskipi á Atlantshafi úti. Engin ummerki um slíkt móðurskip hefur þó fundist. Aðrir telja Kínverja, eða þá Rússa, standa að flygildaferðunum. Donald Trump, tilvonandi forseti Bandaríkjanna, tjáði sig um málið og gaf samsæriskenningasmiðum byr undir báða á samfélagsmiðlum á dögunum. „Getur þetta virkilega verið að gerast án vitundar ríkisstjórnarinnar? Ég held nú síður. Upplýsið almenning strax. Ellegar skjótið þá niður!“ skrifaði hann. Frekar hrekkjóttir áhugamannahópar en Kínverjar Ríkisstjórar fyrrverandi, bæði í New Jersey og Maryland, hafa einnig birt myndir af flygildum á flugi yfir heimili sín. Logi segir allt benda til þess að skýringin sé einföld. „Það fyrsta sem öllum dettur í hug eru Kínverjar. En einfalda skýringin er yfirleitt skýringin. Ég held að þetta sé bara að það er gaman að fljúga dróna og gaman að fljúga í hóp. Ég held að þetta sé bara fólk að stelast til að fljúga drónum,“ segir hann. „Ég held að ef geimverurnar kæmu þá væru þær klárari með þetta. Fyrst þær gætu komið hingað væru þær örugglega ósýnilegar,“ segir hann þá í kímni en bætir við að flygildunum eigi líklega bara eftir að fjölga upp úr þessu. Fjölmiðlaumfjöllunin hafi verið mikil og hún sé líkleg til að sannfæra alla sem flygildi geta valdið til að laumast út í skjóli nætur og hrella nágranna sína. Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Reykjavík síðdegis Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Sjá meira
Logi er búsettur í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, og hefur fylgst með fréttaflutningi af þessum huldufullu fljúgandi fyrirbærum sem herjað hafa á íbúa og fengið samsærisspekúlanta til að klóra sér í kollinum. Hann segir helstu kenningar um uppruna þeirra því miður ansi hversdagslegar. „Helstu kenningarnar eru þær að þetta sé bara eitthvað fólk að fljúga drónum. Því miður. Geimverurnar eru ekki að koma og ef þær kæmu þá kæmu þær sennilega ekki í hópum og hringsóluðu bara um með öllum þessum drónahljóðum,“ segir hann í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Bandaríkjamenn leita skýringa Fréttir af flygildunum hófu að berast um miðjan nóvember. Þau birtast gjarnan nokkur saman og þykja stór af flygildum að vera. Þau hafa skotið upp kollinum og lýst upp næturhimininn víða um ríkið. Íbúar hafa ókyrrst og leitað skýringa á ljósunum á himni. Bandarísk stjórnvöld hafa gefið út að málið sé á þeirra borði og að það yrði tekið föstum tökum. John Kirby talsmaður þjóðaröryggisráðs sagði til að mynda á blaðamannafundi í vikunni að ýmislegt benti til þess að flygildin væru mörg hver mönnuð loftför í fullum rétti í bandarískri lofthelgi Þessum ummælum hefur þó ekki tekist að kæfa niður samsæriskenningarnar sem farið hafa eins og eldur í sinu um Bandaríkin. Sumir telja flygildin á vegum Írana og að þeir komi allir frá móðurskipi á Atlantshafi úti. Engin ummerki um slíkt móðurskip hefur þó fundist. Aðrir telja Kínverja, eða þá Rússa, standa að flygildaferðunum. Donald Trump, tilvonandi forseti Bandaríkjanna, tjáði sig um málið og gaf samsæriskenningasmiðum byr undir báða á samfélagsmiðlum á dögunum. „Getur þetta virkilega verið að gerast án vitundar ríkisstjórnarinnar? Ég held nú síður. Upplýsið almenning strax. Ellegar skjótið þá niður!“ skrifaði hann. Frekar hrekkjóttir áhugamannahópar en Kínverjar Ríkisstjórar fyrrverandi, bæði í New Jersey og Maryland, hafa einnig birt myndir af flygildum á flugi yfir heimili sín. Logi segir allt benda til þess að skýringin sé einföld. „Það fyrsta sem öllum dettur í hug eru Kínverjar. En einfalda skýringin er yfirleitt skýringin. Ég held að þetta sé bara að það er gaman að fljúga dróna og gaman að fljúga í hóp. Ég held að þetta sé bara fólk að stelast til að fljúga drónum,“ segir hann. „Ég held að ef geimverurnar kæmu þá væru þær klárari með þetta. Fyrst þær gætu komið hingað væru þær örugglega ósýnilegar,“ segir hann þá í kímni en bætir við að flygildunum eigi líklega bara eftir að fjölga upp úr þessu. Fjölmiðlaumfjöllunin hafi verið mikil og hún sé líkleg til að sannfæra alla sem flygildi geta valdið til að laumast út í skjóli nætur og hrella nágranna sína.
Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Reykjavík síðdegis Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Sjá meira