Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. desember 2024 11:02 Paul Watson var um árabil leiðtogi Sea Shepherd-samtakanna. AP Kanadíski umhverfisaðgerðasinninn Paul Watson verður ekki framseldur til Japan. Honum verður sleppt úr haldi í Grænlandi, eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi þar í tæpa fimm mánuði. Frá þessu er greint á vef danska ríkisútvarpsins DR. Þar er haft eftir lögmanni Watson, Jonasi Christoffersen, að honum sé létt vegna þessara frétta. Fer beint til Frakklands „Ég hef statt og stöðugt trúað því að þetta mál hafi ekki verið grundvöllur til framsals, og harma að það hafi þurft að kosta hann fimm mánuði af lífi hans,“ hefur DR eftir Christoffersen. Hann segir lögreglu á leið í fangelsið í Anstalten í Grænlandi, til þess að ganga frá lausn Watsons. „Ég geri ráð fyrir því að hann fari í kjölfarið með fyrsta flugi heim til sín í Frakklandi, þar sem hann getur haldið jól með fjölskyldu sinni.“ Sagður hafa ráðist á hvalveiðimenn Hinn 73 ára Watson var handtekinn í Nuuk þann 21. júlí síðastliðinn þegar skip hans lagðist að bryggju í Nuuk en hann var sagður á leið á slóðir nýrra japanskra hvalveiðibáta í Kyrrahafi. Japönsk stjórnvöld hafa krafist framsals Watsons en lögfræðingar hans sögðu að slíkt yrði brot á Evrópulöggjöf. Yfirvöld í Japan vilja meina að Watson hafi ráðist á hvalveiðimenn árið 2010 og beitt þá ofbeldi. Watson neitaði alfarið sök í málinu. Refsiramminn fyrir brotin sem Watson eru gefin að sök er þriggja til fimmtán ára fangelsi. Watson var lengi leiðtogi Sea Shepherd-samtakanna sem þekktast er fyrir mótmælaaðgerðir sínar gegn hvalveiðum Japana, Norðmanna og Íslendinga. Vakti það mikla athygli hér á þegar hann stóð að því að tveimur hvalveiðibátum Hvals var sökkt í Reykjavíkurhöfn árið 1986. Hvalveiðar Hvalir Umhverfismál Japan Grænland Danmörk Tengdar fréttir Starbucks styður Paul Watson Sea Shepherd umhverfissamtökin hafa notið stuðnings fjölda stórfyrirtækja og eitt þeirra er Starbucks-kaffihúsakeðjan fræga sem rekur um fjörutíu þúsund kaffihús víða um heim. 21. október 2006 07:00 Gæsluvarðhald yfir Paul Watson framlengt Gæsluvarðhald yfir umvherfisaðgerðarsinnanum Paul Watson hefur verið framlengt til fimmta september næstkomandi. Héraðsdómurinn í Sermersooq staðfesti þetta í dag. 15. ágúst 2024 14:01 Paul Watson ánægður með Svandísi Paul Watson segir að hann ætli að hinkra við með skip sitt í bili á Íslandsmiðum ef ske kynni að Kristján Loftsson leggi af stað á miðin með hvalfangara sína. 20. júní 2023 13:42 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Frá þessu er greint á vef danska ríkisútvarpsins DR. Þar er haft eftir lögmanni Watson, Jonasi Christoffersen, að honum sé létt vegna þessara frétta. Fer beint til Frakklands „Ég hef statt og stöðugt trúað því að þetta mál hafi ekki verið grundvöllur til framsals, og harma að það hafi þurft að kosta hann fimm mánuði af lífi hans,“ hefur DR eftir Christoffersen. Hann segir lögreglu á leið í fangelsið í Anstalten í Grænlandi, til þess að ganga frá lausn Watsons. „Ég geri ráð fyrir því að hann fari í kjölfarið með fyrsta flugi heim til sín í Frakklandi, þar sem hann getur haldið jól með fjölskyldu sinni.“ Sagður hafa ráðist á hvalveiðimenn Hinn 73 ára Watson var handtekinn í Nuuk þann 21. júlí síðastliðinn þegar skip hans lagðist að bryggju í Nuuk en hann var sagður á leið á slóðir nýrra japanskra hvalveiðibáta í Kyrrahafi. Japönsk stjórnvöld hafa krafist framsals Watsons en lögfræðingar hans sögðu að slíkt yrði brot á Evrópulöggjöf. Yfirvöld í Japan vilja meina að Watson hafi ráðist á hvalveiðimenn árið 2010 og beitt þá ofbeldi. Watson neitaði alfarið sök í málinu. Refsiramminn fyrir brotin sem Watson eru gefin að sök er þriggja til fimmtán ára fangelsi. Watson var lengi leiðtogi Sea Shepherd-samtakanna sem þekktast er fyrir mótmælaaðgerðir sínar gegn hvalveiðum Japana, Norðmanna og Íslendinga. Vakti það mikla athygli hér á þegar hann stóð að því að tveimur hvalveiðibátum Hvals var sökkt í Reykjavíkurhöfn árið 1986.
Hvalveiðar Hvalir Umhverfismál Japan Grænland Danmörk Tengdar fréttir Starbucks styður Paul Watson Sea Shepherd umhverfissamtökin hafa notið stuðnings fjölda stórfyrirtækja og eitt þeirra er Starbucks-kaffihúsakeðjan fræga sem rekur um fjörutíu þúsund kaffihús víða um heim. 21. október 2006 07:00 Gæsluvarðhald yfir Paul Watson framlengt Gæsluvarðhald yfir umvherfisaðgerðarsinnanum Paul Watson hefur verið framlengt til fimmta september næstkomandi. Héraðsdómurinn í Sermersooq staðfesti þetta í dag. 15. ágúst 2024 14:01 Paul Watson ánægður með Svandísi Paul Watson segir að hann ætli að hinkra við með skip sitt í bili á Íslandsmiðum ef ske kynni að Kristján Loftsson leggi af stað á miðin með hvalfangara sína. 20. júní 2023 13:42 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Starbucks styður Paul Watson Sea Shepherd umhverfissamtökin hafa notið stuðnings fjölda stórfyrirtækja og eitt þeirra er Starbucks-kaffihúsakeðjan fræga sem rekur um fjörutíu þúsund kaffihús víða um heim. 21. október 2006 07:00
Gæsluvarðhald yfir Paul Watson framlengt Gæsluvarðhald yfir umvherfisaðgerðarsinnanum Paul Watson hefur verið framlengt til fimmta september næstkomandi. Héraðsdómurinn í Sermersooq staðfesti þetta í dag. 15. ágúst 2024 14:01
Paul Watson ánægður með Svandísi Paul Watson segir að hann ætli að hinkra við með skip sitt í bili á Íslandsmiðum ef ske kynni að Kristján Loftsson leggi af stað á miðin með hvalfangara sína. 20. júní 2023 13:42