Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Jón Þór Stefánsson skrifar 17. desember 2024 16:35 Árásin var framin á gangstétt meðfram Reykjanesbraut, norðan við Bústaðaveg. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Ívar Aron Hill Ævarsson var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir stunguárás og önnur brot. Það er niðurstaða Landsréttar, en áður hafði Ívar Aron hlotið tveggja ára dóm í Héraðsdómi Reykjaness í málinu. Á meðal þess sem hann var ákærður fyrir var sérstaklega hættuleg líkamsárás og tilraun til ráns á gangstétt meðfram Reykjanesbraut, norðan við Bústaðaveg þann 14. september 2022. Honum var gefið að sök að veitast að hjólreiðamanni með því að stinga hann þrisvar með hnífi, einu sinni í mjöðm og tvisvar í læri. Síðan hafi Ívar Aron reynt að taka reiðhól mannsins. Fyrir vikið hlaut hjólreiðamaðurinn þrjú stungusár og ýmsar útvortis- og innvortisblæðingar, þar á meðal slagæðablæðingu. Jafnramt fór hluti lærvöðva hans í sundur. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti.Vísir/Vilhelm Hann var líka ákærður fyrir ýmis önnur brot: þjófnað, nytjastuld, akstur án ökuréttinda og undir áhrifum fíkniefna, vörslur fíkniefna og fjársvik. Ívar játaði skýlaust sök í héraðsdómi, en líkt og áður segir hlaut hann 2 ára dóm þar. Þar var honum jafnframt gert að greiða hjólreiðamanninum tæplega 1,4 milljónir króna. Árás á tónleikum Guns N' Roses Ívar Aron á langan brotaferil að baki. Árið 2019 var hann dæmdur í 22 mánaða fangelsi fyrir brot í 24 ákæruliðum. Þar með talið var ofbeldisbrot þar sem honum var gefið að sök að slá einstakling í andlit og höfuð. Fyrir vikið féll sá sem varð fyrir árásinni til jarðar. Þá mun Ívar hafa sparkað í líkama og höfuð einstaklingsins sem hlaut heilarhristing og aðra áverka á líkama. Þetta brot var framið undir stúkunni á Laugardalsvelli þann 24. júlí 2018, sama dag og tónleikar hljómsveitarinnar Guns N' Roses fóru fram á Laugardalsvelli. Í dómi Landsréttar frá því í dag var vísað í þetta ofbeldisbrot Ívars frá árinu 2018. „Hvorki sakaferill ákærða né annað, sem komið hefur fram í málinu, ber vitni um að ákærði hafi reynt að bæta ráð sitt,“ segir í dómnum. Þá er bent á að árásin hafi verið framin með hníf og því verið sérstaklega hættuleg. Líkt og áður segir dæmdi Landsréttur hann í þriggja ára fangelsi. Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Sjá meira
Á meðal þess sem hann var ákærður fyrir var sérstaklega hættuleg líkamsárás og tilraun til ráns á gangstétt meðfram Reykjanesbraut, norðan við Bústaðaveg þann 14. september 2022. Honum var gefið að sök að veitast að hjólreiðamanni með því að stinga hann þrisvar með hnífi, einu sinni í mjöðm og tvisvar í læri. Síðan hafi Ívar Aron reynt að taka reiðhól mannsins. Fyrir vikið hlaut hjólreiðamaðurinn þrjú stungusár og ýmsar útvortis- og innvortisblæðingar, þar á meðal slagæðablæðingu. Jafnramt fór hluti lærvöðva hans í sundur. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti.Vísir/Vilhelm Hann var líka ákærður fyrir ýmis önnur brot: þjófnað, nytjastuld, akstur án ökuréttinda og undir áhrifum fíkniefna, vörslur fíkniefna og fjársvik. Ívar játaði skýlaust sök í héraðsdómi, en líkt og áður segir hlaut hann 2 ára dóm þar. Þar var honum jafnframt gert að greiða hjólreiðamanninum tæplega 1,4 milljónir króna. Árás á tónleikum Guns N' Roses Ívar Aron á langan brotaferil að baki. Árið 2019 var hann dæmdur í 22 mánaða fangelsi fyrir brot í 24 ákæruliðum. Þar með talið var ofbeldisbrot þar sem honum var gefið að sök að slá einstakling í andlit og höfuð. Fyrir vikið féll sá sem varð fyrir árásinni til jarðar. Þá mun Ívar hafa sparkað í líkama og höfuð einstaklingsins sem hlaut heilarhristing og aðra áverka á líkama. Þetta brot var framið undir stúkunni á Laugardalsvelli þann 24. júlí 2018, sama dag og tónleikar hljómsveitarinnar Guns N' Roses fóru fram á Laugardalsvelli. Í dómi Landsréttar frá því í dag var vísað í þetta ofbeldisbrot Ívars frá árinu 2018. „Hvorki sakaferill ákærða né annað, sem komið hefur fram í málinu, ber vitni um að ákærði hafi reynt að bæta ráð sitt,“ segir í dómnum. Þá er bent á að árásin hafi verið framin með hníf og því verið sérstaklega hættuleg. Líkt og áður segir dæmdi Landsréttur hann í þriggja ára fangelsi.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Sjá meira