Handbolti

Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sig­valda í tapi í Íslendingaslag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnór Snær Óskarsson lék vel með Kolstad í kvöld.
Arnór Snær Óskarsson lék vel með Kolstad í kvöld. Getty/Harry Langer

Sigvaldi Björn Guðjónsson gat ekki spilað með Kolstad í norsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld og liðið saknaði augljóslega íslenska fyrirliða síns.

Kolstad átti möguleika að komast á toppinn með sigri en tapaði með einu mark á útivelli á móti Arendal, 32-33 Kolstad var einu marki yfir í hálfleik, 14-13.

Sigvaldi tognaði á læri í síðasta leik og var því ekki leikfær í Íslendingaslagnum í kvöld.

Dagur Gautason skoraði þrjú mörk fyrir Arendal en Árni Bergur Sigurbergsson komst ekki á blað.

Bræðurnir Arnór Snær og Benedikt Gunnar Óskarssynir voru báðir atkvæðamiklir í liði Kolstad. Arnór var með sjö mörk úr níu skotum en Benedikt skoraði þrjú mörk úr fjórum skotum. Tvö af mörkum Benedikts komu úr vítum.

Arnór átti einnig þrjár stoðsendingar og kom því að tíu mörkum í leiknum. Benedikt gaf tvær stoðsendingar og kom því að fimm mörkum.

Sveinn Jóhannsson skoraði tvö mörk fyrir Kolstad og liðið fékk því tólf mörk frá íslensku leikmönnunum sínum.

Norski landsliðsmaðurinn Sander Sagosen skoraði sjö mörk og gaf sex stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×