Handbolti

Stjörnu­menn fyrstir í bikarúrslitin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stjörnumenn hafa verið með mikið bikarlið á síðustu árum.
Stjörnumenn hafa verið með mikið bikarlið á síðustu árum. Vísir/Hulda Margrét

Stjarnan tryggði sér sæti í bikarúrslitaviku karlahandboltans í kvöld með eins marks sigri á ÍR í átta liða úrslitum Powerade bikars karla í handbolta.

Stjarnan vann 35-34 eftir æsispennandi leik. ÍR-ingar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 20-18, og með forystuna nær allan leikinn. Stjörnumenn voru hins vegar sterkari í lokin og tryggðu sér sigur með góðum endaspretti.

Ísak Logi Einarsson skoraði níu mörk fyrir Stjörnuna og þeir Pétur Árni Hauksson og Hjálmtýr Alfreðsson voru með sex mörk hvor.

Baldur Fritz Bjarnason og Bernard Kristján Darkoh voru báðir með ellefu mörk fyrir ÍR.

Þetta var fyrsti leikur átta liða úrslitanna og Stjarnan því fyrsta liðið til að tryggja sig í Höllina. Bikarúrslitavikan fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði í lok febrúar.

Stjörnumenn eru með í bikarúrslitunum þriðja árið í röð.

ÍR missti tvo menn af velli með rautt spjald á lokakafla leiksins og annar þeirra var hinn öflugi Baldur Fritz Bjarnason. Bjarki Steinn Þórisson fékk líka rautt.

ÍR byrjaði betur og komst mest fimm mörkum yfir í fyrri hálfleik, 18-13. Stjörnumenn lögðuðu stöðuna fyrir hálfleiks.

ÍR-ingar skoruðu alls tuttugu mörk í fyrri hálfleiknum og leiddu með tveimur mörkum, 20-18, eftir hann. Hinn ungi og bráðefnilegi Baldur Fritz Bjarnason skoraði níu mörk úr ellefu skotum í fyrri hálfleiknum.

ÍR var með áfram með frumkvæðið en eftir að Baldur Fritz fékk sína þriðju brottvísun rann leikurinn frá liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×