Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Kjartan Kjartansson skrifar 18. desember 2024 11:06 Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir (t.h.) kærði ummæli Stefáns Einars Stefánssonar (t.h.) um sig sem féllu í spjallþætti á mbl.is í október. Vísir Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands sýknaði Stefán Einar Stefánsson, þáttastjórnanda á Morgunblaðinu, af kæru Salvarar Gullbrár Þórarinsdóttur, leikkonu, vegna ummæla sem hún taldi stríða gegn siðareglum blaðamanna. Stefán Einar neitaði sjálfur að viðurkenna að siðanefndin hefði lögsögu yfir honum. Tilefni kærunnar voru ummæli sem Stefán Einar viðhafði um Salvöru í þættinum Spursmálum Morgunblaðsins 22. október. Þar sakaði hann Salvöru um að hafa hvatt til eignaspjalla á utanríkisráðuneytinu í tengslum við mótmæli stuðningsfólks Palestínu. Sagðist hann vonast til þess að þær „brjáluðu hugmyndir“ yrðu ekki í áramótaskaupinu í ár. Þátturinn var sýndur viku eftir að mótmælendur á vegum Félagsins Íslands-Palestínu skvettu rauðri málningu á inngang og stétt utanríkisráðuneytisins við Austurbakka. Salvör, sem er leikkona og einn höfunda áramótaskaupsins, taldi ásakanir Stefáns Einars um að hún hvetti til eignaspjalla tilhæfulausar og alvarlegar. Ummæli hans um „brjálaðar hugmyndir“ hennar væru til þess fallin að grafa undan trúverðugleika hennar sem höfundar. Þá byggði staðhæfing Stefáns Einars um að hún syrgði fall leiðtoga Hamas-samtakanna ekki á neinum heimildum eða staðreyndum. Í kærunni byggði Salvör á að ummælin vörðuðu þrjár greinar siðareglna Blaðamannafélags Íslands sem fjalla meðal annars um að blaðamenn setji ekki fram órökstuddar ásakanir, umfjöllun þeirra sé hlutlæg og að blaðamenn geti uppruna opinberra ummæla. Stefán Einar sendi siðanefnd engin andsvör og vísaði til þess að hún hefði enga löggsögu yfir sér þar sem hann væri ekki félagi í Blaðamannafélaginu. Persónulegar skoðanir sem siðareglur takmarki ekki Siðanefndin sagði aðild að Blaðamannafélaginu ekki forsendu fyrir því að hún tæki málið fyrir og vitnað til fjölda fordæma þesss efnis sem næðu áratugi aftur í tímann. Sýknuúrskurðurinn byggðist fyrst og fremst á því að ummælin hefðu fallið í lið þáttarins þar sem persónulegar skoðanir höfundar væru augljóslega í hávegum. Ummælin hefðu falið í sér tjáningu Stefáns Einars en siðareglurnar settu ekki hömlur á tjáningarfrelsi blaðamanna þótt hann gæti borið ábyrgð á þeim eftir almennum réttarreglum. Siðanefndin féllst ekki á að ummælin brytu gegn ákvæðum siðareglna um að blaðamenn setji ekki fram órökstuddar ásakanir og geri greinarmun á staðreyndum og skoðunum. Hvað varðaði ákvæði reglnanna um að blaðamenn gætu heimilda þegar vitnað væri til opinberra ummæli taldi siðanefndin að þeir hefðu meira frjálsræði í þeim efnum þegar um væri að ræða persónulegar skoðanir. Í Facebook-færslu um úrskurðinn talar Stefán Einar um siðanefndina sem „rannsóknarréttinn“ og sakar Salvöru um að hrella saklaust fólk sem hafi ekki gert annað en að sinna starfi sínu af trúmennsku. Fjölmiðlar Átök í Ísrael og Palestínu Áramótaskaupið Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Tilefni kærunnar voru ummæli sem Stefán Einar viðhafði um Salvöru í þættinum Spursmálum Morgunblaðsins 22. október. Þar sakaði hann Salvöru um að hafa hvatt til eignaspjalla á utanríkisráðuneytinu í tengslum við mótmæli stuðningsfólks Palestínu. Sagðist hann vonast til þess að þær „brjáluðu hugmyndir“ yrðu ekki í áramótaskaupinu í ár. Þátturinn var sýndur viku eftir að mótmælendur á vegum Félagsins Íslands-Palestínu skvettu rauðri málningu á inngang og stétt utanríkisráðuneytisins við Austurbakka. Salvör, sem er leikkona og einn höfunda áramótaskaupsins, taldi ásakanir Stefáns Einars um að hún hvetti til eignaspjalla tilhæfulausar og alvarlegar. Ummæli hans um „brjálaðar hugmyndir“ hennar væru til þess fallin að grafa undan trúverðugleika hennar sem höfundar. Þá byggði staðhæfing Stefáns Einars um að hún syrgði fall leiðtoga Hamas-samtakanna ekki á neinum heimildum eða staðreyndum. Í kærunni byggði Salvör á að ummælin vörðuðu þrjár greinar siðareglna Blaðamannafélags Íslands sem fjalla meðal annars um að blaðamenn setji ekki fram órökstuddar ásakanir, umfjöllun þeirra sé hlutlæg og að blaðamenn geti uppruna opinberra ummæla. Stefán Einar sendi siðanefnd engin andsvör og vísaði til þess að hún hefði enga löggsögu yfir sér þar sem hann væri ekki félagi í Blaðamannafélaginu. Persónulegar skoðanir sem siðareglur takmarki ekki Siðanefndin sagði aðild að Blaðamannafélaginu ekki forsendu fyrir því að hún tæki málið fyrir og vitnað til fjölda fordæma þesss efnis sem næðu áratugi aftur í tímann. Sýknuúrskurðurinn byggðist fyrst og fremst á því að ummælin hefðu fallið í lið þáttarins þar sem persónulegar skoðanir höfundar væru augljóslega í hávegum. Ummælin hefðu falið í sér tjáningu Stefáns Einars en siðareglurnar settu ekki hömlur á tjáningarfrelsi blaðamanna þótt hann gæti borið ábyrgð á þeim eftir almennum réttarreglum. Siðanefndin féllst ekki á að ummælin brytu gegn ákvæðum siðareglna um að blaðamenn setji ekki fram órökstuddar ásakanir og geri greinarmun á staðreyndum og skoðunum. Hvað varðaði ákvæði reglnanna um að blaðamenn gætu heimilda þegar vitnað væri til opinberra ummæli taldi siðanefndin að þeir hefðu meira frjálsræði í þeim efnum þegar um væri að ræða persónulegar skoðanir. Í Facebook-færslu um úrskurðinn talar Stefán Einar um siðanefndina sem „rannsóknarréttinn“ og sakar Salvöru um að hrella saklaust fólk sem hafi ekki gert annað en að sinna starfi sínu af trúmennsku.
Fjölmiðlar Átök í Ísrael og Palestínu Áramótaskaupið Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira