Íslenski boltinn

Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ásgrímur heitinn Egilsson á ferðinni með trommuna sína á leik með Fram.
Ásgrímur heitinn Egilsson á ferðinni með trommuna sína á leik með Fram. Fram

Framarar sögðu í kvöld frá miklum sorgarfréttum en félagið var að missa einn af sínum bestu stuðningsmönnum.

„Það ríkir sorg hjá Fram-fjölskyldunni þar sem við kveðjum Framarann okkar, Geiramanninn og trommarann Ásgrím Egilsson, sem féll frá langt um aldur fram síðastliðinn föstudag,“ segir í frétt á miðlum Fram.

Þar voru líka minningarorð um mikinn skemmtikraft í stúkunni.

„Ási var einstakur gleðigjafi, alltaf í stuði og trommaði af ástríðu fyrir stuðningsmenn og leikmenn Fram, sama hvernig veðrið var,“ segir í fréttinni.

Ásgrímur Egilsson mun ekki gleymast hjá Fram-fjölskyldunni enda þekktur og vinsæll innan félagsins.

„Hann var skemmtilegur, góðhjartaður og átti einstakt lag á að skapa góða stemningu á leikjum liðsins. Við kveðjum Ása með miklum söknuði og sendum fjölskyldu hans og vinum okkar innilegustu samúðarkveðjur,“ segir í frétt á miðlum Fram.

Ásgrímur sjálfur var líka íþróttamaður því hann var margfaldur íslandsmeistari í hnefaleikum fyrir VBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×