Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2024 09:42 Viðræður Ingu Sæland, Kristrúnar Frostadóttur og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanna Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar, hafa staðið yfir frá því skömmu eftir kosningar. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er það sem langflestir svarendur í þjóðarpúlsi Gallups segjast vilja sjá. Meirihluti svarenda er sáttur við úrslit alþingiskosninganna í síðasta mánuði. Ríflega tveir af hverjum fimm svarendum í könnunni nefna þá þriggja flokka stjórn sem nú er reynt að mynda sem þá sem þeir vilja helst sjá. Fjórtán prósent vilja stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokksins og tólf prósent stjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Framsóknarflokks. Konur voru líklegri en karlar til þess að vilja stjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins og fólk með lægri fjölskyldutekjur en það sem er með hærri tekjur. Það gagnstæða gilti um mögulega ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokks. Alls sögðust 55 prósent svarenda ánægð með úrslit kosninganna 30. nóvember en 28 prósent sögðust ósátt. Konur voru merkjanlega ánægðari en karlar, sextíu prósent kvenna en fimmtíu prósent karla. Hátt í helmingur sjálfstæðismanna ósáttur Kjósendur Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins voru eins og gefur að skilja ánægðastir með úrslitin, 82 prósent kjósenda Flokks fólksins og níutíu prósent bæði samfylkingar- og viðreisnarfólks. Kjósendur Vinstri grænna, sem þurrkuðust út af þingi, voru óhamingjusamastir með úrslitin. Aðeins átján prósent þeirra voru ánægð en 77 prósent óánægð. Píratar, sem náðu heldur ekki inn manni á þing, voru einnig ósáttir. Engu að síður sagðist rétt tæpur fjórðungur þeirra sáttur við úrslitin. Fjórðugur sjálfstæðismanna var sáttur við úrslit þingkosninganna en hátt í helmingur ósáttur. Miðflokkurinn bætti verulega þingstyrk sinn í kosningunum þrátt fyrir að fylgið næði ekki þeim hæðum sem skoðanakannanir sýndu á tímabili. Um 39 prósent kjósenda flokksins sögðust ánægð með úrslitin en þriðjungur var ósáttur. Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Alþingi Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira
Ríflega tveir af hverjum fimm svarendum í könnunni nefna þá þriggja flokka stjórn sem nú er reynt að mynda sem þá sem þeir vilja helst sjá. Fjórtán prósent vilja stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokksins og tólf prósent stjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Framsóknarflokks. Konur voru líklegri en karlar til þess að vilja stjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins og fólk með lægri fjölskyldutekjur en það sem er með hærri tekjur. Það gagnstæða gilti um mögulega ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokks. Alls sögðust 55 prósent svarenda ánægð með úrslit kosninganna 30. nóvember en 28 prósent sögðust ósátt. Konur voru merkjanlega ánægðari en karlar, sextíu prósent kvenna en fimmtíu prósent karla. Hátt í helmingur sjálfstæðismanna ósáttur Kjósendur Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins voru eins og gefur að skilja ánægðastir með úrslitin, 82 prósent kjósenda Flokks fólksins og níutíu prósent bæði samfylkingar- og viðreisnarfólks. Kjósendur Vinstri grænna, sem þurrkuðust út af þingi, voru óhamingjusamastir með úrslitin. Aðeins átján prósent þeirra voru ánægð en 77 prósent óánægð. Píratar, sem náðu heldur ekki inn manni á þing, voru einnig ósáttir. Engu að síður sagðist rétt tæpur fjórðungur þeirra sáttur við úrslitin. Fjórðugur sjálfstæðismanna var sáttur við úrslit þingkosninganna en hátt í helmingur ósáttur. Miðflokkurinn bætti verulega þingstyrk sinn í kosningunum þrátt fyrir að fylgið næði ekki þeim hæðum sem skoðanakannanir sýndu á tímabili. Um 39 prósent kjósenda flokksins sögðust ánægð með úrslitin en þriðjungur var ósáttur.
Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Alþingi Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira