Innlent

Val­kyrjur ná saman, yfir­fullar flug­vélar og mis­tök ársins

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld. Vilhelm

Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafa náð saman um myndun ríkisstjórnar og munu kynna stjórnarsáttmála um helgina. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 heyrum við í Valkyrjunum svokölluðu sem tilkynntu þetta á blaðamannafundi á sjötta tímanum.

Forstöðumaður meðferðarheimilisins Stuðla er snúinn aftur til starfa eftir að hafa verið sendur í ótímabundið leyfi. Við förum á Stuðla þar sem framkvæmdir standa yfir en andlát skjólstæðings í eldsvoða hefur tekið verulega á starfsfólk.

Fimmtíu og einn karlmaður var í dag sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn hinni frönsku Gisele Pelicot. Eiginmaður hennar hlaut tuttugu ára dóm fyrir nauðgun og byrlun eftir söguleg réttarhöld. Við förum yfir málið og heyrum frá Gisele sem ræddi við fréttamenn eftir dómsuppkvaðningu.

Stærsti jarðskjálfti sem mælst hefur Ljósufjallakerfinu til þessa varð þar í gærkvöldi og fylgdi honum skjálftahrina í nótt og fram eftir morgni. Kristján Már Unnarsson mætir í myndver og fer yfir stöðuna á Vesturlandi. Þá kíkjum við í heimsókn til fyrirtækis sem sér um að koma pökkum til skila fyrir jólin en vegna stóraukinnar netverslunar er álagið þar töluvert.

Í Sportpakkanum verður rýnt í landsliðshópinn fyrir HM karla í handbolta og að loknum kvöldfréttum gerir Elísabet Inga Sigurðardóttir upp öll helstu mistök ársins í fréttaannál.

Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×