Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Aron Guðmundsson skrifar 20. desember 2024 12:47 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur hefur verið orðaður við landsliðsþjálfarastöðuna hjá íslenska karlalandsliðinu. Vísir/Anton Brink Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur, hefur ekkert heyrt frá KSÍ varðandi stöðu þjálfara karlalandsliðs Íslands í fótbolta. Sambandið þar af leiðandi ekki beðið Víkinga um leyfi að ræða við Arnar sem reiknar með því, eins og staðan er í dag, að stýra Víkingum í Sambandsdeild Evrópu í febrúar. Hlutirnir geti hins vegar breyst fljótt í fótbolta. Víkingar tryggðu sér í gær sæti í umspili fyrir sextán liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta með jafntefli á útivelli gegn LASK Linz í Austurríki. Eftir sex umferða deildarkeppni enduðu Víkingar í nítjánda sæti deildarkeppninnar með átta stig og varð það ljóst í hádeginu að liðið mun mæta Panathinaikos í umspili fyrir sextán liða úrslit deildarinnar í tveggja leikja einvígi í febrúar. Arnar er einn tveggja þjálfara sem hefur helst verið orðaður við stöðu landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Hinn er Freyr Alexandersson sem nýlega var rekinn úr stöðu þjálfara belgíska úrvalsdeildarfélagsins KV Kortrijk. Hafandi þessa stöðu í huga býst Arnar við því að stýra Víkingum í umspilinu í febrúar? „Staðan er allavegana þannig núna en hlutirnir geta breyst fljótt í fótbolta,“ segir Arnar í samtali við Vísi í morgun. „Ég hef ekki heyrt nokkurn skapaðan hlut en les alveg blöðin. Mér finnst KSÍ hafa svarað þessu ágætlega til þessa. Menn þar eru ábyggilega bara að fara yfir einhverjar umsóknir og þess háttar. Ef þeir vilja tala við mig þá þurfa þeir að tala fyrst við Víkingana og fá leyfi til þess. Þetta er ekki flókið í mínum huga.“ Þannig ef að leyfið kæmi frá Víkingunum þá myndirðu setjast niður með þeim? „Það er nú erfitt að segja til um það núna en ef að Víkingur gefur leyfið þá er voðalega erfitt að neita því. Þá hefur maður náttúrulega áhuga á því að tala við KSÍ.“ Búist má við því að aukinn þungi fari að færast í ráðningarferli KSÍ en fyrsta verkefni nýs landsliðsþjálfara verður tveggja leikja einvígi við Kósovó í mars í umspili Þjóðadeildarinnar. Freyr Alexandersson er í sömu stöðu og Arnar hvað það varðar að hafa ekki heyrt frá KSÍ frá því að þjálfaraleit sambandsins fór af stað. Í síðustu viku sagði Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ í samtali við Vísi að sambandið hafi ákveðið að gefa sér tíma í þjálfaraleitina en á sama tíma reyna vinna hana hratt og mögulegt er. Þorvaldur sagði fjölda umsókna hafa borist á borð KSÍ en gaf lítið uppi um nákvæman fjölda. Landslið karla í fótbolta Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Víkingar tryggðu sér í gær sæti í umspili fyrir sextán liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta með jafntefli á útivelli gegn LASK Linz í Austurríki. Eftir sex umferða deildarkeppni enduðu Víkingar í nítjánda sæti deildarkeppninnar með átta stig og varð það ljóst í hádeginu að liðið mun mæta Panathinaikos í umspili fyrir sextán liða úrslit deildarinnar í tveggja leikja einvígi í febrúar. Arnar er einn tveggja þjálfara sem hefur helst verið orðaður við stöðu landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Hinn er Freyr Alexandersson sem nýlega var rekinn úr stöðu þjálfara belgíska úrvalsdeildarfélagsins KV Kortrijk. Hafandi þessa stöðu í huga býst Arnar við því að stýra Víkingum í umspilinu í febrúar? „Staðan er allavegana þannig núna en hlutirnir geta breyst fljótt í fótbolta,“ segir Arnar í samtali við Vísi í morgun. „Ég hef ekki heyrt nokkurn skapaðan hlut en les alveg blöðin. Mér finnst KSÍ hafa svarað þessu ágætlega til þessa. Menn þar eru ábyggilega bara að fara yfir einhverjar umsóknir og þess háttar. Ef þeir vilja tala við mig þá þurfa þeir að tala fyrst við Víkingana og fá leyfi til þess. Þetta er ekki flókið í mínum huga.“ Þannig ef að leyfið kæmi frá Víkingunum þá myndirðu setjast niður með þeim? „Það er nú erfitt að segja til um það núna en ef að Víkingur gefur leyfið þá er voðalega erfitt að neita því. Þá hefur maður náttúrulega áhuga á því að tala við KSÍ.“ Búist má við því að aukinn þungi fari að færast í ráðningarferli KSÍ en fyrsta verkefni nýs landsliðsþjálfara verður tveggja leikja einvígi við Kósovó í mars í umspili Þjóðadeildarinnar. Freyr Alexandersson er í sömu stöðu og Arnar hvað það varðar að hafa ekki heyrt frá KSÍ frá því að þjálfaraleit sambandsins fór af stað. Í síðustu viku sagði Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ í samtali við Vísi að sambandið hafi ákveðið að gefa sér tíma í þjálfaraleitina en á sama tíma reyna vinna hana hratt og mögulegt er. Þorvaldur sagði fjölda umsókna hafa borist á borð KSÍ en gaf lítið uppi um nákvæman fjölda.
Landslið karla í fótbolta Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira