Innlent

Við­reisn fær utan­ríkis- og fjár­mála­ráðu­neytið

Jakob Bjarnar skrifar
Viðræður þeirra Ingu, Kristrúnar og Þorgerðar Katrínar hafa gengið vel. Nú liggur fyrir að Kristrún verður forsætisráðherra í þeirri stjórn sem kynnt verður innan tíðar. Viðreisn getur hins vegar vel við unað með hin mikilvægu ráðuneyti sem eru utanríkis- og fjármálaráðuneyti.
Viðræður þeirra Ingu, Kristrúnar og Þorgerðar Katrínar hafa gengið vel. Nú liggur fyrir að Kristrún verður forsætisráðherra í þeirri stjórn sem kynnt verður innan tíðar. Viðreisn getur hins vegar vel við unað með hin mikilvægu ráðuneyti sem eru utanríkis- og fjármálaráðuneyti. vísir/vilhelm

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar verður forsætisráðherra í þeirri ríkisstjórn sem brátt verður kynnt til sögunnar.

Þetta er samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis. Þá fylgir sögunni að Viðreisn, sem er í lykilstöðu í þeim stjórnarviðræðum sem nú eru yfirstandandi, fái utanríkisráðuneytið og fjármálaráðuneytið. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar hlýtur að geta unað vel við þessi skipti.

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fær félagsmálaráðuneytið enda er það metið svo að þar séu einmitt þeir málaflokkar sem helst brenna á henni og hennar fólki.

Búið er að ákveða helstu skiptingu en nú á eftir að bera þetta undir helstu stofnanir flokkanna sjálfa. Þannig hefur til að mynda verið boðað til flokksstjórnarfundar Samfylkingarinnar klukkan tíu í Tjarnarbíói klukkan tíu á morgun. Þá verður tillaga stefnulýsingar ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og flokks fólksins ásamt tilnefningu þingflokks Samfylkingarinnar kynnt og ráðherralisti Samfylkingarinnar lagður fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×