Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. desember 2024 15:53 Stefnt er að því að kjósa um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið eigi síðar en árið 2027. Vísir/Vilhelm Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins stendur að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu fari fram eigi síðar en árið 2027. „Inga Sæland og við í Flokki fólksins, við erum lýðræðislega sinnuð, og ég hef kallað eftir því í sjö ár að hér yrði meira um beint lýðræði og þjóðin fengi mun frekar að koma að stórum ákvörðunum. Það hef ég líka sagt í sambandi við aðildarviðræðurnar að Evópusambandinu, þrátt fyrir að ég sé á móti því,“ sagði Inga Sæland á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar fyrr í dag. Sjálf sé hún ekki hlynnt aðild, en alltaf muni hún vilja að þjóðin eigi um það síðasta orðið. Allar með mismunandi nálganir á málið Kristrún segir að þær þrjár, hún, Þorgerður og Inga, séu allar með ólíka nálgun á þetta atriði. „Það eru margir sem hafa áhyggjur af því að það verði sundrung í þessari umræðu. Þess vegna skiptir máli tíminn, tímasetningar, og aðdragandi. Þetta er atkvæðagreiðsla um að hefja aftur aðildarviðræður. Í öðru lagi þá erum við til að mynda að leggja til að farið verði í ákveðna vegferð fram að því, það verði gerð óháð skýrsla sem tekur út gjaldmiðlamálin,“ segir Kristrún. Þau vilji sjá „ákveðna þróun í þessari umræðu“ á kjörtímabilinu, og þess vegna sé stefnt að atkvæðagreiðslu seint á kjörtímabilinu. Umræðan um þessi mál þurfi að vera þroskuð. „Það eru allir við þetta borð stuðningsaðilar þess að þjóðin fái að skera úr um það hvort að við höldum þessu áfram eða ekki. Það er ekki þar með sagt að ríkisstjórnin sjálf muni agitera fyrir já eða nei í heild sinni,“ segir Kristrún. „Stórkostlegur dagur fyrir jafnaðarmenn og Evrópusinna!“ Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, fagnar nýrri ríkisstjórn á Facebook-síðu sinni í dag. „Ný, frjálslynd ríkisstjórn með sterku sósíaldemókratísku ívafi tekur við í dag. Þrjár sterkar konur í forystu, sem allar hafa staðið sig sérstaklega vel. Minn flokkur sem ég leiddi í upphafi leggur til einstakan leiðtoga og yngsta forsætisráðherra í heiminum,“ segir hann. „Áreiðanlega kom mörgum á óvart skýrt loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna um aðild Íslands að ESB sem verður haldin árið 2027. Stórkostlegur dagur fyrir jafnaðarmenn og Evrópusinna!“ Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins og fráfarandi forsætisráðherra, líst ekki jafnvel á þessa hugmynd. Hann segir að ríkisstjórn þurfi að hafa samhenta stefnu um það hvar Ísland eigi að standa í samskiptum við Evrópusambandið. „Svo er það að fara í evrópuleiðangurinn og segja opinberlega að flokkarnir ætli ekki að vera sammála um þau mál, heldur bara framkalla þjóðaratkvæðagreiðslu um þau mál, eins og það sé stóra baráttumálið, en ekki það að stjórnmálaflokkar verði að hafa stefnu um það hvar Ísland á heima í samskiptum við Evrópusambandið.“ Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
„Inga Sæland og við í Flokki fólksins, við erum lýðræðislega sinnuð, og ég hef kallað eftir því í sjö ár að hér yrði meira um beint lýðræði og þjóðin fengi mun frekar að koma að stórum ákvörðunum. Það hef ég líka sagt í sambandi við aðildarviðræðurnar að Evópusambandinu, þrátt fyrir að ég sé á móti því,“ sagði Inga Sæland á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar fyrr í dag. Sjálf sé hún ekki hlynnt aðild, en alltaf muni hún vilja að þjóðin eigi um það síðasta orðið. Allar með mismunandi nálganir á málið Kristrún segir að þær þrjár, hún, Þorgerður og Inga, séu allar með ólíka nálgun á þetta atriði. „Það eru margir sem hafa áhyggjur af því að það verði sundrung í þessari umræðu. Þess vegna skiptir máli tíminn, tímasetningar, og aðdragandi. Þetta er atkvæðagreiðsla um að hefja aftur aðildarviðræður. Í öðru lagi þá erum við til að mynda að leggja til að farið verði í ákveðna vegferð fram að því, það verði gerð óháð skýrsla sem tekur út gjaldmiðlamálin,“ segir Kristrún. Þau vilji sjá „ákveðna þróun í þessari umræðu“ á kjörtímabilinu, og þess vegna sé stefnt að atkvæðagreiðslu seint á kjörtímabilinu. Umræðan um þessi mál þurfi að vera þroskuð. „Það eru allir við þetta borð stuðningsaðilar þess að þjóðin fái að skera úr um það hvort að við höldum þessu áfram eða ekki. Það er ekki þar með sagt að ríkisstjórnin sjálf muni agitera fyrir já eða nei í heild sinni,“ segir Kristrún. „Stórkostlegur dagur fyrir jafnaðarmenn og Evrópusinna!“ Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, fagnar nýrri ríkisstjórn á Facebook-síðu sinni í dag. „Ný, frjálslynd ríkisstjórn með sterku sósíaldemókratísku ívafi tekur við í dag. Þrjár sterkar konur í forystu, sem allar hafa staðið sig sérstaklega vel. Minn flokkur sem ég leiddi í upphafi leggur til einstakan leiðtoga og yngsta forsætisráðherra í heiminum,“ segir hann. „Áreiðanlega kom mörgum á óvart skýrt loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna um aðild Íslands að ESB sem verður haldin árið 2027. Stórkostlegur dagur fyrir jafnaðarmenn og Evrópusinna!“ Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins og fráfarandi forsætisráðherra, líst ekki jafnvel á þessa hugmynd. Hann segir að ríkisstjórn þurfi að hafa samhenta stefnu um það hvar Ísland eigi að standa í samskiptum við Evrópusambandið. „Svo er það að fara í evrópuleiðangurinn og segja opinberlega að flokkarnir ætli ekki að vera sammála um þau mál, heldur bara framkalla þjóðaratkvæðagreiðslu um þau mál, eins og það sé stóra baráttumálið, en ekki það að stjórnmálaflokkar verði að hafa stefnu um það hvar Ísland á heima í samskiptum við Evrópusambandið.“
Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira