Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. desember 2024 21:29 Fjöldi fólks hefur komið og lagt blóm við Johannis kirkju í Magdeburg til minningar um fórnarlömb árasar á jólamarkaði í borginni í gærkvöldi. AP/Michael Probst Olaf Scholz Þýskalandskanslari heimsótti Magdeburg í dag til að minnast þeirra sem féllu í mannskæðri árás þar í borg í gær og votta hinum særðu virðingu sína. Hann hefur heitið því að málið verði rannsakað til hlítar. Á meðan fjöldi fólks, meðal annars fjölskyldur fórnarlamba árásarinnar og viðbragðsaðilar, sóttu minningarathöfn í dómkirkjunni, létu mótmælendur eftir sér taka á götum borgarinnar. Minnst fimm eru látnir og rúmlega tvö hundruð særðir eftir að bíl var ekið á miklum hraða inn í þvögu fólks á jólamarkaði í Magdeburg í gærkvöld. Árásarmaðurinn er talinn hafa verið einn að verki. Þýski miðillinn Deutsche Welle segir frá minningarathöfn við dómkirkjuna í Magdeburg í kvöld þar sem fjöldi fólks kom saman til að minnast hinna látnu. Fram hefur komið í fréttum að hinn grunaði árásarmaður sé læknir frá Sádi-Arabíu sem hefur búið í Þýskalandi í allmörg ár. Þá er honum lýst sem stuðningsmanni stjórnmálaflokknum AfD, fjar-hægri stjórnmálaafls sem sumir segja halda uppi öfgafullum málflutningi. Á meðan syrgjendur komu saman í dómkirkjunni gekk hópur mótmælenda, fólk sem tilheyrir hinu svokallaða fjar-hægri, um götur borgarinnar og kyrjaði meðal annars „Við erum fólkið,“ og báru borða með skilaboðunum „heimaland“ og „heimflutningur“ að því er fram kemur í umfjöllun DW. Lögreglan áætlar að um þúsund mótmælendur hafi tekið þátt í göngunni. Hópur fjar-hægrimanna gekk um með borða í Magdeburg í kvöld. AP Auk Schols kanslara voru fleiri ráðamenn viðstaddir minningarathöfnina, meðal annars Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands. „Fólskuleg árás gærkvöldsins skilur okkur eftir sorgmædd og reið, hjálparlaus og óttaslegin, í óvissu og örvæntingarfull, orðlaus… við erum í áfalli og finnum fyrir afleiðingunum. Við erum hér í kirkjunni í kvöld með tilfinningar sem erfitt er að ná utan um,“ sagði Gerhard Feige biskup sem stýrði athöfninni. Þýskaland Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Minnst fimm eru látnir og rúmlega tvö hundruð særðir eftir að bíl var ekið á miklum hraða inn í þvögu fólks á jólamarkaði í Magdeburg í gærkvöld. Árásarmaðurinn er talinn hafa verið einn að verki. Þýski miðillinn Deutsche Welle segir frá minningarathöfn við dómkirkjuna í Magdeburg í kvöld þar sem fjöldi fólks kom saman til að minnast hinna látnu. Fram hefur komið í fréttum að hinn grunaði árásarmaður sé læknir frá Sádi-Arabíu sem hefur búið í Þýskalandi í allmörg ár. Þá er honum lýst sem stuðningsmanni stjórnmálaflokknum AfD, fjar-hægri stjórnmálaafls sem sumir segja halda uppi öfgafullum málflutningi. Á meðan syrgjendur komu saman í dómkirkjunni gekk hópur mótmælenda, fólk sem tilheyrir hinu svokallaða fjar-hægri, um götur borgarinnar og kyrjaði meðal annars „Við erum fólkið,“ og báru borða með skilaboðunum „heimaland“ og „heimflutningur“ að því er fram kemur í umfjöllun DW. Lögreglan áætlar að um þúsund mótmælendur hafi tekið þátt í göngunni. Hópur fjar-hægrimanna gekk um með borða í Magdeburg í kvöld. AP Auk Schols kanslara voru fleiri ráðamenn viðstaddir minningarathöfnina, meðal annars Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands. „Fólskuleg árás gærkvöldsins skilur okkur eftir sorgmædd og reið, hjálparlaus og óttaslegin, í óvissu og örvæntingarfull, orðlaus… við erum í áfalli og finnum fyrir afleiðingunum. Við erum hér í kirkjunni í kvöld með tilfinningar sem erfitt er að ná utan um,“ sagði Gerhard Feige biskup sem stýrði athöfninni.
Þýskaland Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira