„Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 22. desember 2024 16:00 Ríkissaksóknari segir að vinnuframlags Helga sé ekki óskað. Dómsmálaráðherra hafnaði beiðni hennar um að leysa hann frá störfum í september síðastliðnum. Vísir/Vilhelm Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari sneri aftur til starfa á föstudag í fyrsta skipti frá í júní, en fékk engin verkefni til að sinna og hefur ekki aðgang að tölvukerfi embættisins. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sendi honum skilaboð fyrir viku þar sem fram kom að hans vinnuframlags væri ekki óskað. Helgi fær ekki séð að ríkissaksóknari hafi lagalega forsendu fyrir þessari ákvörðun. Í júlí lagði ríkissaksóknari til við dómsmálaráðherra að Helgi Magnús Gunnarsson yrði leystur frá störfum vegna ummæla sem hann hafði látið falla um innflytjendur. Þá sagði hún að háttsemi hans næði aftur til ársins 2017, og sneri að nokkrum tilvikum um óæskilega tjáningu hans. Sjá: Háttsemi Helga nái aftur til 2017 Dómsmálaráðherra hafnaði beiðni ríkissaksóknara 9. september síðast liðinn. Ummælin voru talin óviðeigandi og til þess fallin að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins, en sérstakar aðstæður hafi réttlætt þau. Helgi og fjölskylda hans hafði sætt þrálátum hótunum af hálfu Mohamad Kourani undanfarin ár. Helgi Magnús hefur verið í veikindaleyfi undanfarnar vikur en til stóð að hann hæfi störf að nýju fyrir helgi. Ríkissaksóknari vill enn meina að hans vinnuframlags sé ekki óskað, en hún hefur ekki falið honum nein verkefni og hann kemst ekki í tölvukerfi embættisins. Skilur ekki nokkurn skapaðan hlut í þessu „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er. Ég sé ekki að það sé nein lagaleg forsenda fyrir þessari ákvörðun hennar. Ég er í starfi skipaður af ráðherra og það er ekki hennar að ákveða neitt um það,“ segir Helgi. Hann segir að ráðherra hafi þegar tekið til umfjöllunar öll þau sjónarmið um óviðeigandi tjáningu sem Sigríður byggir ákvörðun sína á. Málið sé eiginlega orðið að einelti. „Ef hún virðir það ekki er það bara hennar vandamál.“ Helgi kveðst ekki vita hvað gerist í framhaldinu, en gerir ráð fyrir að ákvörðunin verði kærð til nýs ráðherra dómsmála. Málið farið að lykta ómálefnalega „Þetta er náttúrulega almannafé sem borgar mér laun, og að menn telji sig geta farið svona með almannafé, þetta er svolítið farið að lykta af einhverri ómálefnalegri illsku. Af hverju ekki bara að una niðurstöðu ráðherra sem var löglega fengin?“ Ákvörðun ráðherra væri lögbundin og bindandi. „Ákvörðun ráðherra, sem brást við ósk ríkissaksóknara um að leysa mig frá störfum, er búin að liggja fyrir frá 9. september síðast liðnum. Hún hafnaði kröfu ríkissaksóknara, að fengnum tveimur lögfræðiálitum sem hún aflaði, og þeirri ákvörðun á ríkissaksóknari að hlíta. Ákvörðunin er endanleg. Niðurstaða í máli þessu ræðst af lögum, nýr ráðherra getur ekki tekið aðra ákvörðun í málinu enda ekkert nýtt komið fram og ekkert sem breytir fyrri niðurstöðu.“ „Það hefur enginn getað útskýrt fyrir mér hverslags málsmeðferð þetta er, annað en einhver geðþótti. Ég velti því fyrir mér núna hvað í ósköpunum ég á að gera í þessari stöðu, á ég bara að sitja heima? Það á eftir að koma í ljós hvernig ég bregst við þessu en ég læt ekki hrekja mig úr starfi né mun ég lúffa fyrir þessu.“ Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Árásarmaðurinn staðið í hótunum við vararíkissaksóknara Karlmaður um þrítugt, sem úrskurðaður hefur verið í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir hnífstunguárás í verslun í Valshverfinu í Reykjavík, er sá sami og hefur um nokkurt skeið staðið í hótunum við Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara. 10. mars 2024 09:20 „Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir marga fegna því að sjá Mohamad Kourani bak við lás og slá. En þó hann sé ýkt dæmi erum við að flytja inn í stórum stíl menn sem gefa ekki mikið fyrir okkar samfélagsgerð og sáttmála. 16. júlí 2024 15:09 Vandræðasaga Helga: Skortur á hommum, meint „kerlingartussa“ og Facebook-þumallinn „Það má því segja að þau séu að verða þétt tvíeyki, Sigríður og Helgi Magnús,“ var skrifað í Viðskiptablaðið þegar Sigríður Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson voru skipuð í embætti ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara árið 2011, en þar á undan höfðu þau verið saksóknarar Alþingis í málaferlum á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í Landsdómsmálinu svokallaða. 1. ágúst 2024 08:01 „Ég hef látið orð út úr mér sem hefðu átt að vera ósögð“ Helgi Magnús Gunnarsson vararríkissaksóknari segist hafa látið út úr sér orð sem hann hefði betur látið ósögð. Þrátt fyrir það segir hann að ekkert sem hann hafi sagt hafi kastað rýrð á störf hans hjá embættinu. 1. ágúst 2024 11:12 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira
Í júlí lagði ríkissaksóknari til við dómsmálaráðherra að Helgi Magnús Gunnarsson yrði leystur frá störfum vegna ummæla sem hann hafði látið falla um innflytjendur. Þá sagði hún að háttsemi hans næði aftur til ársins 2017, og sneri að nokkrum tilvikum um óæskilega tjáningu hans. Sjá: Háttsemi Helga nái aftur til 2017 Dómsmálaráðherra hafnaði beiðni ríkissaksóknara 9. september síðast liðinn. Ummælin voru talin óviðeigandi og til þess fallin að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins, en sérstakar aðstæður hafi réttlætt þau. Helgi og fjölskylda hans hafði sætt þrálátum hótunum af hálfu Mohamad Kourani undanfarin ár. Helgi Magnús hefur verið í veikindaleyfi undanfarnar vikur en til stóð að hann hæfi störf að nýju fyrir helgi. Ríkissaksóknari vill enn meina að hans vinnuframlags sé ekki óskað, en hún hefur ekki falið honum nein verkefni og hann kemst ekki í tölvukerfi embættisins. Skilur ekki nokkurn skapaðan hlut í þessu „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er. Ég sé ekki að það sé nein lagaleg forsenda fyrir þessari ákvörðun hennar. Ég er í starfi skipaður af ráðherra og það er ekki hennar að ákveða neitt um það,“ segir Helgi. Hann segir að ráðherra hafi þegar tekið til umfjöllunar öll þau sjónarmið um óviðeigandi tjáningu sem Sigríður byggir ákvörðun sína á. Málið sé eiginlega orðið að einelti. „Ef hún virðir það ekki er það bara hennar vandamál.“ Helgi kveðst ekki vita hvað gerist í framhaldinu, en gerir ráð fyrir að ákvörðunin verði kærð til nýs ráðherra dómsmála. Málið farið að lykta ómálefnalega „Þetta er náttúrulega almannafé sem borgar mér laun, og að menn telji sig geta farið svona með almannafé, þetta er svolítið farið að lykta af einhverri ómálefnalegri illsku. Af hverju ekki bara að una niðurstöðu ráðherra sem var löglega fengin?“ Ákvörðun ráðherra væri lögbundin og bindandi. „Ákvörðun ráðherra, sem brást við ósk ríkissaksóknara um að leysa mig frá störfum, er búin að liggja fyrir frá 9. september síðast liðnum. Hún hafnaði kröfu ríkissaksóknara, að fengnum tveimur lögfræðiálitum sem hún aflaði, og þeirri ákvörðun á ríkissaksóknari að hlíta. Ákvörðunin er endanleg. Niðurstaða í máli þessu ræðst af lögum, nýr ráðherra getur ekki tekið aðra ákvörðun í málinu enda ekkert nýtt komið fram og ekkert sem breytir fyrri niðurstöðu.“ „Það hefur enginn getað útskýrt fyrir mér hverslags málsmeðferð þetta er, annað en einhver geðþótti. Ég velti því fyrir mér núna hvað í ósköpunum ég á að gera í þessari stöðu, á ég bara að sitja heima? Það á eftir að koma í ljós hvernig ég bregst við þessu en ég læt ekki hrekja mig úr starfi né mun ég lúffa fyrir þessu.“
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Árásarmaðurinn staðið í hótunum við vararíkissaksóknara Karlmaður um þrítugt, sem úrskurðaður hefur verið í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir hnífstunguárás í verslun í Valshverfinu í Reykjavík, er sá sami og hefur um nokkurt skeið staðið í hótunum við Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara. 10. mars 2024 09:20 „Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir marga fegna því að sjá Mohamad Kourani bak við lás og slá. En þó hann sé ýkt dæmi erum við að flytja inn í stórum stíl menn sem gefa ekki mikið fyrir okkar samfélagsgerð og sáttmála. 16. júlí 2024 15:09 Vandræðasaga Helga: Skortur á hommum, meint „kerlingartussa“ og Facebook-þumallinn „Það má því segja að þau séu að verða þétt tvíeyki, Sigríður og Helgi Magnús,“ var skrifað í Viðskiptablaðið þegar Sigríður Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson voru skipuð í embætti ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara árið 2011, en þar á undan höfðu þau verið saksóknarar Alþingis í málaferlum á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í Landsdómsmálinu svokallaða. 1. ágúst 2024 08:01 „Ég hef látið orð út úr mér sem hefðu átt að vera ósögð“ Helgi Magnús Gunnarsson vararríkissaksóknari segist hafa látið út úr sér orð sem hann hefði betur látið ósögð. Þrátt fyrir það segir hann að ekkert sem hann hafi sagt hafi kastað rýrð á störf hans hjá embættinu. 1. ágúst 2024 11:12 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira
Árásarmaðurinn staðið í hótunum við vararíkissaksóknara Karlmaður um þrítugt, sem úrskurðaður hefur verið í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir hnífstunguárás í verslun í Valshverfinu í Reykjavík, er sá sami og hefur um nokkurt skeið staðið í hótunum við Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara. 10. mars 2024 09:20
„Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir marga fegna því að sjá Mohamad Kourani bak við lás og slá. En þó hann sé ýkt dæmi erum við að flytja inn í stórum stíl menn sem gefa ekki mikið fyrir okkar samfélagsgerð og sáttmála. 16. júlí 2024 15:09
Vandræðasaga Helga: Skortur á hommum, meint „kerlingartussa“ og Facebook-þumallinn „Það má því segja að þau séu að verða þétt tvíeyki, Sigríður og Helgi Magnús,“ var skrifað í Viðskiptablaðið þegar Sigríður Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson voru skipuð í embætti ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara árið 2011, en þar á undan höfðu þau verið saksóknarar Alþingis í málaferlum á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í Landsdómsmálinu svokallaða. 1. ágúst 2024 08:01
„Ég hef látið orð út úr mér sem hefðu átt að vera ósögð“ Helgi Magnús Gunnarsson vararríkissaksóknari segist hafa látið út úr sér orð sem hann hefði betur látið ósögð. Þrátt fyrir það segir hann að ekkert sem hann hafi sagt hafi kastað rýrð á störf hans hjá embættinu. 1. ágúst 2024 11:12