Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. desember 2024 21:47 Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði ræddi áherslur nýrrar ríkisstjórnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vísir/Ívar Fannar Það kemur á óvart að stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar sé ekki meira afgerandi um aðgerðir í velferðarmálum miðað við þær áherslur sem flokkarnir héldu á lofti fyrir kosningar. Tvö risavaxin mál er hins vegar að finna í sáttmálanum, annars vegar um auðlindir og hins vegar um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þetta segir Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, sem var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 um nýja ríkisstjórn og stefnuyfirlýsingu hennar sem kynnt var í gær. „Það eru tvö tröllvaxin mál þarna. Það er annars vegar baráttan sem hefur verið í íslenskum stjórnmálum í áratugi um kvótakerfið og úthlutun veiðiheimilda og hvernig gjald skuli innheimt fyrir þau er tekið þarna upp og gefið til kynna að þarna eigi að sækja næstum því fullt gjald. Það á að setja þetta ákvæði í stjórnarskrá,“ segir Eiríkur. Hins vegar þurfi slíkar breytingar á stjórnarskrá að fara í gegnum tvö þing. „Þetta hefur verið bara menningarátök íslenskra stjórnmála frá því að kvótakerfið var sett á. Síðan er það Evrópusambandsaðildin sem hefur klofið þessa þjóð rækilega í herðar niður,“ sagði Eiríkur. „Þarna ertu með tvö meiriháttar mál. Og svo á að rétta hlut bótaþega.“ Viðreisn hafi stöðvað skattahækkanir Leiðtogar stjórnarflokkanna hafa sagt að ekki standi til að hækka tekjuskatta, fjármagnstekjuskatta eða annað slíkt. Hins vegar er lögð áhersla á ýmis velferðarverkefni. Er þetta í einhvers konar búningi um skattahækkanir? „Nei það er þá þetta, það á að sækja þetta í auðlindirnar. Viðreisn hefur náð því í gegn að til dæmis fjármagnstekjuskattur er ekki hækkaður og skattar eru almennt ekki hækkaðir. En það á að sækja tekjurnar í fiskinn bara. En síðan er þetta nokkuð óljóst, hvað nákvæmlega á að gera í þessum velferðarmálum,“ svaraði Eiríkur. Formenn Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Flokks fólksins sýndu á spilin og undirrituðu stefnuyfirlýsingu ríkistjórnar flokkanna þriggja í gær.Vísir/Vilhelm Skýrt markmið en þykir útfærslan ekki afgerandi Hann hafi átt von á meira afgerandi útspili frá stjórnarflokkunum hvað varðar stefnu og þær breytingar sem eigi að gera í velferðarmálum, einkum í ljósi þess hvernig Flokkur fólksins hafi talað fyrir kosningar. „Eina sem er fast í hendi er breyting á vísitölunni, að það sé miðað við launavísitölu í bótagreiðslum til ellilífeyrisþega og annarra bótaþega frekar heldur en verðlagsvísitölu. En nú er búið að binda kjarasamninga undir verðlagsþróun í landinu til einhvers tíma, þannig að það er ekki að fara að skila nokkru í vasann alveg á næstunni. Þannig þetta kemur örlítið á óvart,“ segir Eiríkur. Markmiðið hjá ríkisstjórninni virðist þó vera skýrt, það eigi bara eftir að koma betur í ljós hvernig á að útfæra það. Sindri Sindrason fréttaþulur rifjaði upp nokkur af kosningaloforðum Ingu Sæland, meðal annars sem snúi að því að útrýma fátækt og útrýma biðlistum í heilbrigðisþjónustu, og velti því upp við Eirík hversu langt mundi líða þar til hún myndi þurfa að sætta sig við að það gengi ekki eftir. „Eigum við ekki að leyfa einhverjum tíma að líða áður en við sláum því föstu að það takist ekki. En ég hef ekki séð neitt í gær og í dag sem að segir mér hvernig hún ætlar að fara að þessu,“ svaraði Eiríkur. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Skattar og tollar Evrópusambandið Félagsmál Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gíg Innlent Fleiri fréttir Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Sjá meira
Þetta segir Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, sem var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 um nýja ríkisstjórn og stefnuyfirlýsingu hennar sem kynnt var í gær. „Það eru tvö tröllvaxin mál þarna. Það er annars vegar baráttan sem hefur verið í íslenskum stjórnmálum í áratugi um kvótakerfið og úthlutun veiðiheimilda og hvernig gjald skuli innheimt fyrir þau er tekið þarna upp og gefið til kynna að þarna eigi að sækja næstum því fullt gjald. Það á að setja þetta ákvæði í stjórnarskrá,“ segir Eiríkur. Hins vegar þurfi slíkar breytingar á stjórnarskrá að fara í gegnum tvö þing. „Þetta hefur verið bara menningarátök íslenskra stjórnmála frá því að kvótakerfið var sett á. Síðan er það Evrópusambandsaðildin sem hefur klofið þessa þjóð rækilega í herðar niður,“ sagði Eiríkur. „Þarna ertu með tvö meiriháttar mál. Og svo á að rétta hlut bótaþega.“ Viðreisn hafi stöðvað skattahækkanir Leiðtogar stjórnarflokkanna hafa sagt að ekki standi til að hækka tekjuskatta, fjármagnstekjuskatta eða annað slíkt. Hins vegar er lögð áhersla á ýmis velferðarverkefni. Er þetta í einhvers konar búningi um skattahækkanir? „Nei það er þá þetta, það á að sækja þetta í auðlindirnar. Viðreisn hefur náð því í gegn að til dæmis fjármagnstekjuskattur er ekki hækkaður og skattar eru almennt ekki hækkaðir. En það á að sækja tekjurnar í fiskinn bara. En síðan er þetta nokkuð óljóst, hvað nákvæmlega á að gera í þessum velferðarmálum,“ svaraði Eiríkur. Formenn Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Flokks fólksins sýndu á spilin og undirrituðu stefnuyfirlýsingu ríkistjórnar flokkanna þriggja í gær.Vísir/Vilhelm Skýrt markmið en þykir útfærslan ekki afgerandi Hann hafi átt von á meira afgerandi útspili frá stjórnarflokkunum hvað varðar stefnu og þær breytingar sem eigi að gera í velferðarmálum, einkum í ljósi þess hvernig Flokkur fólksins hafi talað fyrir kosningar. „Eina sem er fast í hendi er breyting á vísitölunni, að það sé miðað við launavísitölu í bótagreiðslum til ellilífeyrisþega og annarra bótaþega frekar heldur en verðlagsvísitölu. En nú er búið að binda kjarasamninga undir verðlagsþróun í landinu til einhvers tíma, þannig að það er ekki að fara að skila nokkru í vasann alveg á næstunni. Þannig þetta kemur örlítið á óvart,“ segir Eiríkur. Markmiðið hjá ríkisstjórninni virðist þó vera skýrt, það eigi bara eftir að koma betur í ljós hvernig á að útfæra það. Sindri Sindrason fréttaþulur rifjaði upp nokkur af kosningaloforðum Ingu Sæland, meðal annars sem snúi að því að útrýma fátækt og útrýma biðlistum í heilbrigðisþjónustu, og velti því upp við Eirík hversu langt mundi líða þar til hún myndi þurfa að sætta sig við að það gengi ekki eftir. „Eigum við ekki að leyfa einhverjum tíma að líða áður en við sláum því föstu að það takist ekki. En ég hef ekki séð neitt í gær og í dag sem að segir mér hvernig hún ætlar að fara að þessu,“ svaraði Eiríkur.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Skattar og tollar Evrópusambandið Félagsmál Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gíg Innlent Fleiri fréttir Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Sjá meira