Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Sindri Sverrisson skrifar 23. desember 2024 12:30 Litlu munaði að Gísli Þorgeir Kristjánsson væri á jólamarkaðnum í Magdeburg þegar maður ók þar inn í mannfjöldann og varð fimm manns að bana. Getty/Marco Steinbrenner Þýska handknattleiksdeildin hefur nú samþykkt að heimaleik Magdeburgar við Erlangen, sem fara átti fram annan í jólum, verði frestað um ótilgreindan tíma vegna grimmdarverkanna á jólamarkaðnum í Magdeburg. Áður hafði leik liðsins við Eisenach, sem fara átti fram í gær, verið frestað. Þetta þýðir að Gísli Þorgeir Kristjánsson spilar ekki fleiri leiki með Magdeburg á þessu ári, og raunar ekki aftur fyrr en í febrúar, eftir að heimsmeistaramótinu lýkur í Króatíu. Áður var ljóst að Ómar Ingi Magnússon spilaði ekki meira með liðinu á þessu ári, vegna meiðsla. Það munaði ekki miklu að Gísli og kærasta hans, Rannveig Bjarnadóttir, hefðu verið á jólamarkaðnum þegar maður ók bíl á miklum hraða inn í þvögu fólks á markaðnum. Fimm manns létust í árásinni og 200 slösuðust, og ljóst að mikil sorg ríkir í Magdeburg þar sem um 240.000 manns búa. „Að okkar mati er þetta ekki rétti tíminn til þess að halda stóra viðburði, svo skömmu eftir hryðjuverkaárásina í Magdeburg. Í borg með 240.000 íbúum þá tengjast sennilega allir með einhverjum hætti hinum látnu, slösuðu eða þeim sem nú hlúa að þeim. Þetta hefur áhrif á okkar stuðningsfólk, okkar lið og okkar starfsfólk,“ sagði Marc-Henrik Schmedt, framkvæmdastjóri Magdeburgarliðsins. „Ég tel að fólkið í Magdeburg sé enn í áfalli. Núna er fólk að syrgja hina látnu og styðja við þá sem slösuðust, og að þakka þeim sem komu til bjargar. Við erum sammála borgaryfirvöldum um að það væri óábyrgt að binda öryggisstarfsfólk við handboltaleik í ljósi fjölda minningarathafna og samkoma í dag og næstu daga,“ sagði Schmedt en bætti við að félagið væri meðvitað um hlutverk sitt sem sameiningartákn. Núna þyrfti hins vegar fólk að fá tíma og frið. Eins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýr utanríkisráðherra, benti á í Silfrinu á laugardag kemur sonur hennar því óvenju snemma heim í jólafrí en Gísli og félagar í landsliðinu hefja svo brátt æfingar fyrir heimsmeistaramótið. Allur landsliðshópurinn byrjar formlega æfingar 2. janúar áður en haldið verður svo í vináttulandsleiki við Svía ytra, 9. og 11. janúar, en fyrsti leikur á HM er við Grænhöfðaeyjar 16. janúar. Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Áður hafði leik liðsins við Eisenach, sem fara átti fram í gær, verið frestað. Þetta þýðir að Gísli Þorgeir Kristjánsson spilar ekki fleiri leiki með Magdeburg á þessu ári, og raunar ekki aftur fyrr en í febrúar, eftir að heimsmeistaramótinu lýkur í Króatíu. Áður var ljóst að Ómar Ingi Magnússon spilaði ekki meira með liðinu á þessu ári, vegna meiðsla. Það munaði ekki miklu að Gísli og kærasta hans, Rannveig Bjarnadóttir, hefðu verið á jólamarkaðnum þegar maður ók bíl á miklum hraða inn í þvögu fólks á markaðnum. Fimm manns létust í árásinni og 200 slösuðust, og ljóst að mikil sorg ríkir í Magdeburg þar sem um 240.000 manns búa. „Að okkar mati er þetta ekki rétti tíminn til þess að halda stóra viðburði, svo skömmu eftir hryðjuverkaárásina í Magdeburg. Í borg með 240.000 íbúum þá tengjast sennilega allir með einhverjum hætti hinum látnu, slösuðu eða þeim sem nú hlúa að þeim. Þetta hefur áhrif á okkar stuðningsfólk, okkar lið og okkar starfsfólk,“ sagði Marc-Henrik Schmedt, framkvæmdastjóri Magdeburgarliðsins. „Ég tel að fólkið í Magdeburg sé enn í áfalli. Núna er fólk að syrgja hina látnu og styðja við þá sem slösuðust, og að þakka þeim sem komu til bjargar. Við erum sammála borgaryfirvöldum um að það væri óábyrgt að binda öryggisstarfsfólk við handboltaleik í ljósi fjölda minningarathafna og samkoma í dag og næstu daga,“ sagði Schmedt en bætti við að félagið væri meðvitað um hlutverk sitt sem sameiningartákn. Núna þyrfti hins vegar fólk að fá tíma og frið. Eins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýr utanríkisráðherra, benti á í Silfrinu á laugardag kemur sonur hennar því óvenju snemma heim í jólafrí en Gísli og félagar í landsliðinu hefja svo brátt æfingar fyrir heimsmeistaramótið. Allur landsliðshópurinn byrjar formlega æfingar 2. janúar áður en haldið verður svo í vináttulandsleiki við Svía ytra, 9. og 11. janúar, en fyrsti leikur á HM er við Grænhöfðaeyjar 16. janúar.
Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða