Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar 30. desember 2024 11:01 Hækkandi raforkuverð kemur sér illa fyrir alla. Raforkuverð ræðst almennt af framboði og eftirspurn; sé framboð minna en eftirspurn, hækkar verðið. Íslendingar hafa búið við lágt raforkuverð fram að þessu og er það ekki hvað síst að þakka traustum langtíma samningum við stórnotendur eins og álverin, en þeir samningar lögðu einnig grunninn að raforkuöryggi þjóðarinnar. Innviðir þjóðarinnar hafa stækkað, fólki hefur fjölgað og atvinnuvegir vaxið. Slíkur vöxtur krefst meiri raforku. Til viðbótar höfum við skuldbundið okkur til þess að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir sjálfbæra orkugjafa. Á meðan orkuþörfin hefur aukist, hefur lítið sem ekkert verið gert í raforkuuppbyggingu í landinu. Tíu ára stöðnun er að koma í bakið á þjóðinni, bæði almenningi og fyrirtækjum í landinu; stórum sem smáum. Álverin hafa ítrekað tekið á sig skerðingar raforku til að skýla almenningi fyrir áhrifum af hinum ýmsu atburðum í raforkukerfinu. Skerðingar til stórnotenda eru varnagli raforkufyrirtækja og hluti af langtímasamningum. Hins vegar eiga þær einungis við í ákveðnum aðstæðum og verða alltaf til þess að álverin fá minni raforku afhenta en gert er ráð fyrir. Þar með lækkar afkoma álveranna; en bæði fjárfestingar, kaup á innlendri vöru og þjónustu sem og skattgreiðslur lækka. Orkuverð er grunnþáttur í flestri atvinnustarfsemi, þar sem hækkandi orkuverð leiðir til minni framlegðar. Verri afkoma atvinnulífsins hefur bein áhrif á rekstur hins opinbera og afkomu heimilanna í landinu; það er jú atvinnulífið sem skapar verðmætin í samfélaginu. Því miður er staðan sú að það tekur tíma að reisa ný raforkuver þótt viljinn sé vonandi fyrir hendi hjá þeim sem nú hafa tekið við stjórnartaumunum. Til að tryggja hagvöxt og velsæld þurfum við næga orku. Hana þurfum við að útvega án þess að skerða orku til þeirra mikilvægu innviða atvinnulífsins sem halda uppi lífsgæðum í landinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Samál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Guðríður Eldey Arnardóttir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Hækkandi raforkuverð kemur sér illa fyrir alla. Raforkuverð ræðst almennt af framboði og eftirspurn; sé framboð minna en eftirspurn, hækkar verðið. Íslendingar hafa búið við lágt raforkuverð fram að þessu og er það ekki hvað síst að þakka traustum langtíma samningum við stórnotendur eins og álverin, en þeir samningar lögðu einnig grunninn að raforkuöryggi þjóðarinnar. Innviðir þjóðarinnar hafa stækkað, fólki hefur fjölgað og atvinnuvegir vaxið. Slíkur vöxtur krefst meiri raforku. Til viðbótar höfum við skuldbundið okkur til þess að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir sjálfbæra orkugjafa. Á meðan orkuþörfin hefur aukist, hefur lítið sem ekkert verið gert í raforkuuppbyggingu í landinu. Tíu ára stöðnun er að koma í bakið á þjóðinni, bæði almenningi og fyrirtækjum í landinu; stórum sem smáum. Álverin hafa ítrekað tekið á sig skerðingar raforku til að skýla almenningi fyrir áhrifum af hinum ýmsu atburðum í raforkukerfinu. Skerðingar til stórnotenda eru varnagli raforkufyrirtækja og hluti af langtímasamningum. Hins vegar eiga þær einungis við í ákveðnum aðstæðum og verða alltaf til þess að álverin fá minni raforku afhenta en gert er ráð fyrir. Þar með lækkar afkoma álveranna; en bæði fjárfestingar, kaup á innlendri vöru og þjónustu sem og skattgreiðslur lækka. Orkuverð er grunnþáttur í flestri atvinnustarfsemi, þar sem hækkandi orkuverð leiðir til minni framlegðar. Verri afkoma atvinnulífsins hefur bein áhrif á rekstur hins opinbera og afkomu heimilanna í landinu; það er jú atvinnulífið sem skapar verðmætin í samfélaginu. Því miður er staðan sú að það tekur tíma að reisa ný raforkuver þótt viljinn sé vonandi fyrir hendi hjá þeim sem nú hafa tekið við stjórnartaumunum. Til að tryggja hagvöxt og velsæld þurfum við næga orku. Hana þurfum við að útvega án þess að skerða orku til þeirra mikilvægu innviða atvinnulífsins sem halda uppi lífsgæðum í landinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Samál
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar