Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 3. janúar 2025 11:01 Það er sjálfsagt mál og eðlilegt að takast á um það sem betur má fara í samfélaginu. Sú umræða endar aldrei og ný vandamál skjóta upp kollinum um leið og ráðið er bót á öðrum. En það er ekki málefnum til framdráttar að uppnefna fólk og saka það um firringu þegar rætt er um hlutlægar staðreyndir. Forseti ASÍ greinir frá því í grein á Vísi að hann sé ekki sáttur með það að vera sakaður um upplýsingaóreiðu í umræðu um auðlindagjald. Tilefni ummæla forsetans er kurteisisleg ábending mín um að ASÍ hefði í aðdraganda kosninga farið með rangt mál um auðlindagjöld af fiskeldi og sjávarútvegi. Sannast sagna átti ég von á því að ASÍ leiðrétti hina röngu frásögn, en því fór fjarri. Forseti ASÍ sakar mig um „tæknilegan útúrsnúning“ og að „skauta fram hjá aðalatriðum málsins“. Það verður talin nokkuð sérstök orðnotkun þar sem forsetinn kýs sjálfur að skauta efnislega fram hjá öllu sem um var rætt í ábendingu minni. Það skal því áréttað enn á ný að Alþýðusambandið fer ranglega með í framsetningu sinni á auðlindagjaldi í fiskeldi. Sjálfsagt mál er að ASÍ krefjist breytinga á gjaldinu en sambandið verður að sýna því skilning að bent sé á rangfærslur. Fullyrt er á Fésbókarsíðu ASÍ að enginn auðlindaskattur sé í fiskeldi á Íslandi. Þarna er ekki rétt með farið. Orðrétt sagði í frumvarpi til laga um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð frá árinu 2019 að: „Gjald samkvæmt frumvarpinu grundvallast á þeirri aðstöðu að handhafar rekstrarleyfa til sjókvíaeldis njóta takmarkaðra réttinda til hagnýtingar auðlinda.“ Það er varla hægt að orða það skýrar og það er ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en hér sé verið að greiða fyrir afnot af hagnýtingu auðlinda. Það kann að vera að ASÍ sé á þeirri skoðun að gjaldið eigi að vera hærra, en að það sé ekki til staðar er hreinlega ekki rétt. Reyndar er það svo að íslensku fyrirtækin hefðu greitt mun minna til ríkisins ef farin hefði verið sama leið og Norðmenn við auðlindagjaldtöku í fiskeldi. Norðmenn greiða auðlindagjald af hagnaði, með ríflegu frítekjumarki og aðeins af þeirri framlegð sem myndast í sjó. Íslensku fyrirtækin greiða af allri framleiðslu – óháð afkomu. Fyrir fimm árum var lögum breytt á Íslandi og nú eru ný leyfi til laxeldis í sjó boðin út. Það hefur því miður ekki gerst enn þá, enda ný svæði ekki verið helguð til eldis. Þessum lögum var breytt á svipuðum tíma í Noregi og örfáum leyfum úthlutað á þessari forsendu. Á þetta benti hagfræðingurinn Karen Ulltveit-Moe sem ASÍ flutti sérstaklega inn á ársþing sitt. Einhverra hluta vegna ákvað ASÍ að skauta fram hjá því. Varðandi spurningu forseta ASÍ um hvort sjávarútvegurinn sé einkamál kvótakónga, sem hann kýs svo ósmekklega að kalla, þá er sjálfsagt að upplýsa hann um að svo er ekki. Kerfið virkar þannig að öll lög og ákvarðanir um sjávarútveg á Íslandi eru á hendi löggjafans. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi eru ekki sammála öllu því sem löggjafinn tekur sér fyrir hendur og áskilja sér allan rétt til að benda á það. Á sama hátt og ASÍ er ekki sammála öllu sem lagt er til á Alþingi og kemur sjónarmiðum sínum rækilega á framfæri þegar það á við. Krafa ASÍ um að þjóðin fái hlutdeild í arði af auðlindum sínum er fullkomlega réttmæt og þannig á það að vera. Og helst af öllum auðlindum. En það veit forseti ASÍ jafnvel og hver annar að sanngjörn eða réttlát hlutdeild er ekki beinlínis auðfundin og sitt sýnist hverjum. Það verður sjálfsagt umdeilanlegt um fyrirsjáanlega framtíð. Það færi betur á því að forseti ASÍ svaraði efnislega þegar á það er bent að sambandið setji fram rangar fullyrðingar. Að drepa málinu á dreif með því að uppnefna fólk og gera því upp firringu svarar ekki spurningunni. Forseti ASÍ bítur svo eiginlega höfuðið af skömminni í svargrein sinni með því að leggja sérstaka áherslu á að: „Í þjóðmálakönnun sem Gallup framkvæmdi fyrir ASÍ töldu einungis 25% þjóðarinnar að hlutdeild almennings í þeim arði sem verður til við nýtingu auðlinda sé réttlát.“ Hvernig ætli standi á því? Gæti verið að upplýsingaóreiða sem ASÍ neitar að gangast við eigi þátt í því? Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Stéttarfélög Heiðrún Lind Marteinsdóttir ASÍ Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Skoðun Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Sjá meira
Það er sjálfsagt mál og eðlilegt að takast á um það sem betur má fara í samfélaginu. Sú umræða endar aldrei og ný vandamál skjóta upp kollinum um leið og ráðið er bót á öðrum. En það er ekki málefnum til framdráttar að uppnefna fólk og saka það um firringu þegar rætt er um hlutlægar staðreyndir. Forseti ASÍ greinir frá því í grein á Vísi að hann sé ekki sáttur með það að vera sakaður um upplýsingaóreiðu í umræðu um auðlindagjald. Tilefni ummæla forsetans er kurteisisleg ábending mín um að ASÍ hefði í aðdraganda kosninga farið með rangt mál um auðlindagjöld af fiskeldi og sjávarútvegi. Sannast sagna átti ég von á því að ASÍ leiðrétti hina röngu frásögn, en því fór fjarri. Forseti ASÍ sakar mig um „tæknilegan útúrsnúning“ og að „skauta fram hjá aðalatriðum málsins“. Það verður talin nokkuð sérstök orðnotkun þar sem forsetinn kýs sjálfur að skauta efnislega fram hjá öllu sem um var rætt í ábendingu minni. Það skal því áréttað enn á ný að Alþýðusambandið fer ranglega með í framsetningu sinni á auðlindagjaldi í fiskeldi. Sjálfsagt mál er að ASÍ krefjist breytinga á gjaldinu en sambandið verður að sýna því skilning að bent sé á rangfærslur. Fullyrt er á Fésbókarsíðu ASÍ að enginn auðlindaskattur sé í fiskeldi á Íslandi. Þarna er ekki rétt með farið. Orðrétt sagði í frumvarpi til laga um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð frá árinu 2019 að: „Gjald samkvæmt frumvarpinu grundvallast á þeirri aðstöðu að handhafar rekstrarleyfa til sjókvíaeldis njóta takmarkaðra réttinda til hagnýtingar auðlinda.“ Það er varla hægt að orða það skýrar og það er ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en hér sé verið að greiða fyrir afnot af hagnýtingu auðlinda. Það kann að vera að ASÍ sé á þeirri skoðun að gjaldið eigi að vera hærra, en að það sé ekki til staðar er hreinlega ekki rétt. Reyndar er það svo að íslensku fyrirtækin hefðu greitt mun minna til ríkisins ef farin hefði verið sama leið og Norðmenn við auðlindagjaldtöku í fiskeldi. Norðmenn greiða auðlindagjald af hagnaði, með ríflegu frítekjumarki og aðeins af þeirri framlegð sem myndast í sjó. Íslensku fyrirtækin greiða af allri framleiðslu – óháð afkomu. Fyrir fimm árum var lögum breytt á Íslandi og nú eru ný leyfi til laxeldis í sjó boðin út. Það hefur því miður ekki gerst enn þá, enda ný svæði ekki verið helguð til eldis. Þessum lögum var breytt á svipuðum tíma í Noregi og örfáum leyfum úthlutað á þessari forsendu. Á þetta benti hagfræðingurinn Karen Ulltveit-Moe sem ASÍ flutti sérstaklega inn á ársþing sitt. Einhverra hluta vegna ákvað ASÍ að skauta fram hjá því. Varðandi spurningu forseta ASÍ um hvort sjávarútvegurinn sé einkamál kvótakónga, sem hann kýs svo ósmekklega að kalla, þá er sjálfsagt að upplýsa hann um að svo er ekki. Kerfið virkar þannig að öll lög og ákvarðanir um sjávarútveg á Íslandi eru á hendi löggjafans. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi eru ekki sammála öllu því sem löggjafinn tekur sér fyrir hendur og áskilja sér allan rétt til að benda á það. Á sama hátt og ASÍ er ekki sammála öllu sem lagt er til á Alþingi og kemur sjónarmiðum sínum rækilega á framfæri þegar það á við. Krafa ASÍ um að þjóðin fái hlutdeild í arði af auðlindum sínum er fullkomlega réttmæt og þannig á það að vera. Og helst af öllum auðlindum. En það veit forseti ASÍ jafnvel og hver annar að sanngjörn eða réttlát hlutdeild er ekki beinlínis auðfundin og sitt sýnist hverjum. Það verður sjálfsagt umdeilanlegt um fyrirsjáanlega framtíð. Það færi betur á því að forseti ASÍ svaraði efnislega þegar á það er bent að sambandið setji fram rangar fullyrðingar. Að drepa málinu á dreif með því að uppnefna fólk og gera því upp firringu svarar ekki spurningunni. Forseti ASÍ bítur svo eiginlega höfuðið af skömminni í svargrein sinni með því að leggja sérstaka áherslu á að: „Í þjóðmálakönnun sem Gallup framkvæmdi fyrir ASÍ töldu einungis 25% þjóðarinnar að hlutdeild almennings í þeim arði sem verður til við nýtingu auðlinda sé réttlát.“ Hvernig ætli standi á því? Gæti verið að upplýsingaóreiða sem ASÍ neitar að gangast við eigi þátt í því? Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun