Íslenska landsliðið kom saman til æfinga í Víkinni í gær, til undirbúnings fyrir HM. Liðið æfði svo aftur í dag og verður við æfingar hér á landi fram á miðvikudag þegar það heldur til Svíþjóðar, í tvo vináttulandsleiki við heimamenn 9. og 11. janúar.
Vísir hitti Aron og Elvar á æfingu í dag og segjast þessir lykilmenn íslenska liðsins engar áhyggjur hafa af sinni stöðu fyrir HM, þrátt fyrir að hafa ekki getað tekið fullan þátt í fyrstu formlegu liðsæfingunum.
Elvar er að glíma við tognun í rassvöðva en ætlar að ná leikjunum gegn Svíþjóð, og reiknar með að spila fyrsta leik á HM sem verður við Grænhöfðaeyjar í Zagreb, fimmtudagskvöldið 16. janúar.
Svipaða sögu er að segja af Aroni sem fór of geyst í æfingum á milli jóla og nýárs.

Staðan virðist því góð á átján manna hópnum sem Snorri Steinn Guðjónsson valdi fyrir HM, en Ómar Ingi Magnússon gat ekki gefið kost á sér vegna sinna meiðsla.
HM-hópur Íslands 2025
Markverðir:
- Björgvin Páll Gústavsson, Valur 273 leikir/24 mörk
- Viktor Gísli Hallgrímsson, Wista Plock 60/1
Aðrir leikmenn:
- Arnar Freyr Arnarsson, Melsungen 100/101
- Aron Pálmarsson, Veszprém 177/674
- Bjarki Már Elísson, Veszprém 118/401
- Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia 14/5
- Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach 50/109
- Elvar Örn Jónsson, Melsungen 79/183
- Gísli Þorgeir Kristjánsson, Magdeburg 60/139
- Haukur Þrastarson, Dinamo Búkarest 35/50
- Janus Daði Smárason, Pick Szeged 86/146
- Óðinn Ríkharðsson, Kadetten Scaffhausen 42/130
- Orri Freyr Þorkelsson, Sporting 16/41
- Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad 76/214
- Teitur Örn Einarsson, Gummersbach, 36/36
- Þorsteinn Leó Gunnarsson, Porto 5/10
- Viggó Kristjánsson, Leipzig 59/165
- Ýmir Örn Gíslason, Göppingen 92/36