„Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 3. janúar 2025 13:00 Gísli Þorgeir Kristjánsson pollslakur með kaffibolla á æfingu landsliðsins í Víkinni í dag. vísir/Ívar „Við dílum við þetta,“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson, liðsfélagi Ómars Inga Magnússonar í landsliðinu og hjá Magdeburg. Gísli er á leið á HM en nú án þess að hafa Ómar við hlið sér því sá síðarnefndi glímir við ökklameiðsli. „Það er ekkert leyndarmál að það er gríðarlega mikill missir að missa Ómar. En við getum ekki dvalið við það neitt. Viggó [Kristjánsson] og Teitur [Örn Einarsson] eru líka frábærir handboltamenn og þurfa að díla við þetta. Við erum auðvitað eitt lið og stöndum allir saman. Við dílum við þetta, stöndum enn þéttar saman og ég er spenntur fyrir þessari áskorun,“ segir Gísli á æfingu landsliðsins í Víkinni í dag. Hluta af viðtalinu má sjá hér að neðan. Klippa: Gísli um fjarveru félaga síns Ómars Aðspurður hvernig hann hefði skynjað líðan Ómars, sem meiddist í leik í upphafi desember, svarar Gísli: „Æi. Það er auðvitað gríðarlega erfitt að missa af þessu móti því stórmót, sérstaklega fyrir okkur íslensku landsliðsmennina, er hápunktur á árinu. Að spila fyrir land og þjóð – þessi frábæri hópur sem hér hefur myndast.“ „Auðvitað er leiðinlegt fyrir Ómar að missa af þessu en ég hef engar áhyggjur af honum andlega, því ég veit hversu gríðarlega sterkur hann er á því sviði. En þetta er svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur.“ Slóvenar stærsta prófraunin Ísland mætir Svíum ytra í tveimur vináttulandsleikjum 9. og 11. janúar, og spilar svo við Grænhöfðaeyjar 16. janúar í fyrsta leik á HM. Liðið er einnig í riðli með Kúbu og Slóveníu, og komast þrjú efstu liðin áfram í milliriðlakeppnina. Gísli vill ekki vera með neinar yfirlýsingar varðandi markmiðin á mótinu: „Þetta hljómar frekar klisjulega en við tökum bara einn leik í einu. Einbeitum okkur að riðlinum sem við erum í og ætlum að klára hann almennilega. Okkar stærsta prófraun þar er Slóveníuleikurinn því Slóvenar eru með frábært lið, heimsklassaleikmenn. Riðillinn er það sem við fókusum á fyrst.“ Nánar er rætt við Gísla í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld og á Vísi í fyrramálið. Fyrsti leikur Íslands á HM er 16. janúar. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 fylgir íslenska landsliðinu á HM og fjallar ítarlega um strákana okkar allt mótið. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ „Það er alltaf allt jákvætt svona í byrjun og svo þurfum við að halda því þannig,“ segir Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, ánægður með byrjunina á undirbúningi fyrir HM í handbolta. Hann hefur einnig notið þess í botn að snúa á ný í atvinnumennsku í vetur, með Veszprém, og fékk blíðar viðtökur hjá sínu gamla félagi þrátt fyrir viðskilnaðinn árið 2017. 3. janúar 2025 11:54 Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Elvar Örn Jónsson og Aron Pálmarsson gátu ekki beitt sér að fullu á æfingu íslenska handboltalandsliðsins í dag, annan daginn í röð. Báðir ættu hins vegar að vera klárir í slaginn þegar HM hefst en fyrsti leikur Íslands þar er eftir þrettán daga. 3. janúar 2025 10:59 Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska karlalandsliðið í handbolta er byrjað að æfa fyrir heimsmeistaramótið sem brátt hefst í Króatíu, Danmörku og Noregi. 2. janúar 2025 13:32 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
„Það er ekkert leyndarmál að það er gríðarlega mikill missir að missa Ómar. En við getum ekki dvalið við það neitt. Viggó [Kristjánsson] og Teitur [Örn Einarsson] eru líka frábærir handboltamenn og þurfa að díla við þetta. Við erum auðvitað eitt lið og stöndum allir saman. Við dílum við þetta, stöndum enn þéttar saman og ég er spenntur fyrir þessari áskorun,“ segir Gísli á æfingu landsliðsins í Víkinni í dag. Hluta af viðtalinu má sjá hér að neðan. Klippa: Gísli um fjarveru félaga síns Ómars Aðspurður hvernig hann hefði skynjað líðan Ómars, sem meiddist í leik í upphafi desember, svarar Gísli: „Æi. Það er auðvitað gríðarlega erfitt að missa af þessu móti því stórmót, sérstaklega fyrir okkur íslensku landsliðsmennina, er hápunktur á árinu. Að spila fyrir land og þjóð – þessi frábæri hópur sem hér hefur myndast.“ „Auðvitað er leiðinlegt fyrir Ómar að missa af þessu en ég hef engar áhyggjur af honum andlega, því ég veit hversu gríðarlega sterkur hann er á því sviði. En þetta er svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur.“ Slóvenar stærsta prófraunin Ísland mætir Svíum ytra í tveimur vináttulandsleikjum 9. og 11. janúar, og spilar svo við Grænhöfðaeyjar 16. janúar í fyrsta leik á HM. Liðið er einnig í riðli með Kúbu og Slóveníu, og komast þrjú efstu liðin áfram í milliriðlakeppnina. Gísli vill ekki vera með neinar yfirlýsingar varðandi markmiðin á mótinu: „Þetta hljómar frekar klisjulega en við tökum bara einn leik í einu. Einbeitum okkur að riðlinum sem við erum í og ætlum að klára hann almennilega. Okkar stærsta prófraun þar er Slóveníuleikurinn því Slóvenar eru með frábært lið, heimsklassaleikmenn. Riðillinn er það sem við fókusum á fyrst.“ Nánar er rætt við Gísla í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld og á Vísi í fyrramálið. Fyrsti leikur Íslands á HM er 16. janúar. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 fylgir íslenska landsliðinu á HM og fjallar ítarlega um strákana okkar allt mótið.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ „Það er alltaf allt jákvætt svona í byrjun og svo þurfum við að halda því þannig,“ segir Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, ánægður með byrjunina á undirbúningi fyrir HM í handbolta. Hann hefur einnig notið þess í botn að snúa á ný í atvinnumennsku í vetur, með Veszprém, og fékk blíðar viðtökur hjá sínu gamla félagi þrátt fyrir viðskilnaðinn árið 2017. 3. janúar 2025 11:54 Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Elvar Örn Jónsson og Aron Pálmarsson gátu ekki beitt sér að fullu á æfingu íslenska handboltalandsliðsins í dag, annan daginn í röð. Báðir ættu hins vegar að vera klárir í slaginn þegar HM hefst en fyrsti leikur Íslands þar er eftir þrettán daga. 3. janúar 2025 10:59 Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska karlalandsliðið í handbolta er byrjað að æfa fyrir heimsmeistaramótið sem brátt hefst í Króatíu, Danmörku og Noregi. 2. janúar 2025 13:32 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
„Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ „Það er alltaf allt jákvætt svona í byrjun og svo þurfum við að halda því þannig,“ segir Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, ánægður með byrjunina á undirbúningi fyrir HM í handbolta. Hann hefur einnig notið þess í botn að snúa á ný í atvinnumennsku í vetur, með Veszprém, og fékk blíðar viðtökur hjá sínu gamla félagi þrátt fyrir viðskilnaðinn árið 2017. 3. janúar 2025 11:54
Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Elvar Örn Jónsson og Aron Pálmarsson gátu ekki beitt sér að fullu á æfingu íslenska handboltalandsliðsins í dag, annan daginn í röð. Báðir ættu hins vegar að vera klárir í slaginn þegar HM hefst en fyrsti leikur Íslands þar er eftir þrettán daga. 3. janúar 2025 10:59
Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska karlalandsliðið í handbolta er byrjað að æfa fyrir heimsmeistaramótið sem brátt hefst í Króatíu, Danmörku og Noregi. 2. janúar 2025 13:32