Héraðsdómur Norðurlands eystra sakfelldi Steinþór og dæmdi hann í átta ára fangelsi. Landsréttur sýknaði hins vegar Steinþór.
Það var mat Landsréttar að Steinþóri hefði verið heimilt að beita neyðarvörn þegar hann hefði verið að afstýra stórhættulegri árás Tómasar, sem hefði í aðdraganda andlátsins ráðist að honum með stórum hníf.
Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu. Að mati hans er málið einstakt og frodæmisgefandi þar sem að afskaplega sjaldan sé fallist á að neyðarvörn hafi verið beitt.
Í raun hafi Hæstiréttur einungis einu sinni sýknað einstakling með vísan til 2. málsgreinar. 12. greinar. almennra hegningarlaga, sem kveður á um að manni skuli ekki refsað fari hann út fyrir takmörk leyfilegrar neyðarvarnar vegna þess að hann sé svo skelfdur eða forviða, eða þá að hann geti ekki fullkomnlega gætt sín.
Að mati Ríkissaksóknara var ekkert í framburði Steinþórs sem benti til þess að ákvæðið ætti við, og því hafi hann verið ranglega sýknaður.
Í ákvörðun Hæstaréttar segir að úrlausn málsins kunni að hafa verulega þýðingu um túlkun og beitingu ákvæðisins. Og því samþykkti dómurinn að taka málið fyrir.