„Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Haraldur Örn Haraldsson skrifar 3. janúar 2025 21:59 Benedikt hefur marga fjöruna sopið. Vísir/Anton Brink Tindastóll fór vestur í bæ í kvöld þar sem þeir mættu KR í Bónus deild karla í körfubolta. Tindastóll vann leikinn 95-116, en þetta var kaflaskiptur leikur. Benedikt Guðmundsson þjálfari liðsins var sáttur með sigurinn en var ósáttur með marg annað. „Þetta eru tvö stig í sarpinn og margir góðir kaflar. Ég er samt ofboðslega svekktur hvernig við byrjum leikinn, hvernig við byrjum seinni hálfleikinn. Við þurfum alltaf smá tíma til þess að koma okkur í gang. Það er eitthvað sem við verðum að laga fyrir næsta leik, því við höfum ekkert efni á svoleiðis. Um leið og menn fóru að gera þetta almennilega þá vorum við helvíti flottir um tíma.” Fyrsti og þriðji leikhlutar voru keimlíkir að því leiti að Tindastóll byrjaði þá leikhluta illa og Benedikt þurfti að taka leikhlé eftir um fimm mínútur í bæði skiptin. „Maður á ekkert það þurfa að taka leikhlé eftir fjórar til fimm mínútur, til þess að menn fari að taka á því og spila einhverja vörn. Við töluðum um það í hálfleik að við ætluðum ekki að leyfa því sama að gerast í seinni hálfleik, en það endaði með að ég þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum. Þá fóru menn loksins að gera þetta almennilega. Auðvitað voru KR-ingarnir samt bara flottir, ég ætla ekkert að taka af þeim. Þeir voru frábærir, sérstaklega í byrjun seinni hálfleiks og þeir náðu þessu niður í fimm stig. Sem betur fer náðum við að snúa þessu við, en það er ekkert alltaf hægt. Þannig við getum ekkert verið að leika okkur núna.” Benedikt í leik kvöldsins.Vísir/Anton Brink Það leið varla mínúta í þriðja leikhluta milli þess að Benedikt var búinn að taka sitt fyrsta leikhlé þar til hann tók sitt annað leikhlé. Það virtist þó virka hjá honum því Tindastóll tók gjörsamlega yfir eftir seinna leikhléið. „Ég fékk viðbrögð eftir leikhléið í fyrri hálfleik og menn voru allt aðrir eftir það leikhlé. Eftir fyrra leikhléið í byrjun seinni hálfleiks fékk ég hinsvegar ekki þessi viðbrögð sem ég vildi fá. Þannig að ég tek annað, og prófa aðra taktík og athuga hvort það kveiki í þeim. Sem betur fer náðu menn sér á strik eftir það. Ég ætla samt ekki að taka kreditið fyrir það, en þeir voru svo bara flottir það sem eftir var af leiknum.” Í þriðja leikhluta gerðist meira athugavert þar sem leikurinn var næstum meira stopp en hann var í gangi. Dómararnir blésu mikið í flauturnar og sumt var umdeilt. „Mér fannst Nimrod bara alltaf vera á vítalínunni. Mér fannst hann bara alltaf vera að taka tvö víti og hann hitti úr þessu öllu. En við vorum með gott dómara tríó hérna, þannig þótt ég hafi verið ósáttur með eitthvað inn á milli. Þá er ég nokkuð viss um það þegar ég skoða eftir leik að þetta hafi verið allt hárrétt hjá þeim. Þessir menn sem eru hérna eru ekkert að byrja í þessu og eru okkar bestu menn í þessu.” Körfubolti Bónus-deild karla Tindastóll Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Sjá meira
„Þetta eru tvö stig í sarpinn og margir góðir kaflar. Ég er samt ofboðslega svekktur hvernig við byrjum leikinn, hvernig við byrjum seinni hálfleikinn. Við þurfum alltaf smá tíma til þess að koma okkur í gang. Það er eitthvað sem við verðum að laga fyrir næsta leik, því við höfum ekkert efni á svoleiðis. Um leið og menn fóru að gera þetta almennilega þá vorum við helvíti flottir um tíma.” Fyrsti og þriðji leikhlutar voru keimlíkir að því leiti að Tindastóll byrjaði þá leikhluta illa og Benedikt þurfti að taka leikhlé eftir um fimm mínútur í bæði skiptin. „Maður á ekkert það þurfa að taka leikhlé eftir fjórar til fimm mínútur, til þess að menn fari að taka á því og spila einhverja vörn. Við töluðum um það í hálfleik að við ætluðum ekki að leyfa því sama að gerast í seinni hálfleik, en það endaði með að ég þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum. Þá fóru menn loksins að gera þetta almennilega. Auðvitað voru KR-ingarnir samt bara flottir, ég ætla ekkert að taka af þeim. Þeir voru frábærir, sérstaklega í byrjun seinni hálfleiks og þeir náðu þessu niður í fimm stig. Sem betur fer náðum við að snúa þessu við, en það er ekkert alltaf hægt. Þannig við getum ekkert verið að leika okkur núna.” Benedikt í leik kvöldsins.Vísir/Anton Brink Það leið varla mínúta í þriðja leikhluta milli þess að Benedikt var búinn að taka sitt fyrsta leikhlé þar til hann tók sitt annað leikhlé. Það virtist þó virka hjá honum því Tindastóll tók gjörsamlega yfir eftir seinna leikhléið. „Ég fékk viðbrögð eftir leikhléið í fyrri hálfleik og menn voru allt aðrir eftir það leikhlé. Eftir fyrra leikhléið í byrjun seinni hálfleiks fékk ég hinsvegar ekki þessi viðbrögð sem ég vildi fá. Þannig að ég tek annað, og prófa aðra taktík og athuga hvort það kveiki í þeim. Sem betur fer náðu menn sér á strik eftir það. Ég ætla samt ekki að taka kreditið fyrir það, en þeir voru svo bara flottir það sem eftir var af leiknum.” Í þriðja leikhluta gerðist meira athugavert þar sem leikurinn var næstum meira stopp en hann var í gangi. Dómararnir blésu mikið í flauturnar og sumt var umdeilt. „Mér fannst Nimrod bara alltaf vera á vítalínunni. Mér fannst hann bara alltaf vera að taka tvö víti og hann hitti úr þessu öllu. En við vorum með gott dómara tríó hérna, þannig þótt ég hafi verið ósáttur með eitthvað inn á milli. Þá er ég nokkuð viss um það þegar ég skoða eftir leik að þetta hafi verið allt hárrétt hjá þeim. Þessir menn sem eru hérna eru ekkert að byrja í þessu og eru okkar bestu menn í þessu.”
Körfubolti Bónus-deild karla Tindastóll Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Sjá meira