Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar 5. janúar 2025 06:02 Laugardaginn 4. janúar birtist þessi frétt í Morgunblaðinu: „Átta mánuðir fyrir stórfellda árás“ „Rúmlega fimmtugur karlmaður hefur verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir stórfellda og sérstaklega hættulega líkamsárás í Hafnarfirði í apríl árið 2021... “. Ef dómurinn er skoðaður, en þetta er mál nr. S-2437/2024 hjá Héraðsdómi Reykjaness, dómari Hulda Árnadóttir, verður myndin af þeim misþyrmingum, meiðslum og stórfelldu áverkum, sem fórnarlambið sætti, hrikaleg. Er þessi lýsing í dóminum svona: „...fyrir stórfellda og sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa, sunnudagskvöldið 11. apríl 2021, í og fyrir framan íbúð nr. […] á annarri hæð í húsi nr. […] við […] í […], slegið A, kt. 000000-0000, að minnsta kosti tvisvar sinnum með krepptum hnefa í höfuðið en við höggin féll A tvívegis í gólfið, þrýst hendi á hnakka A, þar sem hann lá á maganum á gólfinu, og eftir að A var staðinn upp í seinna skiptið, kastað í eða slegið A með stól, lamið A í höfuð og búk með stólfæti en við það féll A í gólfið og síðan dregið A meðvitundarlausan og/eða meðvitundarlítinn fram á stigapall fyrir framan íbúðina, niður stigann og út á bifreiðastæði fyrir utan húsið, allt með þeim afleiðingum að A missti a.m.k. eina tönn og nokkrar aðrar tennur losnuðu og duttu úr nokkru síðar og/eða voru fjarlægðar, A hlaut 4-5 sm sár vinstra megin á hvirfli, lítið sár aftanvert á vinstra eyra, tvö sár á hægri augabrún, sár á vinstri augabrún, glóðuraugu á báðum augum, blæðingu í hvítu beggja augna, mikla bólgu yfir hægra augnloki, blæðingu í forhólf og glerhlaup og bjúg í sjónhimnu á hægra auga og sjónskerðingu og sjóntruflanir á báðum augum, mar á enni, sár og bólgu yfir nef og nefrót, mar yfir báðum kinnbeinum og á neðri vör og sést móta fyrir mynstrun sums staðar, mynstrað mar aftanvert á hálsi og upp í hnakkagrófina og hnakkann, mynstraða marbletti yfir allri hryggsúlunni og út frá henni og niður undir mjaðmagrind, dreifða marbletti víðsvegar um líkamann, þar á meðal mar yfir vinstri mjaðmakambi, mynstraða 2-2,5 sm línu á vinstra herðablaði, mynstrað línulega 2 sm breitt mar yfir hægra herðablaði og út á hægri öxl, mikla höfuðverki og svima og langvarandi andlegar afleiðingar, vanlíðan og kvíða“. Er þessi lýsing hrottaleg og með því versta, sem undirritaður hefur séð um vísvitandi meiðingar, limlestingar og miskunnarleysi - hér var auðvitað um skýran ásetning árásarmanns að ræða - og hvarlar að manni, að það hafi verið lán beggja, að ekki fór verr; að þessi árás hafi ekki leitt til háls- eða hryggjarbrots og varanlegrar lömunar eða dauða fórnarlambsins, sem hefði þá verið manndráp. Menn geta hér líka velt fyrir sér tilfinningalegu og andlegu ástandi fórnarlambsins; mun það nokkurn tíma jafna sig á þeim ótta og þeirri sálarkvöl, sem árásin olli því og mun eflaust sitja fast í undirmeðvitund og minningu þess ævilangt? Í nýlegu manndrápsmáli – auðvitað allt annað mál og aðstæður og atvik önnur, en hrottaskapur og vægðarleysi ekki ósvipaður – herti Landsréttur nýlega héraðsdóm úr tíu í tólf ára fangelsi. Og hvaða dóm fékk árásarmaðurinn í þessu máli? Hér kemur dómsorð dómarans: Dómsorð Ákærði, ... , sæti fangelsi í átta mánuði, en fresta skal fullnustu refsingar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði A 4.012.464 krónur,með vöxtum... Kröfu A um viðurkenningu á bótaskylduákærða vegna varanlegs líkamstjóns, sem hann hafi hlotið í kjölfar árásarinnar, er vísað frá dómi. Ákærðigreiði 1.215.948 krónurí sakarkostnað...“ Hér er árásarmaður dæmdur í umtalsverða fjársekt, en miskabætur eru þó ekki nema 1.500.000 krónur. Ég spyr mig: Hefði einhver verið tilbúinn í slík skipti? Hinn hluti fjárhæðarinnar er tilkominn vegna sjúkrakostnaðar og annars skaða brotaþola. Átta mánaða fangelsi er skilorðsbundið. Haldi árásarmaður almennt skilorð í tvö ár, fellur fangelsisrefsing niður. Tilgangur refsinga Ástæða er hér til að rifja stuttlega upp tilganginn með refsingum við lögbrotum: 1.Menn verða að bera ábyrgð á því, sem þeir gera, og bæta fyrir brot sín, eftir því, sem slíkt er hægt. Líf manna er nú ekki lengur tekið fyrir brot, ekki heldur manndráp, en menn sviptir frelsi sínu í staðinn. Fjársektir eru svo algeng refsi- og bótaleið. Mikið gengur þetta enn, eða á að ganga, út á gamla réttlætissjónarmiðið „Auga-fyrir-auga-og-tönn-fyrir-tönn“. 2.Óyndismenn og illvirkjar eru teknir úr umferð, settir í fanglesi, til að tryggja almenn borgara gegn þeim og fyrirbyggja það, að þeir geti brotið frekar af sér. Vernd borgaranna. 3.Jafnhliða á refsing að vera viðvörun, skilaboð, til samfélagsþegna um það, að brot á reglum og lögum samfélagsins hafi afleiðingar, leiði til fjársekta eða frelsissviptinga í samræmi við alvarleika brots. Þessi síðasti þáttur er auðvitað mjög mikilvægur, en hann getur haft og hefur örugglega fyrirbyggjandi áhrif. Mér er til efs, að dómurinn í umræddu máli Héraðsdóms Reykjaness fullnægji þeim tilgangi, sem refsidómur á að hafa. Mildi hans virðist byggjast á tvennu: Skýrri játningu brotamanns og því, að langur tími hefði liðið milli brots og rannsóknar/ákæru. Í þessu gengur dómari fyrir mér of langt. Mildi og fyrirgefning á við og er af hinu góða í almennum við- og samskiptum manna. Í refsi og dómsmálum verða hins vegar lög og reglur og tilgangur þeirra að gilda. Höfundur er samfélagsrýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Dómsmál Mest lesið Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz Hallveig Rúnarsdóttir Skoðun Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samfélagsþjónusta á röngum forsendum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Stækkum Skógarlund! Elsa María Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað eru strandveiðar? Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz Hallveig Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar Skoðun Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson skrifar Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Sjá meira
Laugardaginn 4. janúar birtist þessi frétt í Morgunblaðinu: „Átta mánuðir fyrir stórfellda árás“ „Rúmlega fimmtugur karlmaður hefur verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir stórfellda og sérstaklega hættulega líkamsárás í Hafnarfirði í apríl árið 2021... “. Ef dómurinn er skoðaður, en þetta er mál nr. S-2437/2024 hjá Héraðsdómi Reykjaness, dómari Hulda Árnadóttir, verður myndin af þeim misþyrmingum, meiðslum og stórfelldu áverkum, sem fórnarlambið sætti, hrikaleg. Er þessi lýsing í dóminum svona: „...fyrir stórfellda og sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa, sunnudagskvöldið 11. apríl 2021, í og fyrir framan íbúð nr. […] á annarri hæð í húsi nr. […] við […] í […], slegið A, kt. 000000-0000, að minnsta kosti tvisvar sinnum með krepptum hnefa í höfuðið en við höggin féll A tvívegis í gólfið, þrýst hendi á hnakka A, þar sem hann lá á maganum á gólfinu, og eftir að A var staðinn upp í seinna skiptið, kastað í eða slegið A með stól, lamið A í höfuð og búk með stólfæti en við það féll A í gólfið og síðan dregið A meðvitundarlausan og/eða meðvitundarlítinn fram á stigapall fyrir framan íbúðina, niður stigann og út á bifreiðastæði fyrir utan húsið, allt með þeim afleiðingum að A missti a.m.k. eina tönn og nokkrar aðrar tennur losnuðu og duttu úr nokkru síðar og/eða voru fjarlægðar, A hlaut 4-5 sm sár vinstra megin á hvirfli, lítið sár aftanvert á vinstra eyra, tvö sár á hægri augabrún, sár á vinstri augabrún, glóðuraugu á báðum augum, blæðingu í hvítu beggja augna, mikla bólgu yfir hægra augnloki, blæðingu í forhólf og glerhlaup og bjúg í sjónhimnu á hægra auga og sjónskerðingu og sjóntruflanir á báðum augum, mar á enni, sár og bólgu yfir nef og nefrót, mar yfir báðum kinnbeinum og á neðri vör og sést móta fyrir mynstrun sums staðar, mynstrað mar aftanvert á hálsi og upp í hnakkagrófina og hnakkann, mynstraða marbletti yfir allri hryggsúlunni og út frá henni og niður undir mjaðmagrind, dreifða marbletti víðsvegar um líkamann, þar á meðal mar yfir vinstri mjaðmakambi, mynstraða 2-2,5 sm línu á vinstra herðablaði, mynstrað línulega 2 sm breitt mar yfir hægra herðablaði og út á hægri öxl, mikla höfuðverki og svima og langvarandi andlegar afleiðingar, vanlíðan og kvíða“. Er þessi lýsing hrottaleg og með því versta, sem undirritaður hefur séð um vísvitandi meiðingar, limlestingar og miskunnarleysi - hér var auðvitað um skýran ásetning árásarmanns að ræða - og hvarlar að manni, að það hafi verið lán beggja, að ekki fór verr; að þessi árás hafi ekki leitt til háls- eða hryggjarbrots og varanlegrar lömunar eða dauða fórnarlambsins, sem hefði þá verið manndráp. Menn geta hér líka velt fyrir sér tilfinningalegu og andlegu ástandi fórnarlambsins; mun það nokkurn tíma jafna sig á þeim ótta og þeirri sálarkvöl, sem árásin olli því og mun eflaust sitja fast í undirmeðvitund og minningu þess ævilangt? Í nýlegu manndrápsmáli – auðvitað allt annað mál og aðstæður og atvik önnur, en hrottaskapur og vægðarleysi ekki ósvipaður – herti Landsréttur nýlega héraðsdóm úr tíu í tólf ára fangelsi. Og hvaða dóm fékk árásarmaðurinn í þessu máli? Hér kemur dómsorð dómarans: Dómsorð Ákærði, ... , sæti fangelsi í átta mánuði, en fresta skal fullnustu refsingar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði A 4.012.464 krónur,með vöxtum... Kröfu A um viðurkenningu á bótaskylduákærða vegna varanlegs líkamstjóns, sem hann hafi hlotið í kjölfar árásarinnar, er vísað frá dómi. Ákærðigreiði 1.215.948 krónurí sakarkostnað...“ Hér er árásarmaður dæmdur í umtalsverða fjársekt, en miskabætur eru þó ekki nema 1.500.000 krónur. Ég spyr mig: Hefði einhver verið tilbúinn í slík skipti? Hinn hluti fjárhæðarinnar er tilkominn vegna sjúkrakostnaðar og annars skaða brotaþola. Átta mánaða fangelsi er skilorðsbundið. Haldi árásarmaður almennt skilorð í tvö ár, fellur fangelsisrefsing niður. Tilgangur refsinga Ástæða er hér til að rifja stuttlega upp tilganginn með refsingum við lögbrotum: 1.Menn verða að bera ábyrgð á því, sem þeir gera, og bæta fyrir brot sín, eftir því, sem slíkt er hægt. Líf manna er nú ekki lengur tekið fyrir brot, ekki heldur manndráp, en menn sviptir frelsi sínu í staðinn. Fjársektir eru svo algeng refsi- og bótaleið. Mikið gengur þetta enn, eða á að ganga, út á gamla réttlætissjónarmiðið „Auga-fyrir-auga-og-tönn-fyrir-tönn“. 2.Óyndismenn og illvirkjar eru teknir úr umferð, settir í fanglesi, til að tryggja almenn borgara gegn þeim og fyrirbyggja það, að þeir geti brotið frekar af sér. Vernd borgaranna. 3.Jafnhliða á refsing að vera viðvörun, skilaboð, til samfélagsþegna um það, að brot á reglum og lögum samfélagsins hafi afleiðingar, leiði til fjársekta eða frelsissviptinga í samræmi við alvarleika brots. Þessi síðasti þáttur er auðvitað mjög mikilvægur, en hann getur haft og hefur örugglega fyrirbyggjandi áhrif. Mér er til efs, að dómurinn í umræddu máli Héraðsdóms Reykjaness fullnægji þeim tilgangi, sem refsidómur á að hafa. Mildi hans virðist byggjast á tvennu: Skýrri játningu brotamanns og því, að langur tími hefði liðið milli brots og rannsóknar/ákæru. Í þessu gengur dómari fyrir mér of langt. Mildi og fyrirgefning á við og er af hinu góða í almennum við- og samskiptum manna. Í refsi og dómsmálum verða hins vegar lög og reglur og tilgangur þeirra að gilda. Höfundur er samfélagsrýnir.
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar
Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar
Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar
Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun