Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar 5. janúar 2025 06:02 Laugardaginn 4. janúar birtist þessi frétt í Morgunblaðinu: „Átta mánuðir fyrir stórfellda árás“ „Rúmlega fimmtugur karlmaður hefur verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir stórfellda og sérstaklega hættulega líkamsárás í Hafnarfirði í apríl árið 2021... “. Ef dómurinn er skoðaður, en þetta er mál nr. S-2437/2024 hjá Héraðsdómi Reykjaness, dómari Hulda Árnadóttir, verður myndin af þeim misþyrmingum, meiðslum og stórfelldu áverkum, sem fórnarlambið sætti, hrikaleg. Er þessi lýsing í dóminum svona: „...fyrir stórfellda og sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa, sunnudagskvöldið 11. apríl 2021, í og fyrir framan íbúð nr. […] á annarri hæð í húsi nr. […] við […] í […], slegið A, kt. 000000-0000, að minnsta kosti tvisvar sinnum með krepptum hnefa í höfuðið en við höggin féll A tvívegis í gólfið, þrýst hendi á hnakka A, þar sem hann lá á maganum á gólfinu, og eftir að A var staðinn upp í seinna skiptið, kastað í eða slegið A með stól, lamið A í höfuð og búk með stólfæti en við það féll A í gólfið og síðan dregið A meðvitundarlausan og/eða meðvitundarlítinn fram á stigapall fyrir framan íbúðina, niður stigann og út á bifreiðastæði fyrir utan húsið, allt með þeim afleiðingum að A missti a.m.k. eina tönn og nokkrar aðrar tennur losnuðu og duttu úr nokkru síðar og/eða voru fjarlægðar, A hlaut 4-5 sm sár vinstra megin á hvirfli, lítið sár aftanvert á vinstra eyra, tvö sár á hægri augabrún, sár á vinstri augabrún, glóðuraugu á báðum augum, blæðingu í hvítu beggja augna, mikla bólgu yfir hægra augnloki, blæðingu í forhólf og glerhlaup og bjúg í sjónhimnu á hægra auga og sjónskerðingu og sjóntruflanir á báðum augum, mar á enni, sár og bólgu yfir nef og nefrót, mar yfir báðum kinnbeinum og á neðri vör og sést móta fyrir mynstrun sums staðar, mynstrað mar aftanvert á hálsi og upp í hnakkagrófina og hnakkann, mynstraða marbletti yfir allri hryggsúlunni og út frá henni og niður undir mjaðmagrind, dreifða marbletti víðsvegar um líkamann, þar á meðal mar yfir vinstri mjaðmakambi, mynstraða 2-2,5 sm línu á vinstra herðablaði, mynstrað línulega 2 sm breitt mar yfir hægra herðablaði og út á hægri öxl, mikla höfuðverki og svima og langvarandi andlegar afleiðingar, vanlíðan og kvíða“. Er þessi lýsing hrottaleg og með því versta, sem undirritaður hefur séð um vísvitandi meiðingar, limlestingar og miskunnarleysi - hér var auðvitað um skýran ásetning árásarmanns að ræða - og hvarlar að manni, að það hafi verið lán beggja, að ekki fór verr; að þessi árás hafi ekki leitt til háls- eða hryggjarbrots og varanlegrar lömunar eða dauða fórnarlambsins, sem hefði þá verið manndráp. Menn geta hér líka velt fyrir sér tilfinningalegu og andlegu ástandi fórnarlambsins; mun það nokkurn tíma jafna sig á þeim ótta og þeirri sálarkvöl, sem árásin olli því og mun eflaust sitja fast í undirmeðvitund og minningu þess ævilangt? Í nýlegu manndrápsmáli – auðvitað allt annað mál og aðstæður og atvik önnur, en hrottaskapur og vægðarleysi ekki ósvipaður – herti Landsréttur nýlega héraðsdóm úr tíu í tólf ára fangelsi. Og hvaða dóm fékk árásarmaðurinn í þessu máli? Hér kemur dómsorð dómarans: Dómsorð Ákærði, ... , sæti fangelsi í átta mánuði, en fresta skal fullnustu refsingar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði A 4.012.464 krónur,með vöxtum... Kröfu A um viðurkenningu á bótaskylduákærða vegna varanlegs líkamstjóns, sem hann hafi hlotið í kjölfar árásarinnar, er vísað frá dómi. Ákærðigreiði 1.215.948 krónurí sakarkostnað...“ Hér er árásarmaður dæmdur í umtalsverða fjársekt, en miskabætur eru þó ekki nema 1.500.000 krónur. Ég spyr mig: Hefði einhver verið tilbúinn í slík skipti? Hinn hluti fjárhæðarinnar er tilkominn vegna sjúkrakostnaðar og annars skaða brotaþola. Átta mánaða fangelsi er skilorðsbundið. Haldi árásarmaður almennt skilorð í tvö ár, fellur fangelsisrefsing niður. Tilgangur refsinga Ástæða er hér til að rifja stuttlega upp tilganginn með refsingum við lögbrotum: 1.Menn verða að bera ábyrgð á því, sem þeir gera, og bæta fyrir brot sín, eftir því, sem slíkt er hægt. Líf manna er nú ekki lengur tekið fyrir brot, ekki heldur manndráp, en menn sviptir frelsi sínu í staðinn. Fjársektir eru svo algeng refsi- og bótaleið. Mikið gengur þetta enn, eða á að ganga, út á gamla réttlætissjónarmiðið „Auga-fyrir-auga-og-tönn-fyrir-tönn“. 2.Óyndismenn og illvirkjar eru teknir úr umferð, settir í fanglesi, til að tryggja almenn borgara gegn þeim og fyrirbyggja það, að þeir geti brotið frekar af sér. Vernd borgaranna. 3.Jafnhliða á refsing að vera viðvörun, skilaboð, til samfélagsþegna um það, að brot á reglum og lögum samfélagsins hafi afleiðingar, leiði til fjársekta eða frelsissviptinga í samræmi við alvarleika brots. Þessi síðasti þáttur er auðvitað mjög mikilvægur, en hann getur haft og hefur örugglega fyrirbyggjandi áhrif. Mér er til efs, að dómurinn í umræddu máli Héraðsdóms Reykjaness fullnægji þeim tilgangi, sem refsidómur á að hafa. Mildi hans virðist byggjast á tvennu: Skýrri játningu brotamanns og því, að langur tími hefði liðið milli brots og rannsóknar/ákæru. Í þessu gengur dómari fyrir mér of langt. Mildi og fyrirgefning á við og er af hinu góða í almennum við- og samskiptum manna. Í refsi og dómsmálum verða hins vegar lög og reglur og tilgangur þeirra að gilda. Höfundur er samfélagsrýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Dómsmál Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Laugardaginn 4. janúar birtist þessi frétt í Morgunblaðinu: „Átta mánuðir fyrir stórfellda árás“ „Rúmlega fimmtugur karlmaður hefur verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir stórfellda og sérstaklega hættulega líkamsárás í Hafnarfirði í apríl árið 2021... “. Ef dómurinn er skoðaður, en þetta er mál nr. S-2437/2024 hjá Héraðsdómi Reykjaness, dómari Hulda Árnadóttir, verður myndin af þeim misþyrmingum, meiðslum og stórfelldu áverkum, sem fórnarlambið sætti, hrikaleg. Er þessi lýsing í dóminum svona: „...fyrir stórfellda og sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa, sunnudagskvöldið 11. apríl 2021, í og fyrir framan íbúð nr. […] á annarri hæð í húsi nr. […] við […] í […], slegið A, kt. 000000-0000, að minnsta kosti tvisvar sinnum með krepptum hnefa í höfuðið en við höggin féll A tvívegis í gólfið, þrýst hendi á hnakka A, þar sem hann lá á maganum á gólfinu, og eftir að A var staðinn upp í seinna skiptið, kastað í eða slegið A með stól, lamið A í höfuð og búk með stólfæti en við það féll A í gólfið og síðan dregið A meðvitundarlausan og/eða meðvitundarlítinn fram á stigapall fyrir framan íbúðina, niður stigann og út á bifreiðastæði fyrir utan húsið, allt með þeim afleiðingum að A missti a.m.k. eina tönn og nokkrar aðrar tennur losnuðu og duttu úr nokkru síðar og/eða voru fjarlægðar, A hlaut 4-5 sm sár vinstra megin á hvirfli, lítið sár aftanvert á vinstra eyra, tvö sár á hægri augabrún, sár á vinstri augabrún, glóðuraugu á báðum augum, blæðingu í hvítu beggja augna, mikla bólgu yfir hægra augnloki, blæðingu í forhólf og glerhlaup og bjúg í sjónhimnu á hægra auga og sjónskerðingu og sjóntruflanir á báðum augum, mar á enni, sár og bólgu yfir nef og nefrót, mar yfir báðum kinnbeinum og á neðri vör og sést móta fyrir mynstrun sums staðar, mynstrað mar aftanvert á hálsi og upp í hnakkagrófina og hnakkann, mynstraða marbletti yfir allri hryggsúlunni og út frá henni og niður undir mjaðmagrind, dreifða marbletti víðsvegar um líkamann, þar á meðal mar yfir vinstri mjaðmakambi, mynstraða 2-2,5 sm línu á vinstra herðablaði, mynstrað línulega 2 sm breitt mar yfir hægra herðablaði og út á hægri öxl, mikla höfuðverki og svima og langvarandi andlegar afleiðingar, vanlíðan og kvíða“. Er þessi lýsing hrottaleg og með því versta, sem undirritaður hefur séð um vísvitandi meiðingar, limlestingar og miskunnarleysi - hér var auðvitað um skýran ásetning árásarmanns að ræða - og hvarlar að manni, að það hafi verið lán beggja, að ekki fór verr; að þessi árás hafi ekki leitt til háls- eða hryggjarbrots og varanlegrar lömunar eða dauða fórnarlambsins, sem hefði þá verið manndráp. Menn geta hér líka velt fyrir sér tilfinningalegu og andlegu ástandi fórnarlambsins; mun það nokkurn tíma jafna sig á þeim ótta og þeirri sálarkvöl, sem árásin olli því og mun eflaust sitja fast í undirmeðvitund og minningu þess ævilangt? Í nýlegu manndrápsmáli – auðvitað allt annað mál og aðstæður og atvik önnur, en hrottaskapur og vægðarleysi ekki ósvipaður – herti Landsréttur nýlega héraðsdóm úr tíu í tólf ára fangelsi. Og hvaða dóm fékk árásarmaðurinn í þessu máli? Hér kemur dómsorð dómarans: Dómsorð Ákærði, ... , sæti fangelsi í átta mánuði, en fresta skal fullnustu refsingar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði A 4.012.464 krónur,með vöxtum... Kröfu A um viðurkenningu á bótaskylduákærða vegna varanlegs líkamstjóns, sem hann hafi hlotið í kjölfar árásarinnar, er vísað frá dómi. Ákærðigreiði 1.215.948 krónurí sakarkostnað...“ Hér er árásarmaður dæmdur í umtalsverða fjársekt, en miskabætur eru þó ekki nema 1.500.000 krónur. Ég spyr mig: Hefði einhver verið tilbúinn í slík skipti? Hinn hluti fjárhæðarinnar er tilkominn vegna sjúkrakostnaðar og annars skaða brotaþola. Átta mánaða fangelsi er skilorðsbundið. Haldi árásarmaður almennt skilorð í tvö ár, fellur fangelsisrefsing niður. Tilgangur refsinga Ástæða er hér til að rifja stuttlega upp tilganginn með refsingum við lögbrotum: 1.Menn verða að bera ábyrgð á því, sem þeir gera, og bæta fyrir brot sín, eftir því, sem slíkt er hægt. Líf manna er nú ekki lengur tekið fyrir brot, ekki heldur manndráp, en menn sviptir frelsi sínu í staðinn. Fjársektir eru svo algeng refsi- og bótaleið. Mikið gengur þetta enn, eða á að ganga, út á gamla réttlætissjónarmiðið „Auga-fyrir-auga-og-tönn-fyrir-tönn“. 2.Óyndismenn og illvirkjar eru teknir úr umferð, settir í fanglesi, til að tryggja almenn borgara gegn þeim og fyrirbyggja það, að þeir geti brotið frekar af sér. Vernd borgaranna. 3.Jafnhliða á refsing að vera viðvörun, skilaboð, til samfélagsþegna um það, að brot á reglum og lögum samfélagsins hafi afleiðingar, leiði til fjársekta eða frelsissviptinga í samræmi við alvarleika brots. Þessi síðasti þáttur er auðvitað mjög mikilvægur, en hann getur haft og hefur örugglega fyrirbyggjandi áhrif. Mér er til efs, að dómurinn í umræddu máli Héraðsdóms Reykjaness fullnægji þeim tilgangi, sem refsidómur á að hafa. Mildi hans virðist byggjast á tvennu: Skýrri játningu brotamanns og því, að langur tími hefði liðið milli brots og rannsóknar/ákæru. Í þessu gengur dómari fyrir mér of langt. Mildi og fyrirgefning á við og er af hinu góða í almennum við- og samskiptum manna. Í refsi og dómsmálum verða hins vegar lög og reglur og tilgangur þeirra að gilda. Höfundur er samfélagsrýnir.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun