Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. janúar 2025 10:03 Ný ríkisstjórn ákvað að gera breytingar á ráðuneytum sem í einhverjum tilfellum hefur áhrif á störf embættismanna innan stjórnarráðsins. Vísir/samsett Þrír ráðuneytisstjórar, sem stýrt hafa háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðuneyti, menningar- og viðskiptaráðuneyti og félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, hafa verið fluttir til í starfi innan stjórnarráðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnarráðinu en þannig hefur Gissur Pétursson látið af embætti ráðuneytisstjóra í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu að eigin ósk en mun starfa áfram sem sérfræðingur í sama ráðuneyti. Þá hefur verið gert samkomulag við Ásdísi Höllu Bragadóttur um að hún verði færð í embætti ráðuneytisstjóra í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu í stað Gissurar. Nafn ráðuneytisins mun breytast í félags- og húsnæðismálaráðuneyti þann 1. mars en Ásdís Halla hefur gegnt embætti ráðuneytisstjóra í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu frá 2022 þegar hún var skipuð af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Ásdís Halla hefur meðal annars áður starfað sem framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins, sem aðstoðarmaður Björns Bjarnasonar þegar hann var menntamálaráðherra, og var bæjarstjóri í Garðabæ. Ásdís Halla var fyrst skipuð tímabundið ráðuneytisstjóri en sú skipun var brot að lögum að mati umboðsmanns Alþingis. Fram kemur í tilkynningu að Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra hafi gert samkomulag við Ásdísi Höllu um flutning hennar í embætti ráðuneytisstjóra í ráðuneyti Ingu Sæland.Vísir/Vilhelm Sigrún Brynja Einarsdóttir tekur við sem ráðuneytisstjóri í því ráðuneyti í stað Ásdísar Höllu, en nýtt nafn þess ráðuneytis verður menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneyti í mars. Sigrún Brynja hefur verið ráðuneytisstjóri í menningar- og viðskiptaráðuneytinu frá 2023, en líkt og kunnugt er ákvað ný ríkisstjórn að ráðuneytið verði lagt niður og verkefni þess færð undir önnur ráðuneyti. Umræddar breytingar hafa þegar tekið gildi að því er fram kemur í tilkynningunni. Fréttin hefur verið uppfærð. Vistaskipti Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ásdís Halla nýr ráðuneytisstjóri háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefr skipað Ásdísi Höllu Bragadóttur í embætti ráðuneytisstjóra. Alls sóttu átta um stöðuna, sem var auglýst 3. febrúar og rann umsóknarfrestur út 28. febrúar. 13. apríl 2022 16:55 Gissur verður ráðuneytastjóri í nýju félagsmálaráðuneyti Gissur Pétursson, núverandi forstjóri Vinnumálastofnunar, tekur við embætti ráðuneytisstjóra nýstofnaðs félagsmálaráðuneytis frá 1. janúar næstkomandi. 14. desember 2018 13:48 Skipuð ráðuneytisstjóri í ráðuneyti Lilju Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hefur skipað Sigrúnu Brynju Einarsdóttur í embætti ráðuneytisstjóra í menningar- og viðskiptaráðuneytinu til fimm ára frá og með 1. apríl næstkomandi. 7. mars 2023 12:50 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnarráðinu en þannig hefur Gissur Pétursson látið af embætti ráðuneytisstjóra í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu að eigin ósk en mun starfa áfram sem sérfræðingur í sama ráðuneyti. Þá hefur verið gert samkomulag við Ásdísi Höllu Bragadóttur um að hún verði færð í embætti ráðuneytisstjóra í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu í stað Gissurar. Nafn ráðuneytisins mun breytast í félags- og húsnæðismálaráðuneyti þann 1. mars en Ásdís Halla hefur gegnt embætti ráðuneytisstjóra í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu frá 2022 þegar hún var skipuð af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Ásdís Halla hefur meðal annars áður starfað sem framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins, sem aðstoðarmaður Björns Bjarnasonar þegar hann var menntamálaráðherra, og var bæjarstjóri í Garðabæ. Ásdís Halla var fyrst skipuð tímabundið ráðuneytisstjóri en sú skipun var brot að lögum að mati umboðsmanns Alþingis. Fram kemur í tilkynningu að Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra hafi gert samkomulag við Ásdísi Höllu um flutning hennar í embætti ráðuneytisstjóra í ráðuneyti Ingu Sæland.Vísir/Vilhelm Sigrún Brynja Einarsdóttir tekur við sem ráðuneytisstjóri í því ráðuneyti í stað Ásdísar Höllu, en nýtt nafn þess ráðuneytis verður menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneyti í mars. Sigrún Brynja hefur verið ráðuneytisstjóri í menningar- og viðskiptaráðuneytinu frá 2023, en líkt og kunnugt er ákvað ný ríkisstjórn að ráðuneytið verði lagt niður og verkefni þess færð undir önnur ráðuneyti. Umræddar breytingar hafa þegar tekið gildi að því er fram kemur í tilkynningunni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vistaskipti Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ásdís Halla nýr ráðuneytisstjóri háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefr skipað Ásdísi Höllu Bragadóttur í embætti ráðuneytisstjóra. Alls sóttu átta um stöðuna, sem var auglýst 3. febrúar og rann umsóknarfrestur út 28. febrúar. 13. apríl 2022 16:55 Gissur verður ráðuneytastjóri í nýju félagsmálaráðuneyti Gissur Pétursson, núverandi forstjóri Vinnumálastofnunar, tekur við embætti ráðuneytisstjóra nýstofnaðs félagsmálaráðuneytis frá 1. janúar næstkomandi. 14. desember 2018 13:48 Skipuð ráðuneytisstjóri í ráðuneyti Lilju Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hefur skipað Sigrúnu Brynju Einarsdóttur í embætti ráðuneytisstjóra í menningar- og viðskiptaráðuneytinu til fimm ára frá og með 1. apríl næstkomandi. 7. mars 2023 12:50 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Ásdís Halla nýr ráðuneytisstjóri háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefr skipað Ásdísi Höllu Bragadóttur í embætti ráðuneytisstjóra. Alls sóttu átta um stöðuna, sem var auglýst 3. febrúar og rann umsóknarfrestur út 28. febrúar. 13. apríl 2022 16:55
Gissur verður ráðuneytastjóri í nýju félagsmálaráðuneyti Gissur Pétursson, núverandi forstjóri Vinnumálastofnunar, tekur við embætti ráðuneytisstjóra nýstofnaðs félagsmálaráðuneytis frá 1. janúar næstkomandi. 14. desember 2018 13:48
Skipuð ráðuneytisstjóri í ráðuneyti Lilju Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hefur skipað Sigrúnu Brynju Einarsdóttur í embætti ráðuneytisstjóra í menningar- og viðskiptaráðuneytinu til fimm ára frá og með 1. apríl næstkomandi. 7. mars 2023 12:50