CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar 6. janúar 2025 18:02 CP félagið er stofnað árið 2001 á Íslandi í þeim tilgangi að standa vörð um réttindi og hagsmuni barna og fullorðinna með CP hreyfihömlun og aðstandendur þeirra. Til þess að mæta ólíkum þörfum þess fjölbreytta og stóra hóps fólks sem eru greind með CP hreyfihömlun. CP hreyfihömlun er ein algengasta hreyfihömlun í heiminum, talið er að meira en 17.000.000 manns séu með CP hreyfihömlunar greiningu í heiminum öllum. CP félagið er í grunninn byggt utan um hagsmuni hreyfihamlaðra barna og fjölskyldna þeirra en hefur í auknum mæli verið að horfa til fólks á öllum aldri þar sem börnin stækka og verða fullorðin, þar með breytast þarfir, vilji og væntingar til færni og lífsins er mikilvægt að félagið sé vakandi fyrir nýjungum og í samtali við fólk sem er með CP hreyfihömlun til þess að horfa til þess hvað það er sem fólk raunverulega vill. Félagið stendur fyrir m.a. fyrir viðburðum, fræðslu og spjallkvöldum. CP félagið vill þar að auki auka samtal við fagfólk sem kemur að málefnum fólks með CP hreyfihömlun og ýta undir aukna samvinnu til þess vonandi að minnka flækjustig um það hverju fólk á rétt á, hvað gæti gagnast þeim og hvernig væri hægt að prófa sig áfram. Þar að auki er mikilvægt að ná til nema innan ýmissa fagstétta sem gætu starfað með fólki með hreyfihömlun með beinum eða óbeinum hætti á . Þar sem sýnileiki og þátttaka fólks með hreyfihömlun verður sífellt meiri og er mikilvæg fyrir samfélagið allt. CP félagið vill einnig auka þekkingu sína á að mæta þörfum ungmenna og fullorðinna sem af ýmsum orsökum fá CP hreyfihömlunar greiningu seinna á lífsleiðinni og mæta þörfum þeirra og verið sterk rödd út á við fyrir þau líkt og aðra með CP til þess að takast á við breyttar aðstæður í eigin lífi. Félagið vill mæta samfélagslegum áskorunum, hröðum breytingum og auknum kröfum um þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu og vera styðjandi, en umfram allt vera sýnilegt og aðgengilegt fyrir öll þau sem gætu þurft á félaginu að halda eða vilja leggja því lið.Til þess þurfum við aðstoð almennings. Bæði þeirra sem þekkja til einstaklinga með CP hreyfihömlun en líka þeirra sem þekkja ekki til. Ef þú vilt leggja félaginu lið með einhverjum hætti er hægt að hafa samband á cp@cp.is skoða facebook síðu félagsins Cerebral Palsy Ísland eða vefsíðu félagsins cp.is Höfundur er starfandi iðjuþjálfi og formaður CP félagsins á Íslandi. CP félagið er félag ætlað einstaklingum með Cerebral Palsy (CP) hreyfihömlun og aðstandendur þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Heilbrigðismál Mest lesið Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
CP félagið er stofnað árið 2001 á Íslandi í þeim tilgangi að standa vörð um réttindi og hagsmuni barna og fullorðinna með CP hreyfihömlun og aðstandendur þeirra. Til þess að mæta ólíkum þörfum þess fjölbreytta og stóra hóps fólks sem eru greind með CP hreyfihömlun. CP hreyfihömlun er ein algengasta hreyfihömlun í heiminum, talið er að meira en 17.000.000 manns séu með CP hreyfihömlunar greiningu í heiminum öllum. CP félagið er í grunninn byggt utan um hagsmuni hreyfihamlaðra barna og fjölskyldna þeirra en hefur í auknum mæli verið að horfa til fólks á öllum aldri þar sem börnin stækka og verða fullorðin, þar með breytast þarfir, vilji og væntingar til færni og lífsins er mikilvægt að félagið sé vakandi fyrir nýjungum og í samtali við fólk sem er með CP hreyfihömlun til þess að horfa til þess hvað það er sem fólk raunverulega vill. Félagið stendur fyrir m.a. fyrir viðburðum, fræðslu og spjallkvöldum. CP félagið vill þar að auki auka samtal við fagfólk sem kemur að málefnum fólks með CP hreyfihömlun og ýta undir aukna samvinnu til þess vonandi að minnka flækjustig um það hverju fólk á rétt á, hvað gæti gagnast þeim og hvernig væri hægt að prófa sig áfram. Þar að auki er mikilvægt að ná til nema innan ýmissa fagstétta sem gætu starfað með fólki með hreyfihömlun með beinum eða óbeinum hætti á . Þar sem sýnileiki og þátttaka fólks með hreyfihömlun verður sífellt meiri og er mikilvæg fyrir samfélagið allt. CP félagið vill einnig auka þekkingu sína á að mæta þörfum ungmenna og fullorðinna sem af ýmsum orsökum fá CP hreyfihömlunar greiningu seinna á lífsleiðinni og mæta þörfum þeirra og verið sterk rödd út á við fyrir þau líkt og aðra með CP til þess að takast á við breyttar aðstæður í eigin lífi. Félagið vill mæta samfélagslegum áskorunum, hröðum breytingum og auknum kröfum um þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu og vera styðjandi, en umfram allt vera sýnilegt og aðgengilegt fyrir öll þau sem gætu þurft á félaginu að halda eða vilja leggja því lið.Til þess þurfum við aðstoð almennings. Bæði þeirra sem þekkja til einstaklinga með CP hreyfihömlun en líka þeirra sem þekkja ekki til. Ef þú vilt leggja félaginu lið með einhverjum hætti er hægt að hafa samband á cp@cp.is skoða facebook síðu félagsins Cerebral Palsy Ísland eða vefsíðu félagsins cp.is Höfundur er starfandi iðjuþjálfi og formaður CP félagsins á Íslandi. CP félagið er félag ætlað einstaklingum með Cerebral Palsy (CP) hreyfihömlun og aðstandendur þeirra.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar