Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. janúar 2025 20:00 Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar segir vanda í orkumálum liggja fyrir. Ný ríkisstjórn þurfi að hafa hraðar hendur. Vísir/Stefán Aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar segir brýnt að ný ríkisstjórn hefjist strax handa við að tryggja orkuöryggi þjóðarinnar. Orkumarkaðurinn einkennist af óöryggi þar sem skorti leikreglur og fyrirsjáanleika. Það þurfi að skýra hver beri ábyrgð á að orkuöryggi. Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar vekur athygli á því í grein á vef stofnunarinnar að þrátt fyrir að Landsvirkjun hafi árum saman bent á vanda á orkumarkaði láti sumir eins og hann komi öllum að óvörum. Bent er á að þrátt fyrir að starfshópur hafi verið skipaður um orkuöryggi og tillögum verið skilað inn séu sumir í hópnum sem einblíni aðeins á ábyrgð raforkuframleiðenda. Þarf að tryggja orkuöryggi þjóðarinnar Kristín Linda segir að mun fleiru að hyggja og mikilvægt að ný ríkisstjórn hefjist sem fyrst handa við eitt af forgangsmálum í stefnuyfirlýsingu sinni. Þar kemur m.a. fram að ríkisstjórnin ætli að auka orkuöflun, styrkja flutningskerfi og bæta orkunýtni. Klippa: Ríkisstjórn þurfi að bregðast hratt við í orkumálum „Það skiptir gríðarlega miklu máli að tryggja orkuöryggi til skamms tíma fyrir heimili og smærri fyrirtæki en ekki síður að tryggja orkuöryggi til lengri tíma,“ segir Kristín. Óskýrt hver beri ábyrgð Hún segir afar mikilvægt að ljúka við að móta regluverk um orkumál hér á landi. „Mitt ákall núna er mjög einfalt. Við þurfum að klára vinnu við að fullmóta reglur sem snúa að orkuöryggi. Það þarf að vera skýrt hver ber ábyrgð á að tryggja orkuöryggi. Það er óöryggi núna því okkur skortir reglur og fyrirsjáanleika. Það er mjög slæmt fyrir þennan markað. Það þarf að huga að því að núna því kerfið er uppselt,“ segir Kristín. Landsvirkjun beri ekki ábyrgð á hækkunum ASÍ vakti athygli á því fyrir nokkrum vikum að smásöluverð á rafmagni hafi hækkað umfram vísitölu neysluverðs mest um 37 prósent. Forstjóri HS orku sem var með hæsta raforkuverðið samkvæmt úttekt ASÍ skýrði hækkun þar með hækkun á heildsöluverði Landsvirkjunar á rafmagni. Kristín segir rangt að hækkun á smásöluverði rafmagns sé hægt að skýra með því að heildsöluverð rafmagns hjá Landsvirkjun hafi hækkað. „Nei við erum ekki sammála því. Staðan hjá okkur er að við erum yfirleitt búin að selja megnið af raforku fram í tímann þannig að við áttum ekki von á þessum skýringum,“ segir Kristín. Orkumál Landsvirkjun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingiskosningar 2024 Alþingi Tengdar fréttir HS Orka hækkar verð á raforku Þann 1. janúar síðasliðinn hækkaði HS Orka verð á raforku samkvæmt upplýsingum sem finna má á vef Orkuvaktin. 7. febrúar 2011 10:43 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar vekur athygli á því í grein á vef stofnunarinnar að þrátt fyrir að Landsvirkjun hafi árum saman bent á vanda á orkumarkaði láti sumir eins og hann komi öllum að óvörum. Bent er á að þrátt fyrir að starfshópur hafi verið skipaður um orkuöryggi og tillögum verið skilað inn séu sumir í hópnum sem einblíni aðeins á ábyrgð raforkuframleiðenda. Þarf að tryggja orkuöryggi þjóðarinnar Kristín Linda segir að mun fleiru að hyggja og mikilvægt að ný ríkisstjórn hefjist sem fyrst handa við eitt af forgangsmálum í stefnuyfirlýsingu sinni. Þar kemur m.a. fram að ríkisstjórnin ætli að auka orkuöflun, styrkja flutningskerfi og bæta orkunýtni. Klippa: Ríkisstjórn þurfi að bregðast hratt við í orkumálum „Það skiptir gríðarlega miklu máli að tryggja orkuöryggi til skamms tíma fyrir heimili og smærri fyrirtæki en ekki síður að tryggja orkuöryggi til lengri tíma,“ segir Kristín. Óskýrt hver beri ábyrgð Hún segir afar mikilvægt að ljúka við að móta regluverk um orkumál hér á landi. „Mitt ákall núna er mjög einfalt. Við þurfum að klára vinnu við að fullmóta reglur sem snúa að orkuöryggi. Það þarf að vera skýrt hver ber ábyrgð á að tryggja orkuöryggi. Það er óöryggi núna því okkur skortir reglur og fyrirsjáanleika. Það er mjög slæmt fyrir þennan markað. Það þarf að huga að því að núna því kerfið er uppselt,“ segir Kristín. Landsvirkjun beri ekki ábyrgð á hækkunum ASÍ vakti athygli á því fyrir nokkrum vikum að smásöluverð á rafmagni hafi hækkað umfram vísitölu neysluverðs mest um 37 prósent. Forstjóri HS orku sem var með hæsta raforkuverðið samkvæmt úttekt ASÍ skýrði hækkun þar með hækkun á heildsöluverði Landsvirkjunar á rafmagni. Kristín segir rangt að hækkun á smásöluverði rafmagns sé hægt að skýra með því að heildsöluverð rafmagns hjá Landsvirkjun hafi hækkað. „Nei við erum ekki sammála því. Staðan hjá okkur er að við erum yfirleitt búin að selja megnið af raforku fram í tímann þannig að við áttum ekki von á þessum skýringum,“ segir Kristín.
Orkumál Landsvirkjun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingiskosningar 2024 Alþingi Tengdar fréttir HS Orka hækkar verð á raforku Þann 1. janúar síðasliðinn hækkaði HS Orka verð á raforku samkvæmt upplýsingum sem finna má á vef Orkuvaktin. 7. febrúar 2011 10:43 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
HS Orka hækkar verð á raforku Þann 1. janúar síðasliðinn hækkaði HS Orka verð á raforku samkvæmt upplýsingum sem finna má á vef Orkuvaktin. 7. febrúar 2011 10:43