Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. janúar 2025 20:00 Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar segir vanda í orkumálum liggja fyrir. Ný ríkisstjórn þurfi að hafa hraðar hendur. Vísir/Stefán Aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar segir brýnt að ný ríkisstjórn hefjist strax handa við að tryggja orkuöryggi þjóðarinnar. Orkumarkaðurinn einkennist af óöryggi þar sem skorti leikreglur og fyrirsjáanleika. Það þurfi að skýra hver beri ábyrgð á að orkuöryggi. Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar vekur athygli á því í grein á vef stofnunarinnar að þrátt fyrir að Landsvirkjun hafi árum saman bent á vanda á orkumarkaði láti sumir eins og hann komi öllum að óvörum. Bent er á að þrátt fyrir að starfshópur hafi verið skipaður um orkuöryggi og tillögum verið skilað inn séu sumir í hópnum sem einblíni aðeins á ábyrgð raforkuframleiðenda. Þarf að tryggja orkuöryggi þjóðarinnar Kristín Linda segir að mun fleiru að hyggja og mikilvægt að ný ríkisstjórn hefjist sem fyrst handa við eitt af forgangsmálum í stefnuyfirlýsingu sinni. Þar kemur m.a. fram að ríkisstjórnin ætli að auka orkuöflun, styrkja flutningskerfi og bæta orkunýtni. Klippa: Ríkisstjórn þurfi að bregðast hratt við í orkumálum „Það skiptir gríðarlega miklu máli að tryggja orkuöryggi til skamms tíma fyrir heimili og smærri fyrirtæki en ekki síður að tryggja orkuöryggi til lengri tíma,“ segir Kristín. Óskýrt hver beri ábyrgð Hún segir afar mikilvægt að ljúka við að móta regluverk um orkumál hér á landi. „Mitt ákall núna er mjög einfalt. Við þurfum að klára vinnu við að fullmóta reglur sem snúa að orkuöryggi. Það þarf að vera skýrt hver ber ábyrgð á að tryggja orkuöryggi. Það er óöryggi núna því okkur skortir reglur og fyrirsjáanleika. Það er mjög slæmt fyrir þennan markað. Það þarf að huga að því að núna því kerfið er uppselt,“ segir Kristín. Landsvirkjun beri ekki ábyrgð á hækkunum ASÍ vakti athygli á því fyrir nokkrum vikum að smásöluverð á rafmagni hafi hækkað umfram vísitölu neysluverðs mest um 37 prósent. Forstjóri HS orku sem var með hæsta raforkuverðið samkvæmt úttekt ASÍ skýrði hækkun þar með hækkun á heildsöluverði Landsvirkjunar á rafmagni. Kristín segir rangt að hækkun á smásöluverði rafmagns sé hægt að skýra með því að heildsöluverð rafmagns hjá Landsvirkjun hafi hækkað. „Nei við erum ekki sammála því. Staðan hjá okkur er að við erum yfirleitt búin að selja megnið af raforku fram í tímann þannig að við áttum ekki von á þessum skýringum,“ segir Kristín. Orkumál Landsvirkjun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingiskosningar 2024 Alþingi Tengdar fréttir HS Orka hækkar verð á raforku Þann 1. janúar síðasliðinn hækkaði HS Orka verð á raforku samkvæmt upplýsingum sem finna má á vef Orkuvaktin. 7. febrúar 2011 10:43 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar vekur athygli á því í grein á vef stofnunarinnar að þrátt fyrir að Landsvirkjun hafi árum saman bent á vanda á orkumarkaði láti sumir eins og hann komi öllum að óvörum. Bent er á að þrátt fyrir að starfshópur hafi verið skipaður um orkuöryggi og tillögum verið skilað inn séu sumir í hópnum sem einblíni aðeins á ábyrgð raforkuframleiðenda. Þarf að tryggja orkuöryggi þjóðarinnar Kristín Linda segir að mun fleiru að hyggja og mikilvægt að ný ríkisstjórn hefjist sem fyrst handa við eitt af forgangsmálum í stefnuyfirlýsingu sinni. Þar kemur m.a. fram að ríkisstjórnin ætli að auka orkuöflun, styrkja flutningskerfi og bæta orkunýtni. Klippa: Ríkisstjórn þurfi að bregðast hratt við í orkumálum „Það skiptir gríðarlega miklu máli að tryggja orkuöryggi til skamms tíma fyrir heimili og smærri fyrirtæki en ekki síður að tryggja orkuöryggi til lengri tíma,“ segir Kristín. Óskýrt hver beri ábyrgð Hún segir afar mikilvægt að ljúka við að móta regluverk um orkumál hér á landi. „Mitt ákall núna er mjög einfalt. Við þurfum að klára vinnu við að fullmóta reglur sem snúa að orkuöryggi. Það þarf að vera skýrt hver ber ábyrgð á að tryggja orkuöryggi. Það er óöryggi núna því okkur skortir reglur og fyrirsjáanleika. Það er mjög slæmt fyrir þennan markað. Það þarf að huga að því að núna því kerfið er uppselt,“ segir Kristín. Landsvirkjun beri ekki ábyrgð á hækkunum ASÍ vakti athygli á því fyrir nokkrum vikum að smásöluverð á rafmagni hafi hækkað umfram vísitölu neysluverðs mest um 37 prósent. Forstjóri HS orku sem var með hæsta raforkuverðið samkvæmt úttekt ASÍ skýrði hækkun þar með hækkun á heildsöluverði Landsvirkjunar á rafmagni. Kristín segir rangt að hækkun á smásöluverði rafmagns sé hægt að skýra með því að heildsöluverð rafmagns hjá Landsvirkjun hafi hækkað. „Nei við erum ekki sammála því. Staðan hjá okkur er að við erum yfirleitt búin að selja megnið af raforku fram í tímann þannig að við áttum ekki von á þessum skýringum,“ segir Kristín.
Orkumál Landsvirkjun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingiskosningar 2024 Alþingi Tengdar fréttir HS Orka hækkar verð á raforku Þann 1. janúar síðasliðinn hækkaði HS Orka verð á raforku samkvæmt upplýsingum sem finna má á vef Orkuvaktin. 7. febrúar 2011 10:43 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
HS Orka hækkar verð á raforku Þann 1. janúar síðasliðinn hækkaði HS Orka verð á raforku samkvæmt upplýsingum sem finna má á vef Orkuvaktin. 7. febrúar 2011 10:43