Titringur á Alþingi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. janúar 2025 21:38 Inga Sæland formaður Flokks fólksins og félags- og húsnæðismálaráðherra er ósátt við titring í fundarherbergi í nýrri skrifstofubyggingu Alþingis. Vísir Allt leikur á reiðisskjálfi með reglulegu millibili í fundarherbergi á fimmtu hæð í nýrri skrifstofubyggingu Alþingis sögn formanns Flokks fólksins sem hefur aldrei upplifað annað eins. Þetta sé þó aðeins einn af nokkrum göllum í húsnæðinu. Brýnt sé að ráðast í úrbætur. Inga Sæland formaður Flokks fólksins vakti athygli í áramótagrein í Morgunblaðinu að fundarherbergið Arnarfell á fimmtu hæð í nýrri skrifstofubyggingu Alþingis leiki á reiðiskjálfi með reglulegu millibili. Hún bendir þar á að titringurinn hafi valdið töluverðum áhyggjum þegar Volodimír Selenskí Úkraínuforseti heimsótti Ísland og fundaði með utanríkismálanefnd þingsins í sama fundarherbergi. Inga segir mikilvægt að bregðast við. „Á fimmtán mínútna fresti keyrir strætó yfir hraðahindrun og þá verður jarðskjálfti upp á tvo komma fimm á Richter í fundarherberginu. Þetta gerist oftar ef aðrir stórir bílar keyra líka þar yfir. Þetta á ekki að vera svona. Ég hef aldrei upplifað annað eins,“ segir Inga. Með reglulegu millibili finnst titringur í fundarherberginu Arnarfelli sem staðsett er á fimmtu hæð í Smiðju nýju skrifstofuhúsnæði Alþingis.Vísir/Sigurjón Sökudólgurinn í Vonarstræti Hraðahindrunin sem um ræðir liggur á Vonarstræti milli Ráðhúss Reykjavíkur og Smiðjunnar. Þegar stór ökutæki keyra yfir hana virðist það valda titringi í burðarvirki Smiðjunnar í fundarherberginu Arnarfelli eins og áður hefur verið lýst. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu frá Framkvæmdasýslu ríkisins er verið að kanna möguleika á að fjarlægja hraðahindrunin í samráði við borgina. Hraðahindrunin sem veldur titringi í Arnarfelli þegar stór ökutæki keyra yfir hana.Vísir/Sigurjón Erfitt að tala saman í matsalnum Inga er ekki alveg nóg sátt við húsnæðið sem var að fullu tekið í gagnið á fyrrihluta síðasta árs. Þar eru nefndaherbergi Alþingis, skrifstofur þingmanna og starfsmanna og mötuneyti. Hönnunin hússins hefur verið sögð margbrotin þar sem hugsað hafi verið út í minnstu smáatriði. „ Ég tel að þetta sé galli í húsnæðinu eins og svo margt annað þarna. Það er til að mynda ill mögulegt að tala saman í matsalnum í húsinu. Það er ýmislegt sem hefði mátt betur fara,“ segir Inga. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem nýtt skrifstofuhús Alþingis kemst í fréttirnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins er ósáttur með húsnæðið en hann fór í skoðunarferð með fréttamanni um húsnæðið á síðasta ári: Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingiskosningar 2024 Alþingi Flokkur fólksins Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Inga Sæland formaður Flokks fólksins vakti athygli í áramótagrein í Morgunblaðinu að fundarherbergið Arnarfell á fimmtu hæð í nýrri skrifstofubyggingu Alþingis leiki á reiðiskjálfi með reglulegu millibili. Hún bendir þar á að titringurinn hafi valdið töluverðum áhyggjum þegar Volodimír Selenskí Úkraínuforseti heimsótti Ísland og fundaði með utanríkismálanefnd þingsins í sama fundarherbergi. Inga segir mikilvægt að bregðast við. „Á fimmtán mínútna fresti keyrir strætó yfir hraðahindrun og þá verður jarðskjálfti upp á tvo komma fimm á Richter í fundarherberginu. Þetta gerist oftar ef aðrir stórir bílar keyra líka þar yfir. Þetta á ekki að vera svona. Ég hef aldrei upplifað annað eins,“ segir Inga. Með reglulegu millibili finnst titringur í fundarherberginu Arnarfelli sem staðsett er á fimmtu hæð í Smiðju nýju skrifstofuhúsnæði Alþingis.Vísir/Sigurjón Sökudólgurinn í Vonarstræti Hraðahindrunin sem um ræðir liggur á Vonarstræti milli Ráðhúss Reykjavíkur og Smiðjunnar. Þegar stór ökutæki keyra yfir hana virðist það valda titringi í burðarvirki Smiðjunnar í fundarherberginu Arnarfelli eins og áður hefur verið lýst. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu frá Framkvæmdasýslu ríkisins er verið að kanna möguleika á að fjarlægja hraðahindrunin í samráði við borgina. Hraðahindrunin sem veldur titringi í Arnarfelli þegar stór ökutæki keyra yfir hana.Vísir/Sigurjón Erfitt að tala saman í matsalnum Inga er ekki alveg nóg sátt við húsnæðið sem var að fullu tekið í gagnið á fyrrihluta síðasta árs. Þar eru nefndaherbergi Alþingis, skrifstofur þingmanna og starfsmanna og mötuneyti. Hönnunin hússins hefur verið sögð margbrotin þar sem hugsað hafi verið út í minnstu smáatriði. „ Ég tel að þetta sé galli í húsnæðinu eins og svo margt annað þarna. Það er til að mynda ill mögulegt að tala saman í matsalnum í húsinu. Það er ýmislegt sem hefði mátt betur fara,“ segir Inga. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem nýtt skrifstofuhús Alþingis kemst í fréttirnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins er ósáttur með húsnæðið en hann fór í skoðunarferð með fréttamanni um húsnæðið á síðasta ári:
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingiskosningar 2024 Alþingi Flokkur fólksins Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum