Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. janúar 2025 20:06 Hjörleifur og Sif, eigendur Hótels Hestheima í Ásahreppi með bókina góðu frá National Georgraphic þar sem hótelið þeirra er sagt vera eitt af 100 sérstökum hótelum heims. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eigendur sveitahótelsins á Hestheimum í Ásahreppi á Suðurlandi vita varla í hvorn fótinn þau eiga að stíga þessa dagana vegna gleði. Ástæðan er sú að hótelið þeirra var valið eitt af hundrað sérstökustu hótelum í heimi í fjögur hundruð síðna bók, sem National Georgraphic var að gefa út. Þau Hjörleifur Jónsson og Sif Ólafsdóttir, eigendur Hótels Hestheima geta ekki hætt að skoða nýju bókina með upplýsingum um hundrað flottustu og sérstökustu hótel heims að mati greinarhöfunda en hótelið þeirra er það eina á Íslandi, sem komst í bókina fyrir það hvað hótelið er heimilislegt. Eruð þið ekki alveg í skýjunum yfir þessu? „Jú, það er óhætt að segja, maður er eiginlega ekki komin niður og er alveg orðlaus yfir þessu, við áttum aldrei von á neinu slíku,” segir Hjörleifur. „Ég fékk upphaflega tölvupóst frá National Georgraphic um að hótelið hafi verið valið í þessa bók og svo voru linkar með, sem ég hefði getað skoða, ég bara ha, glætan, þetta er bara eitthvað scam og las mínu fólki að alls ekki að svara þessu og henda í ruslið,” segir Sif hlægjandi. Svo kom annar tölvupóstur og honum var líka hent í ruslið en það var ekki fyrr en erlendur leiðsögumaður með góð sambönd, sem hafði verið með fólk á Hestheimum að hann staðfesti við þau Hjörleif og Sif að þetta væri allt rétt og að hótelið yrði í bókinni. Á hótelinu eru 33 gistirými sem geta tekið mis marga, stór setustofa, flott eldhús og allt eins og best verður á kosið. Í bókinni er hægt að lesa sig um helstu staðreyndir Hótels Hestheima í Ásahreppi en það er eina hótelið á Ísland, sem fjallað er um í bókinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er dæmigert eins og við viljum meina það, dæmigert sveitahótel eins og sveitahótel eiga að vera. Fólk finnur fyrir hlýju, það getur fengið sér kaffi og te hvenær sem er og gengið hér í alla hluti,” segir Hjörleifur. Bæði eru þau sammála um að hótelið sé mjög vel staðsett á Suðurlandi, starfsfólkið sé frábært og gestir séu allir yfir sig hrifnir, sem koma á hótelið. Bókunarstaða á nýju ári hefur sjaldan eða aldrei verið eins góð. Inn í bókinni er flott umfjöllun um hótelið þeirra Höskuldar og Elínar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er svo margt skemmtilegt og heimilislegt við hótelið en það er til dæmis alveg bannað að fara í skónum inn á hótelið. „Um leið og þú ferð að ganga á heitu gólfinu, það er gólfhiti hérna alls staðar, þá finnst fólki þetta bara æðislegt og náttúrulega minnkar þrifin þvílík,” segir Hjörleifur. Engin hótelgestur má fara inn á útiskónum sínum inn á hótelið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Lífið á Hestheimum snýst ekki bara um hótelið því þar er líka öflugt hrossaræktarbú með um 50 hestum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásahreppur Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Fleiri fréttir Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Sjá meira
Þau Hjörleifur Jónsson og Sif Ólafsdóttir, eigendur Hótels Hestheima geta ekki hætt að skoða nýju bókina með upplýsingum um hundrað flottustu og sérstökustu hótel heims að mati greinarhöfunda en hótelið þeirra er það eina á Íslandi, sem komst í bókina fyrir það hvað hótelið er heimilislegt. Eruð þið ekki alveg í skýjunum yfir þessu? „Jú, það er óhætt að segja, maður er eiginlega ekki komin niður og er alveg orðlaus yfir þessu, við áttum aldrei von á neinu slíku,” segir Hjörleifur. „Ég fékk upphaflega tölvupóst frá National Georgraphic um að hótelið hafi verið valið í þessa bók og svo voru linkar með, sem ég hefði getað skoða, ég bara ha, glætan, þetta er bara eitthvað scam og las mínu fólki að alls ekki að svara þessu og henda í ruslið,” segir Sif hlægjandi. Svo kom annar tölvupóstur og honum var líka hent í ruslið en það var ekki fyrr en erlendur leiðsögumaður með góð sambönd, sem hafði verið með fólk á Hestheimum að hann staðfesti við þau Hjörleif og Sif að þetta væri allt rétt og að hótelið yrði í bókinni. Á hótelinu eru 33 gistirými sem geta tekið mis marga, stór setustofa, flott eldhús og allt eins og best verður á kosið. Í bókinni er hægt að lesa sig um helstu staðreyndir Hótels Hestheima í Ásahreppi en það er eina hótelið á Ísland, sem fjallað er um í bókinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er dæmigert eins og við viljum meina það, dæmigert sveitahótel eins og sveitahótel eiga að vera. Fólk finnur fyrir hlýju, það getur fengið sér kaffi og te hvenær sem er og gengið hér í alla hluti,” segir Hjörleifur. Bæði eru þau sammála um að hótelið sé mjög vel staðsett á Suðurlandi, starfsfólkið sé frábært og gestir séu allir yfir sig hrifnir, sem koma á hótelið. Bókunarstaða á nýju ári hefur sjaldan eða aldrei verið eins góð. Inn í bókinni er flott umfjöllun um hótelið þeirra Höskuldar og Elínar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er svo margt skemmtilegt og heimilislegt við hótelið en það er til dæmis alveg bannað að fara í skónum inn á hótelið. „Um leið og þú ferð að ganga á heitu gólfinu, það er gólfhiti hérna alls staðar, þá finnst fólki þetta bara æðislegt og náttúrulega minnkar þrifin þvílík,” segir Hjörleifur. Engin hótelgestur má fara inn á útiskónum sínum inn á hótelið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Lífið á Hestheimum snýst ekki bara um hótelið því þar er líka öflugt hrossaræktarbú með um 50 hestum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ásahreppur Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Fleiri fréttir Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Sjá meira