Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Valur Páll Eiríksson skrifar 8. janúar 2025 14:31 Bjarki Már fær orð í eyra frá Snorra Steini. Vísir/Vilhelm Bjarki Már Elísson var nokkuð hress þrátt fyrir örlitla þreytu fyrir landsliðsæfingu handboltalandsliðsins í gærmorgun. Hann er klár í slaginn fyrir komandi heimsmeistaramót. Bjarki Már nýtti sér linsuna á tökuvél Stöðvar 2 sem spegil til að laga á sér hárið áður en viðtal gat hafist og sagði þá aðspurður um þreytu: „Við erum vanir þessu, að æfa hérna á morgnana. Við vorum að koma af fundi þannig að við erum bara klárir,“ segir Bjarki. Dottaði hann eitthvað á fundinum? „Ég aðeins reyndar. Nei, nei, menn eru einbeittir. Við reynum að halda einbeitingunni á fundunum. Þar koma fram mikilvægir punktar meðan Snorri er að gasa. Við þurfum að hafa opin augu og eyru fyrir því,“ segir Bjarki Már léttur. Undirbúningur íslenska liðsins sé þá hefðbundinn og svipi til síðustu ára. Leikmenn njóti þess að geta verið í heimahúsum hér á klakanum á meðan önnur landslið dvelja á hótelum. „Oft er þetta mjög svipað. Við náttúrulega búum við þau forréttindi að vera ekki á hóteli eins og önnur landslið. Við hittumst í aðeins lengri tíma í senn og setja saman lyftingar, æfingar og hádegismat,“ segir Bjarki Már. En hver hefur áherslan verið í undirbúningnum? „Við erum náttúrulega bara að skerpa á þessum hlutum sem við höfum verið að gera síðan Snorri tók við. Við þurfum náttúrulega bara að bæta okkur í öllum þáttum leiksins frá síðasta móti þannig að það er nóg að fara yfir og nóg að æfa,“ segir Bjarki Már. Tal um síðasta mót er þá gripið á lofti. Situr það enn í Bjarka? „Ég er búinn að fara á fullt af stórmótum og ég held að þau sitji öll í mér. Mér finnst við alltaf vera stutt frá því að komast í undanúrslit, það er oft lítið sem skilur að. En ég fer alltaf jafn bjartsýnn inn og vona bara að í ár smelli þetta allt saman og við náum góðum árangri,“ Fleira kemur fram í viðtalinu við Bjarka Má sem má sjá að neðan. Klippa: Þreyttur á liðsfundi og öll mótin sitja í honum Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Roland Valur Eradze verður markvarðaþjálfari íslenska karlalandsliðsins á komandi heimsmeistaramóti í handbolta. Hann snýr aftur í stöðuna eftir að hafa gegnt henni í þjálfaratíð Geirs Sveinssonar. 8. janúar 2025 11:15 Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Aron Pálmarsson, landsliðsmaður Íslands í handbolta, mun ekki spila með liðinu í riðlakeppninni á komandi heimsmeistaramóti vegna kálfameiðsla. Búist er við því að hann mæti til leiks í milliriðli. 7. janúar 2025 11:07 „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Viggó Kristjánsson verður í burðarhlutverki í íslenska landsliðinu á komandi heimsmeistaramóti í ljósi fjarveru Ómars Inga Magnússonar og í aðdraganda mótsins hefur mikið gengið á. 6. janúar 2025 08:33 Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
Bjarki Már nýtti sér linsuna á tökuvél Stöðvar 2 sem spegil til að laga á sér hárið áður en viðtal gat hafist og sagði þá aðspurður um þreytu: „Við erum vanir þessu, að æfa hérna á morgnana. Við vorum að koma af fundi þannig að við erum bara klárir,“ segir Bjarki. Dottaði hann eitthvað á fundinum? „Ég aðeins reyndar. Nei, nei, menn eru einbeittir. Við reynum að halda einbeitingunni á fundunum. Þar koma fram mikilvægir punktar meðan Snorri er að gasa. Við þurfum að hafa opin augu og eyru fyrir því,“ segir Bjarki Már léttur. Undirbúningur íslenska liðsins sé þá hefðbundinn og svipi til síðustu ára. Leikmenn njóti þess að geta verið í heimahúsum hér á klakanum á meðan önnur landslið dvelja á hótelum. „Oft er þetta mjög svipað. Við náttúrulega búum við þau forréttindi að vera ekki á hóteli eins og önnur landslið. Við hittumst í aðeins lengri tíma í senn og setja saman lyftingar, æfingar og hádegismat,“ segir Bjarki Már. En hver hefur áherslan verið í undirbúningnum? „Við erum náttúrulega bara að skerpa á þessum hlutum sem við höfum verið að gera síðan Snorri tók við. Við þurfum náttúrulega bara að bæta okkur í öllum þáttum leiksins frá síðasta móti þannig að það er nóg að fara yfir og nóg að æfa,“ segir Bjarki Már. Tal um síðasta mót er þá gripið á lofti. Situr það enn í Bjarka? „Ég er búinn að fara á fullt af stórmótum og ég held að þau sitji öll í mér. Mér finnst við alltaf vera stutt frá því að komast í undanúrslit, það er oft lítið sem skilur að. En ég fer alltaf jafn bjartsýnn inn og vona bara að í ár smelli þetta allt saman og við náum góðum árangri,“ Fleira kemur fram í viðtalinu við Bjarka Má sem má sjá að neðan. Klippa: Þreyttur á liðsfundi og öll mótin sitja í honum
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Roland Valur Eradze verður markvarðaþjálfari íslenska karlalandsliðsins á komandi heimsmeistaramóti í handbolta. Hann snýr aftur í stöðuna eftir að hafa gegnt henni í þjálfaratíð Geirs Sveinssonar. 8. janúar 2025 11:15 Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Aron Pálmarsson, landsliðsmaður Íslands í handbolta, mun ekki spila með liðinu í riðlakeppninni á komandi heimsmeistaramóti vegna kálfameiðsla. Búist er við því að hann mæti til leiks í milliriðli. 7. janúar 2025 11:07 „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Viggó Kristjánsson verður í burðarhlutverki í íslenska landsliðinu á komandi heimsmeistaramóti í ljósi fjarveru Ómars Inga Magnússonar og í aðdraganda mótsins hefur mikið gengið á. 6. janúar 2025 08:33 Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Roland Valur Eradze verður markvarðaþjálfari íslenska karlalandsliðsins á komandi heimsmeistaramóti í handbolta. Hann snýr aftur í stöðuna eftir að hafa gegnt henni í þjálfaratíð Geirs Sveinssonar. 8. janúar 2025 11:15
Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Aron Pálmarsson, landsliðsmaður Íslands í handbolta, mun ekki spila með liðinu í riðlakeppninni á komandi heimsmeistaramóti vegna kálfameiðsla. Búist er við því að hann mæti til leiks í milliriðli. 7. janúar 2025 11:07
„Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Viggó Kristjánsson verður í burðarhlutverki í íslenska landsliðinu á komandi heimsmeistaramóti í ljósi fjarveru Ómars Inga Magnússonar og í aðdraganda mótsins hefur mikið gengið á. 6. janúar 2025 08:33