Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar 8. janúar 2025 18:33 Heilbrigðiskerfi Íslands stendur frammi fyrir stærri áskorunum en nokkru sinni fyrr. Hækkandi meðalaldur þjóðarinnar eykur þörfina fyrir heilbrigðis- og hjúkrunarþjónustu á sama tíma og mönnunarvandi gerir það að verkum að kerfið nær illa að sinna núverandi eftirspurn. Þetta er áskorun sem við sjáum, finnum fyrir og vitum af svo í raun er hún mjög augljós en oft vill það gleymast að oft er lausnin það líka. . Með skynsamlegri nýtingu á velferðartækni getum við byggt upp sjálfbærara kerfi sem þjónar bæði heilbrigðisstarfsfólki, umönnunaraðilum og notendum betur. Tæknilausnirnar sem standa okkur til boða í dag eru hannaðar til að létta á álagi heilbrigðisstarfsfólks en á sama tíma bæta þjónustu við notendur. Við vitum að tæknin mun ekki koma í stað mannlegra samskipta eða umönnunar en hún getur gegnt lykilhlutverki í að auka afköst starfsfólks og aðstoðað okkur að forgangsraða og leggja meiri fókus á mannlega þáttinn.. Velferðartækni getur til dæmis sinnt og aðstoðað við daglegar heilsufarsmælingar, fylgst með lífsmörkum, komið í veg fyrir byltur og minnt á lyfjainntöku. Allt verkefni sem krefjast þess að brugðist sé strax við þeim áður en skaðinn er skeður og tryggir meðferðarheldni. Með að nýta tæknina geta umönnunaraðilar einbeitt sér að þeim þáttum þjónustunnar sem krefjast mannlegrar nálægðar, eins og persónulegri umönnun og faglegu mati á líðan sinna skjólstæðinga. Á sama tíma getur velferðartækni verið lykillinn að því að styðja við sjálfstæða búsetu aldraðra. KPMG hefur gefið út sjónrænt mælaborð sem varpar ljósi á þörfina fyrir fjölda hjúkrunarrýma næstu 15 árin á Íslandi. Þetta er áskorun sem við vissum af, en með þessu mælaborði sjáum við í hvað stefnir. Ef við höldum áfram með sama hætti munum við þurfa að fjölga hjúkrunarrýmum um 3663 fram til ársins 2040 og þá á eftir að taka inn í myndina hverjir eiga að sinna öllum þessum nýjum rýmum og þeim skjólstæðingum sem þar munu búa. Með velferðartækni í heimahúsum ásamt öflugri heimahjúkrun/heimaþjónustu fá eldri borgarar tækifæri til að búa lengur heima, við aukið öryggi og sjálfstæði. Þetta dregur ekki aðeins úr álagi á hjúkrunarheimili, sem þegar eru fullsetin með langan biðlista, heldur getur þetta veitt einstaklingum meiri lífsgæði. Reynslan af slíkum lausnum, bæði hérlendis og í nágrannalöndum, sýnir að þær geta stórlega bætt þjónustuna og dregið úr óþarfa innlögnum á sjúkrahús þar sem tæknin styður einstaklinginn allansólarhringinn en stoppar ekki bara við þegar tími gefst til eða skaðinn skeður. Öll viljum við búa við öryggi og að okkar nánustu fái þá þjónustu og aðstoð sem þau þurfa á efri árum. Þrátt fyrir augljósan ávinning eru nokkrir lykilþættir sem við verðum að tryggja til að nýta tækifærin til fulls. Í fyrsta lagi þurfum við skýra stefnu, en ekki íþyngjandi, um hvernig tæknin verður samþætt í þjónustuferla heilbrigðiskerfisins. Í öðru lagi þarf fjárfestingu til að koma tæknilausnum í framkvæmd og tryggja að þær verði nýttar sem skyldi enda enginn sér „peningavasi“ sem hægt er að fara í til að innleiða slíkar lausnir í dag. Í þriðja lagi er mikilvægt að starfsfólk og notendur fái nauðsynlega þjálfun og stuðning til að aðlagast nýjum lausnum. Með þessum grunnþáttum tryggjum við að tæknin verði styrkur og veiti heilbrigðiskerfinu og samfélaginu gífurlegan ábata. Ísland er í kjöraðstöðu til að verða leiðandi í notkun á velferðartækni. Lausnirnar eru þegar til staðar, heilbrigðisstarfsfólk og einstaklingar eru opnir fyrir að nýta þær og reynslan frá öðrum löndum sýnir okkur að lausnirnar virka. Með réttum áherslum getum við byggt upp heilbrigðiskerfi sem þjónar þörfum bæði nútíðar og framtíðar og um leið gert Ísland að fyrirmynd í þessum efnum. Á morgun, fimmtudaginn 9. janúar, stendur Icepharma Velferð fyrir ráðstefnunni Snjallar lausnir á mönnunarvanda í heilbrigðiskerfinu. Ráðstefnan fjallar um mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins ásamt því hvernig velferðartækni getur stutt heilbrigðisstarfsfólk í starfi og bætt þjónustu við þá sem þurfa á aðstoð að halda. Meðal fyrirlesara er Torben K. Hollmann, yfirmaður heilbrigðismála og aldraðra í Næstved sveitarfélaginu í Danmörku, sem mun flytja erindið Welfare technology must save a collapsed healthcare system. Viðburðurinn mun veita innsýn í hvernig tæknilausnir geta hjálpað til við að leysa þær áskoranir sem heilbrigðiskerfið stendur frammi fyrir og stuðlað að sjálfbærari og skilvirkari þjónustu fyrir framtíðina. Höfundur er deildarstjóri heilbrigðissviðs Icepharma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfi Íslands stendur frammi fyrir stærri áskorunum en nokkru sinni fyrr. Hækkandi meðalaldur þjóðarinnar eykur þörfina fyrir heilbrigðis- og hjúkrunarþjónustu á sama tíma og mönnunarvandi gerir það að verkum að kerfið nær illa að sinna núverandi eftirspurn. Þetta er áskorun sem við sjáum, finnum fyrir og vitum af svo í raun er hún mjög augljós en oft vill það gleymast að oft er lausnin það líka. . Með skynsamlegri nýtingu á velferðartækni getum við byggt upp sjálfbærara kerfi sem þjónar bæði heilbrigðisstarfsfólki, umönnunaraðilum og notendum betur. Tæknilausnirnar sem standa okkur til boða í dag eru hannaðar til að létta á álagi heilbrigðisstarfsfólks en á sama tíma bæta þjónustu við notendur. Við vitum að tæknin mun ekki koma í stað mannlegra samskipta eða umönnunar en hún getur gegnt lykilhlutverki í að auka afköst starfsfólks og aðstoðað okkur að forgangsraða og leggja meiri fókus á mannlega þáttinn.. Velferðartækni getur til dæmis sinnt og aðstoðað við daglegar heilsufarsmælingar, fylgst með lífsmörkum, komið í veg fyrir byltur og minnt á lyfjainntöku. Allt verkefni sem krefjast þess að brugðist sé strax við þeim áður en skaðinn er skeður og tryggir meðferðarheldni. Með að nýta tæknina geta umönnunaraðilar einbeitt sér að þeim þáttum þjónustunnar sem krefjast mannlegrar nálægðar, eins og persónulegri umönnun og faglegu mati á líðan sinna skjólstæðinga. Á sama tíma getur velferðartækni verið lykillinn að því að styðja við sjálfstæða búsetu aldraðra. KPMG hefur gefið út sjónrænt mælaborð sem varpar ljósi á þörfina fyrir fjölda hjúkrunarrýma næstu 15 árin á Íslandi. Þetta er áskorun sem við vissum af, en með þessu mælaborði sjáum við í hvað stefnir. Ef við höldum áfram með sama hætti munum við þurfa að fjölga hjúkrunarrýmum um 3663 fram til ársins 2040 og þá á eftir að taka inn í myndina hverjir eiga að sinna öllum þessum nýjum rýmum og þeim skjólstæðingum sem þar munu búa. Með velferðartækni í heimahúsum ásamt öflugri heimahjúkrun/heimaþjónustu fá eldri borgarar tækifæri til að búa lengur heima, við aukið öryggi og sjálfstæði. Þetta dregur ekki aðeins úr álagi á hjúkrunarheimili, sem þegar eru fullsetin með langan biðlista, heldur getur þetta veitt einstaklingum meiri lífsgæði. Reynslan af slíkum lausnum, bæði hérlendis og í nágrannalöndum, sýnir að þær geta stórlega bætt þjónustuna og dregið úr óþarfa innlögnum á sjúkrahús þar sem tæknin styður einstaklinginn allansólarhringinn en stoppar ekki bara við þegar tími gefst til eða skaðinn skeður. Öll viljum við búa við öryggi og að okkar nánustu fái þá þjónustu og aðstoð sem þau þurfa á efri árum. Þrátt fyrir augljósan ávinning eru nokkrir lykilþættir sem við verðum að tryggja til að nýta tækifærin til fulls. Í fyrsta lagi þurfum við skýra stefnu, en ekki íþyngjandi, um hvernig tæknin verður samþætt í þjónustuferla heilbrigðiskerfisins. Í öðru lagi þarf fjárfestingu til að koma tæknilausnum í framkvæmd og tryggja að þær verði nýttar sem skyldi enda enginn sér „peningavasi“ sem hægt er að fara í til að innleiða slíkar lausnir í dag. Í þriðja lagi er mikilvægt að starfsfólk og notendur fái nauðsynlega þjálfun og stuðning til að aðlagast nýjum lausnum. Með þessum grunnþáttum tryggjum við að tæknin verði styrkur og veiti heilbrigðiskerfinu og samfélaginu gífurlegan ábata. Ísland er í kjöraðstöðu til að verða leiðandi í notkun á velferðartækni. Lausnirnar eru þegar til staðar, heilbrigðisstarfsfólk og einstaklingar eru opnir fyrir að nýta þær og reynslan frá öðrum löndum sýnir okkur að lausnirnar virka. Með réttum áherslum getum við byggt upp heilbrigðiskerfi sem þjónar þörfum bæði nútíðar og framtíðar og um leið gert Ísland að fyrirmynd í þessum efnum. Á morgun, fimmtudaginn 9. janúar, stendur Icepharma Velferð fyrir ráðstefnunni Snjallar lausnir á mönnunarvanda í heilbrigðiskerfinu. Ráðstefnan fjallar um mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins ásamt því hvernig velferðartækni getur stutt heilbrigðisstarfsfólk í starfi og bætt þjónustu við þá sem þurfa á aðstoð að halda. Meðal fyrirlesara er Torben K. Hollmann, yfirmaður heilbrigðismála og aldraðra í Næstved sveitarfélaginu í Danmörku, sem mun flytja erindið Welfare technology must save a collapsed healthcare system. Viðburðurinn mun veita innsýn í hvernig tæknilausnir geta hjálpað til við að leysa þær áskoranir sem heilbrigðiskerfið stendur frammi fyrir og stuðlað að sjálfbærari og skilvirkari þjónustu fyrir framtíðina. Höfundur er deildarstjóri heilbrigðissviðs Icepharma.
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar