Erlent

Eig­andi vef­síðunnar í Pelicot-málinu hand­tekinn í Frakk­landi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Mál Gisele Pelicot hefur vakið athygli út um allan heim, ekki síst vegna þess að hún fór fram á að réttarhöldin færu fram fyrir opnum tjöldum.
Mál Gisele Pelicot hefur vakið athygli út um allan heim, ekki síst vegna þess að hún fór fram á að réttarhöldin færu fram fyrir opnum tjöldum. Getty/Sheila Gallerani

Lögregluyfirvöld í Frakklandi hefur handtekið stofnanda vefsíðunnar sem Dominique Pelicot notaði til að finna aðra menn til að nauðga eiginkonu sinni.

Isaac Steidl, 44 ára, verður yfirheyrður í París í tengslum við notkun glæpamanna á vefsíðu hans en yfir 23.000 brot hafa verið tengd við síðuna, meðal annars morð, nauðganir og kynferðisofbeldi gegn börnum.

Fórnarlömb tengd umræddum málum eru sögð um 480 talsins.

Samkvæmt France Info gaf Steidl sig fram við lögreglu á þriðjudag eftir að óskað var eftir því að hann snéri aftur til Frakklands til að svara spurningum. Hann er sagður búsettur í Austur-Evrópu.

Vefsíðunni, The Coco, var lokað af lögreglu í júní 2024 en hún komst í fréttirnar í tengslum við Pelicot-málið, þar sem Dominique Pelicot hafði notað spjall á síðunni til að leita manna til að nauðga konunni sinni, Gisele.

Pelicot var dæmdur í 20 ára fangelsi í desember og 50 aðrir menn í þriggja til fimmtán ára fangelsi.

The Coco hefur komið við sögu í öðrum sakamálum, meðal annars í tengslum við morðið á 22 ára manni sem var laminn til bana af hópi ungra manna nærri Dunkirk. Hafði hann mælt sér mót við einstakling sem hann taldi vera stúlku undir lögaldri.

Steidl stofnaði síðuna árið 2003, með það í huga að um einhvers konar stefnumótasíðu yrði að ræða. Samkvæmt umfjöllun Guardian var hún hins vegar fljótlega tekin í notkun af fíkniefnasölum og barnaníðingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×