Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. janúar 2025 10:48 Í báðum tilvikum voru skjöl fölsuð til að koma köttunum inn og út úr landi. Getty/Chris Winsor Tvö mál komu upp í árslok þar sem einstaklingar urðu uppvísir að því að falsa pappíra til að annars vegar flytja inn kött og hins vegar flytja þrjá ketti úr landi. Frá þessu er greint á vefsíðu Matvælastofnunar þar sem fjallað er um stjórnvaldsákvarðanir á sviði eftirlits með dýravelferð, matvælaframleiðslu og inn- og útfluningi gæludýra í nóvember og desember. Aðeins er um yfirlit að ræða og engar ítarupplýsingar veittar um málin. Einstaklingur á höfuðborgarsvæðinu var kærður til lögreglu eftir að hann lagði fram falsað heilbrigðis- og upprunavottorð frá erlendum yfirvöldum við tilraun til innflutnings á ketti. Umsókninni var synjað. Þá var einstaklingur á höfuðborgarsvæðinu kærður eftir að í ljós kom að hann hafði falsað nafn starfsmanns MAST og sjálfstætt starfandi dýralæknis á útflutningsskjölum vegna þriggja katta. Innflutningnum var hafnað í móttökuríkinu og kettirnir fluttir aftur til Íslands, þar sem þeir voru settir í einangrun. Á vefsíðunni er einnig fjallað mál hundaeiganda sem sótti um leyfi til að flytja hund sinn til Íslands en gerðist brotlegur með því að flytja hann í farþegarými flugvélarinnar, í stað farangursrýmis. Var brotið kært til lögreglu. Annar hundaeigandi var sviptur umráðum dýrsins þar sem hann gat ekki haldið hundinn sjálfur og heimilisaðstæður voru metnar óhæfar til að halda dýr. Tveir voru sviptir mjólkursöluleyfi og annar þeirra vörslu nautgripa sinna og þá var bóndi á Vesturlandi sviptur vörslu á sauðfé. Hélt MAST utan um smölun af fjalli og kom fénu í sláturhús. Stjórnvaldssekt var lögð á fiskeldisfyrirtæki á Suðurlandi, sem vanrækti að svipta eldisfisk meðvitund fyrir blóðgun. Sektin nam 300 þúsund krónum. Kettir Gæludýr Hundar Sauðfé Kýr Dýraheilbrigði Lögreglumál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Frá þessu er greint á vefsíðu Matvælastofnunar þar sem fjallað er um stjórnvaldsákvarðanir á sviði eftirlits með dýravelferð, matvælaframleiðslu og inn- og útfluningi gæludýra í nóvember og desember. Aðeins er um yfirlit að ræða og engar ítarupplýsingar veittar um málin. Einstaklingur á höfuðborgarsvæðinu var kærður til lögreglu eftir að hann lagði fram falsað heilbrigðis- og upprunavottorð frá erlendum yfirvöldum við tilraun til innflutnings á ketti. Umsókninni var synjað. Þá var einstaklingur á höfuðborgarsvæðinu kærður eftir að í ljós kom að hann hafði falsað nafn starfsmanns MAST og sjálfstætt starfandi dýralæknis á útflutningsskjölum vegna þriggja katta. Innflutningnum var hafnað í móttökuríkinu og kettirnir fluttir aftur til Íslands, þar sem þeir voru settir í einangrun. Á vefsíðunni er einnig fjallað mál hundaeiganda sem sótti um leyfi til að flytja hund sinn til Íslands en gerðist brotlegur með því að flytja hann í farþegarými flugvélarinnar, í stað farangursrýmis. Var brotið kært til lögreglu. Annar hundaeigandi var sviptur umráðum dýrsins þar sem hann gat ekki haldið hundinn sjálfur og heimilisaðstæður voru metnar óhæfar til að halda dýr. Tveir voru sviptir mjólkursöluleyfi og annar þeirra vörslu nautgripa sinna og þá var bóndi á Vesturlandi sviptur vörslu á sauðfé. Hélt MAST utan um smölun af fjalli og kom fénu í sláturhús. Stjórnvaldssekt var lögð á fiskeldisfyrirtæki á Suðurlandi, sem vanrækti að svipta eldisfisk meðvitund fyrir blóðgun. Sektin nam 300 þúsund krónum.
Kettir Gæludýr Hundar Sauðfé Kýr Dýraheilbrigði Lögreglumál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira