„Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Sindri Sverrisson skrifar 9. janúar 2025 12:05 Arnar Gunnlaugsson eftir fund með stjórn KSÍ á Hilton Nordica í dag. vísir/Sigurjón Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var gripinn í viðtal strax eftir fund með stjórn KSÍ á Hilton Nordica í Reykjavík í dag. Hann segir stjórn KSÍ nú standa frammi fyrir mikilvægustu ráðningu í íslenskum fótbolta í langan tíma. „Ég held að allir viti að KSÍ er að tala við ákveðna aðila og ég er einn af þeim,“ segir Arnar sem ásamt Frey Alexanderssyni hefur lengi þótt líklegastur til að verða næsti landsliðsþjálfari. Samkvæmt Fotbollskanalen í Svíþjóð kom Per-Mathias Högmo einnig til greina en hann er nú tekinn við Molde, og Freyr er einnig í viðræðum við norska félagið Brann. Víkingar gáfu í desember leyfi fyrir því að KSÍ ræddi við Arnar. „Þetta hefur haft aðeins lengri aðdraganda því ég er búinn að vera erlendis í fríi. Þannig að þessi fundur snerist bara um mína sýn og að heyra hvað þau hefðu að segja líka,“ segir Arnar. „Þetta var mjög góður fundur. Heiðarleg samskipti og menn fóru yfir ákveðin mál, og hvernig þeir sæju framtíðina fyrir sér. Í stuttu máli þá talaði ég um að ég hefði áhuga á þessu, og fannst líka mikilvægt að um leið og menn byrja að tala um framtíðina þá geri menn upp fortíðina líka, af heilindum. Horfist í augu við hvar landsliðið stendur í dag og hvað má mögulega bæta og gera betur,“ segir Arnar en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Arnar í viðtali eftir fund með KSÍ Arnar vildi ekki fara nákvæmlega út í sína sýn á landsliðið, að sinni, en ljóst er að hann sér mikil tækifæri hjá liðinu sem hefur verið án þjálfara eftir að Åge Hareide hætti í lok nóvember. „Hver sem verður valinn þá held ég að þetta sé mikilvægasta ráðning í íslenskum fótbolta í langan, langan tíma. Það er rosalegt „potential“ í landsliðinu núna og sá aðili sem verður valinn þarf að hafa marga góða og sterka eiginleika. Ekki bara fótboltalega séð heldur líka fyrir utan völlinn. Ég skynja það að íslenskir knattspyrnuáhugamenn eru að biðja um sterkt nafn til að leiða veginn áfram, þannig að ég held að stjórn KSÍ geri sér alveg grein fyrir sinni ábyrgð á að rétti aðilinn verði fyrir valinu. Það má ekki gera mistök núna, því það er svo mikið í húfi,“ segir Arnar. Mjög áhugasamur og vill virkja „gamla hunda“ Þrátt fyrir að vera í afar spennandi verkefni með Víkinga, sem komnir eru í umspil um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu og spila í því í febrúar, langar Arnar að taka við landsliðinu: „Ég get ekki neitað því að ég er mjög áhugasamur. Þetta er mesti heiður sem íslenskur þjálfari getur fengið, að stjórna sinni þjóð, og mér finnst þeta virkilega spennandi starf á þessum tímapunkti, með þennan efnivið. Og eins og reynsla mín hjá Víkingum hefur sannað er líka skemmtilegt að virkja aftur ferla hjá gömlum hundum,“ segir Arnar. Stjórn KSÍ hélt áfram að funda eftir að Arnar yfirgaf fundarherbergið á Nordica. Aðspurður um framhaldið svaraði þjálfarinn: „Ætli stjórn KSÍ þurfi ekki að vega og meta hvernig þessi viðtöl gengu fyrir sig og svo velja þau bara sinn aðila. Hver sem verður fyrir valinu þá vonast ég til að það verði aðili sem skilur hversu stórt og mikið þetta verkefni verður.“ Landslið karla í fótbolta Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Tveir af þremur þjálfurum sem helst hafa verið orðaðir við starf landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta gætu orðið keppinautar í Noregi á komandi tímabili. 9. janúar 2025 10:36 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Fram | Gömlu veldin hefja einvígið Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Vestri | Toppliðin úr Bestu í bikarslag Íslenski boltinn EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Í beinni: Espanyol - Barcelona | Fagna þeir titlinum á heimili óvina? Í beinni: Breiðablik - Vestri | Toppliðin úr Bestu í bikarslag Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sjá meira
„Ég held að allir viti að KSÍ er að tala við ákveðna aðila og ég er einn af þeim,“ segir Arnar sem ásamt Frey Alexanderssyni hefur lengi þótt líklegastur til að verða næsti landsliðsþjálfari. Samkvæmt Fotbollskanalen í Svíþjóð kom Per-Mathias Högmo einnig til greina en hann er nú tekinn við Molde, og Freyr er einnig í viðræðum við norska félagið Brann. Víkingar gáfu í desember leyfi fyrir því að KSÍ ræddi við Arnar. „Þetta hefur haft aðeins lengri aðdraganda því ég er búinn að vera erlendis í fríi. Þannig að þessi fundur snerist bara um mína sýn og að heyra hvað þau hefðu að segja líka,“ segir Arnar. „Þetta var mjög góður fundur. Heiðarleg samskipti og menn fóru yfir ákveðin mál, og hvernig þeir sæju framtíðina fyrir sér. Í stuttu máli þá talaði ég um að ég hefði áhuga á þessu, og fannst líka mikilvægt að um leið og menn byrja að tala um framtíðina þá geri menn upp fortíðina líka, af heilindum. Horfist í augu við hvar landsliðið stendur í dag og hvað má mögulega bæta og gera betur,“ segir Arnar en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Arnar í viðtali eftir fund með KSÍ Arnar vildi ekki fara nákvæmlega út í sína sýn á landsliðið, að sinni, en ljóst er að hann sér mikil tækifæri hjá liðinu sem hefur verið án þjálfara eftir að Åge Hareide hætti í lok nóvember. „Hver sem verður valinn þá held ég að þetta sé mikilvægasta ráðning í íslenskum fótbolta í langan, langan tíma. Það er rosalegt „potential“ í landsliðinu núna og sá aðili sem verður valinn þarf að hafa marga góða og sterka eiginleika. Ekki bara fótboltalega séð heldur líka fyrir utan völlinn. Ég skynja það að íslenskir knattspyrnuáhugamenn eru að biðja um sterkt nafn til að leiða veginn áfram, þannig að ég held að stjórn KSÍ geri sér alveg grein fyrir sinni ábyrgð á að rétti aðilinn verði fyrir valinu. Það má ekki gera mistök núna, því það er svo mikið í húfi,“ segir Arnar. Mjög áhugasamur og vill virkja „gamla hunda“ Þrátt fyrir að vera í afar spennandi verkefni með Víkinga, sem komnir eru í umspil um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu og spila í því í febrúar, langar Arnar að taka við landsliðinu: „Ég get ekki neitað því að ég er mjög áhugasamur. Þetta er mesti heiður sem íslenskur þjálfari getur fengið, að stjórna sinni þjóð, og mér finnst þeta virkilega spennandi starf á þessum tímapunkti, með þennan efnivið. Og eins og reynsla mín hjá Víkingum hefur sannað er líka skemmtilegt að virkja aftur ferla hjá gömlum hundum,“ segir Arnar. Stjórn KSÍ hélt áfram að funda eftir að Arnar yfirgaf fundarherbergið á Nordica. Aðspurður um framhaldið svaraði þjálfarinn: „Ætli stjórn KSÍ þurfi ekki að vega og meta hvernig þessi viðtöl gengu fyrir sig og svo velja þau bara sinn aðila. Hver sem verður fyrir valinu þá vonast ég til að það verði aðili sem skilur hversu stórt og mikið þetta verkefni verður.“
Landslið karla í fótbolta Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Tveir af þremur þjálfurum sem helst hafa verið orðaðir við starf landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta gætu orðið keppinautar í Noregi á komandi tímabili. 9. janúar 2025 10:36 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Fram | Gömlu veldin hefja einvígið Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Vestri | Toppliðin úr Bestu í bikarslag Íslenski boltinn EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Í beinni: Espanyol - Barcelona | Fagna þeir titlinum á heimili óvina? Í beinni: Breiðablik - Vestri | Toppliðin úr Bestu í bikarslag Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sjá meira
Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Tveir af þremur þjálfurum sem helst hafa verið orðaðir við starf landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta gætu orðið keppinautar í Noregi á komandi tímabili. 9. janúar 2025 10:36
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn