Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2025 13:34 Donald Trump og Samuel Alito. AP/Getty Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, talaði á þriðjudagskvöld við Samuel Alito, forseta Hæstaréttar, skömmu áður en lögmenn Trumps báðu dómstólinn um að stöðva dómsuppkvaðningu í þöggunarmálinu svokallaða. Alito heldur því fram að þeir hafi talað um fyrrverandi aðstoðarmann hans sem gæti starfað innan ríkisstjórnar Trumps. Eftir að fregnir bárust af símtalinu sendi Alito út yfirlýsingu um að hann hefði svaraði símtali Trumps að beiðni William Levi, fyrrverandi aðstoðarmanns síns, og lagt til að Trump réði hann í ríkisstjórn sína. Alito segir að þeir hafi ekkert talað um áfrýjun Trumps og að hann hafi ekki einu sinni vitað af henni. Ekki liggur fyrir af hverju Trump ætti að vera að kanna bakgrunn aðstoðarmannsins en slíkt er iðulega gert af lágt settum starfsmönnum. AP fréttaveitan segir hæstaréttardómara iðulega mæla með fyrrverandi aðstoðarmönnum sínum í opinber embætti en beint samtal við forseta Bandaríkjanna um slíkt sé mjög óhefðbundið. Sérstaklega með tilliti til þeirra mála Trumps sem hafa farið fyrir Hæstarétt og munu fara fyrir dómstólinn á næsta kjörtímabili. Áfrýjuðu til Hæstaréttar eftir símtalið Trump var í einföldu máli sagt sakfelldur fyrir að falsa skjöl til þess að hylma yfir þagnargreiðslur til fyrrverandi klámstjörnu í maí. Þar með varð hann fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna til þess að hljóta dóm í sakamáli. Hann Trump varð sömuleiðis fyrsti glæpamaðurinn til að vera kjörinn í embætti forseta. Sjá einnig: Sakfelling Trumps stendur Hann og lögmenn hans hafa reynt að koma í veg fyrir dómsuppkvaðningu á undanförnum vikum en þeirri kröfu hefur verið hafnað á öllum dómstigum, að Hæstarétti undanskildum. Lögmenn Trumps áfrýjuðu málinu þangað stuttu eftir að Trump og Alito töluðu saman á þriðjudaginn. Umdeildur Alito Samuel Alito hefur staðið frammi fyrir áköllum um að hann segi sig frá málum tengdum Trump. Þau mál tengdust árás stuðningsmanna Trumps á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar. Í fyrra bárust fregnir af því að tveimur umdeildum fánum hefði verið flaggað við tvö hús í eigu Alitos og eiginkonu hans. Þeir fánar hafa verið bendlaðir við hópa sem styðja Trump og telja að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í kosningunum 2020. Annar fáninn er sá bandaríski á hvolfi og hinn er hvítur fáni með mynd af furu sem á stendur „An Appeal to heaven“ eða Beiðni til himna. Báðir fánar hafa verið bendlaðir við hópa sem styðja Trump og telja ranglega að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur gegn Joe Biden í forsetakosningunum 2020. Hvíti fáninn er þar að auki tengdur hópi sem vill auka vægi kristinna gilda í opinberri stjórnsýslu Bandaríkjanna. Leiðtogar þessarar hreyfingar hafa bundið miklar vonir við Alito og afstöðu hans til málefna eins og þungunarrofs, hjónabanda samkynja para og trúfrelsis. Þá var í fyrra birt upptaka af Alito taka undir það að Bandaríkjamenn ættu að verða trúræknari og tala um að pólitískar málamiðlanir væru ómögulegar. Sjá einnig: Umdeildur dómari vill trúræknari Bandaríki Árið 2023 birti ProPublica fréttir um að Alito hefði ekki sagt frá ókeypis flugferð í einkaþotu auðjöfurs sem rak seinna mál fyrir Hæstarétti. Alito er ekki fyrsti dómarinn sem er bendlaður við stoðlausar samsæriskenningar Trump um meint misferli í forsetakosningunum 2020. Ginni Thomas, eiginkona Clarence Thomas dómara, tók þannig virkan þátt í að reyna að hnekkja úrslitum kosninganna. Thomas hefur hafnað því að víkja í málum sem tengjast kosningunum. Dómarar Hæstaréttar hafa verið gagnrýndir fyrir að hafa hraðar hendur þegar það hentar Trump en draga lappirnar í öðrum málum, þegar slíkt hefur hentað Trump. New York Times segir mögulegt að Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurði um áfrýjun Trumps í dag. Henni var hafnað af dómara í New York á þriðjudaginn en sá var mjög gagnrýninn á málflutning lögmanna Trumps. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Donald Trump Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Eftir að fregnir bárust af símtalinu sendi Alito út yfirlýsingu um að hann hefði svaraði símtali Trumps að beiðni William Levi, fyrrverandi aðstoðarmanns síns, og lagt til að Trump réði hann í ríkisstjórn sína. Alito segir að þeir hafi ekkert talað um áfrýjun Trumps og að hann hafi ekki einu sinni vitað af henni. Ekki liggur fyrir af hverju Trump ætti að vera að kanna bakgrunn aðstoðarmannsins en slíkt er iðulega gert af lágt settum starfsmönnum. AP fréttaveitan segir hæstaréttardómara iðulega mæla með fyrrverandi aðstoðarmönnum sínum í opinber embætti en beint samtal við forseta Bandaríkjanna um slíkt sé mjög óhefðbundið. Sérstaklega með tilliti til þeirra mála Trumps sem hafa farið fyrir Hæstarétt og munu fara fyrir dómstólinn á næsta kjörtímabili. Áfrýjuðu til Hæstaréttar eftir símtalið Trump var í einföldu máli sagt sakfelldur fyrir að falsa skjöl til þess að hylma yfir þagnargreiðslur til fyrrverandi klámstjörnu í maí. Þar með varð hann fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna til þess að hljóta dóm í sakamáli. Hann Trump varð sömuleiðis fyrsti glæpamaðurinn til að vera kjörinn í embætti forseta. Sjá einnig: Sakfelling Trumps stendur Hann og lögmenn hans hafa reynt að koma í veg fyrir dómsuppkvaðningu á undanförnum vikum en þeirri kröfu hefur verið hafnað á öllum dómstigum, að Hæstarétti undanskildum. Lögmenn Trumps áfrýjuðu málinu þangað stuttu eftir að Trump og Alito töluðu saman á þriðjudaginn. Umdeildur Alito Samuel Alito hefur staðið frammi fyrir áköllum um að hann segi sig frá málum tengdum Trump. Þau mál tengdust árás stuðningsmanna Trumps á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar. Í fyrra bárust fregnir af því að tveimur umdeildum fánum hefði verið flaggað við tvö hús í eigu Alitos og eiginkonu hans. Þeir fánar hafa verið bendlaðir við hópa sem styðja Trump og telja að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í kosningunum 2020. Annar fáninn er sá bandaríski á hvolfi og hinn er hvítur fáni með mynd af furu sem á stendur „An Appeal to heaven“ eða Beiðni til himna. Báðir fánar hafa verið bendlaðir við hópa sem styðja Trump og telja ranglega að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur gegn Joe Biden í forsetakosningunum 2020. Hvíti fáninn er þar að auki tengdur hópi sem vill auka vægi kristinna gilda í opinberri stjórnsýslu Bandaríkjanna. Leiðtogar þessarar hreyfingar hafa bundið miklar vonir við Alito og afstöðu hans til málefna eins og þungunarrofs, hjónabanda samkynja para og trúfrelsis. Þá var í fyrra birt upptaka af Alito taka undir það að Bandaríkjamenn ættu að verða trúræknari og tala um að pólitískar málamiðlanir væru ómögulegar. Sjá einnig: Umdeildur dómari vill trúræknari Bandaríki Árið 2023 birti ProPublica fréttir um að Alito hefði ekki sagt frá ókeypis flugferð í einkaþotu auðjöfurs sem rak seinna mál fyrir Hæstarétti. Alito er ekki fyrsti dómarinn sem er bendlaður við stoðlausar samsæriskenningar Trump um meint misferli í forsetakosningunum 2020. Ginni Thomas, eiginkona Clarence Thomas dómara, tók þannig virkan þátt í að reyna að hnekkja úrslitum kosninganna. Thomas hefur hafnað því að víkja í málum sem tengjast kosningunum. Dómarar Hæstaréttar hafa verið gagnrýndir fyrir að hafa hraðar hendur þegar það hentar Trump en draga lappirnar í öðrum málum, þegar slíkt hefur hentað Trump. New York Times segir mögulegt að Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurði um áfrýjun Trumps í dag. Henni var hafnað af dómara í New York á þriðjudaginn en sá var mjög gagnrýninn á málflutning lögmanna Trumps.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Donald Trump Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira