Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sindri Sverrisson skrifar 10. janúar 2025 08:03 Karlalandsliðið spilaði í fyrsta sinn í nýju landsliðsbúningunum gegn Svíþjóð í gær. Liðin gerðu þá 31-31 jafntefli í vináttulandsleik í Kristianstad. epa/Johan Nilsson Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur leik á HM í Zagreb næsta fimmtudagskvöld. Nýjar landsliðstreyjur úr smiðju Adidas eru enn ófáanlegar fyrir stuðningsmenn, og í versta falli fara treyjurnar ekki í sölu fyrr en eftir heimsmeistaramótið. Eftir áralangt samstarf við Kempa tilkynnti HSÍ í nóvember um nýjan búningaframleiðanda sambandsins, Adidas. Kvennalandslið Íslands frumsýndi treyjurnar á EM en stuðningsmenn liðsins gátu ekki orðið sér úti um búninginn. Treyjurnar voru ekki heldur í neinum jólapökkum og enn er óvíst hvenær þær skila sér til landsins. Perla Ruth Albertsdóttir og liðsfélagar í kvennalandsliðinu frumsýndu Adidas-treyjurnar á EM í nóvember og desember.Getty/Christina Pahnke „Við erum stöðugt að pressa á svör frá Adidas,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ. „Ég er ennþá að gæla við það [að treyjurnar fari í sölu fyrir HM]. Þetta er aðeins öðruvísi en áður því nú erum við ekki umsjónaraðili með þessu, svo við erum ekki í beinum tengslum við það hvenær þær fari í sölu. Við pressum eins og við getum á að það gerist sem fyrst, en þetta snýst eitthvað um framleiðslu hjá Adidas,“ segir Róbert. Allir vildu að þetta væri löngu frágengið Örvar Rudolfsson hjá Sportmönnum, innflutningsaðila Adidas á Íslandi, segist engu geta lofað um það hvenær treyjurnar fari í sölu. „Það að treyjurnar séu ekki komnar er afskaplega leitt. Allir hlutaðeigandi; við, HSÍ, Adidas Global, allir vildu að þetta yrði frágengið fyrir þónokkru síðan,“ segir Örvar. Hann ítrekar að þó að Sportmenn séu HSÍ innan handar þá sé samningur sambandsins við Adidas Global. Strákarnir okkar hafa spilað í Kempa-treyjum á mörgum stórmótum. Nú leika þeir í Adidas-búningum.vísir/Vilhelm Heldur ástæðunum fyrir sig Örvar kveðst ekki vilja fara út í ástæður þess hve það hefur dregist að fá treyjurnar til landsins. „Treyjurnar eru í framleiðslu, þær eru framleiddar lengra en skemur í burtu, og ég sé ákveðna dagsetningu í mínu kerfi um hvenær þær koma en ég vil ekki gefa út dagsetningu fyrr en ég get staðið við hana,“ segir Örvar en sú dagsetning er þó að minnsta kosti ekki eftir HM. „Það eru fleiri en ein og fleiri en tvær ástæður fyrir þessu en ég ætla að halda þeim fyrir mig. Það breytir ekki stöðunni neitt hvort almenningur viti ástæðurnar fyrir þessum drætti, en sá dráttur liggur á ýmsum stöðum,“ segir Örvar. Ljóst er að áhugasamir stuðningsmenn strákanna okkar fá að vita af því um leið og hægt verður að nálgast landsliðstreyjur. Treyjurnar koma fyrst hingað til lands en verða svo einnig mögulega til sölu í Zagreb á meðan á HM stendur, fyrir þá fjölmörgu stuðningsmenn sem þangað stefna. Eins og fyrr segir gæti svo farið í versta falli að engar treyjur verði í boði fyrr en eftir HM. Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Íslenska karlalandsliðið í handbolta varð fyrir áfalli í kvöld þegar línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson meiddist í leik á móti Svíum. 9. janúar 2025 22:01 Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Ísland og Svíþjóð skildu jöfn, 31-31, í fyrri vináttulandsleik þjóðanna í handbolta karla í kvöld. Leikið var í Kristianstad. Svíar tryggðu sér jafntefli með því að skora síðustu tvö mörk leiksins. 9. janúar 2025 19:45 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Í beinni: Porrino - Valur | Fyrri úrslitaleikurinn Handbolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Í beinni: Porrino - Valur | Fyrri úrslitaleikurinn „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu Sjá meira
Eftir áralangt samstarf við Kempa tilkynnti HSÍ í nóvember um nýjan búningaframleiðanda sambandsins, Adidas. Kvennalandslið Íslands frumsýndi treyjurnar á EM en stuðningsmenn liðsins gátu ekki orðið sér úti um búninginn. Treyjurnar voru ekki heldur í neinum jólapökkum og enn er óvíst hvenær þær skila sér til landsins. Perla Ruth Albertsdóttir og liðsfélagar í kvennalandsliðinu frumsýndu Adidas-treyjurnar á EM í nóvember og desember.Getty/Christina Pahnke „Við erum stöðugt að pressa á svör frá Adidas,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ. „Ég er ennþá að gæla við það [að treyjurnar fari í sölu fyrir HM]. Þetta er aðeins öðruvísi en áður því nú erum við ekki umsjónaraðili með þessu, svo við erum ekki í beinum tengslum við það hvenær þær fari í sölu. Við pressum eins og við getum á að það gerist sem fyrst, en þetta snýst eitthvað um framleiðslu hjá Adidas,“ segir Róbert. Allir vildu að þetta væri löngu frágengið Örvar Rudolfsson hjá Sportmönnum, innflutningsaðila Adidas á Íslandi, segist engu geta lofað um það hvenær treyjurnar fari í sölu. „Það að treyjurnar séu ekki komnar er afskaplega leitt. Allir hlutaðeigandi; við, HSÍ, Adidas Global, allir vildu að þetta yrði frágengið fyrir þónokkru síðan,“ segir Örvar. Hann ítrekar að þó að Sportmenn séu HSÍ innan handar þá sé samningur sambandsins við Adidas Global. Strákarnir okkar hafa spilað í Kempa-treyjum á mörgum stórmótum. Nú leika þeir í Adidas-búningum.vísir/Vilhelm Heldur ástæðunum fyrir sig Örvar kveðst ekki vilja fara út í ástæður þess hve það hefur dregist að fá treyjurnar til landsins. „Treyjurnar eru í framleiðslu, þær eru framleiddar lengra en skemur í burtu, og ég sé ákveðna dagsetningu í mínu kerfi um hvenær þær koma en ég vil ekki gefa út dagsetningu fyrr en ég get staðið við hana,“ segir Örvar en sú dagsetning er þó að minnsta kosti ekki eftir HM. „Það eru fleiri en ein og fleiri en tvær ástæður fyrir þessu en ég ætla að halda þeim fyrir mig. Það breytir ekki stöðunni neitt hvort almenningur viti ástæðurnar fyrir þessum drætti, en sá dráttur liggur á ýmsum stöðum,“ segir Örvar. Ljóst er að áhugasamir stuðningsmenn strákanna okkar fá að vita af því um leið og hægt verður að nálgast landsliðstreyjur. Treyjurnar koma fyrst hingað til lands en verða svo einnig mögulega til sölu í Zagreb á meðan á HM stendur, fyrir þá fjölmörgu stuðningsmenn sem þangað stefna. Eins og fyrr segir gæti svo farið í versta falli að engar treyjur verði í boði fyrr en eftir HM.
Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Íslenska karlalandsliðið í handbolta varð fyrir áfalli í kvöld þegar línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson meiddist í leik á móti Svíum. 9. janúar 2025 22:01 Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Ísland og Svíþjóð skildu jöfn, 31-31, í fyrri vináttulandsleik þjóðanna í handbolta karla í kvöld. Leikið var í Kristianstad. Svíar tryggðu sér jafntefli með því að skora síðustu tvö mörk leiksins. 9. janúar 2025 19:45 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Í beinni: Porrino - Valur | Fyrri úrslitaleikurinn Handbolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Í beinni: Porrino - Valur | Fyrri úrslitaleikurinn „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu Sjá meira
Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Íslenska karlalandsliðið í handbolta varð fyrir áfalli í kvöld þegar línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson meiddist í leik á móti Svíum. 9. janúar 2025 22:01
Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Ísland og Svíþjóð skildu jöfn, 31-31, í fyrri vináttulandsleik þjóðanna í handbolta karla í kvöld. Leikið var í Kristianstad. Svíar tryggðu sér jafntefli með því að skora síðustu tvö mörk leiksins. 9. janúar 2025 19:45
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita