Handbolti

Sveinn kallaður inn í lands­liðið vegna meiðsla Arnars Freys

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sveinn Jóhannsson kemur til móts við íslenska landsliðið á morgun.
Sveinn Jóhannsson kemur til móts við íslenska landsliðið á morgun. HSÍ

Íslenska karlalandsliðið í handbolta varð fyrir áfalli í kvöld þegar línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson meiddist í leik á móti Svíum.

Þetta var næstsíðasti leikur íslenska landsliðsins fyrir komandi heimsmeistaramót.

Arnar Freyr skoraði fjögur góð mörk í leiknum og var að spila mjög vel. Hann tognaði hins vegar aftan í læri þegar hann skoraði fjórða markið sitt.

Arnar Freyr var greinilega mjög svekktur og nú lítur út fyrir að HM gæti verið úr sögunni fyrir hann.

Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari, hefur nefnilega kallað á Svein Jóhannsson leikmann Kolstad til móts við íslenska landsliðið í Kristianstad vegna meiðsla Arnars Freys.

Sveinn er væntanlegur til Svíþjóðar á morgun, föstudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×