Handbolti

HM úr sögunni hjá Arnari Frey

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnar Freyr Arnarsson hafði skorað þrjú mörk á skömmum tíma áður en hann meiddist gegn Svíum.
Arnar Freyr Arnarsson hafði skorað þrjú mörk á skömmum tíma áður en hann meiddist gegn Svíum. epa/Johan Nilsson

Línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson verður ekki með íslenska handboltalandsliðinu á HM vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í leiknum gegn Svíþjóð í gær.

Arnar Freyr meiddist þegar hann skoraði fjórða mark sitt um miðjan seinni hálfleik á sínum gamla heimavelli í Kristianstad og kom ekki meira við sögu í leiknum. Hann endaði með 31-31 jafntefli.

Vegna meiðsla Arnars Freys var Sveinn Jóhannsson, leikmaður Kolstad, kallaður inn í íslenska hópinn. Hann kemur til móts við hann í dag.

Nú er ljóst að Arnar Freyr verður ekki með íslenska liðinu á HM sem hefst í næstu viku. Í viðtali við RÚV staðfesti landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson að Arnar Freyr hefði tognað aftan í læri.

Arnar Freyr hefur leikið með íslenska landsliðinu á öllum stórmótum síðan á HM 2017. Hann hefur alls leikið 101 landsleik.

Sveinn, sem er 25 ára, hefur komið við sögu á einu stórmóti; Evrópumótinu 2020. Hann hefur leikið fjórtán landsleiki og skorað 24 mörk.

Auk Arnars Freys er Ómar Ingi Magnússon meiddur og missir af HM. Þá verður fyrirliðinn Aron Pálmarsson ekki með í riðlakeppninni á HM sökum meiðsla.

Ísland mætir Svíþjóð öðru sinni í Malmö á morgun. Á fimmtudaginn er svo komið að fyrsta leiknum á HM, gegn Grænhöfðaeyjum.


Tengdar fréttir

„Það mikilvægasta sem við eigum“

Janus Daði Smárason segir íslenska landsliðið ávallt vera það sem er honum mikilvægast á ferlinum. Hann fagnaði þrítugsafmæli á dögunum en býr sig nú undir HM sem hefst í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×