„Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Hinrik Wöhler skrifar 12. janúar 2025 19:40 Sonja Lind Sigsteinsdóttir (t.v.) og Rut Jónsdóttir (t.h) fögnuðu sigri í dag. Vísir/Anton Brink Rut Jónsdóttir var alsæl með tveggja marka sigur Hauka á úkraínska liðinu Galychanka Lviv í 16-liða úrslitum Evrópubikar kvenna í handbolta í dag. Þetta var annar leikur liðanna á tveimur dögum og sigruðu Haukar einvígið samanlagt með fjórum mörkum, 50-46. Báðir leikirnir fóru fram á Ásvöllum um helgina og með sigrinum tryggðu Hafnfirðingar sér sæti í 8-liða úrslitum. „Þetta var heldur kaflaskipt. Við skiptum mikið inn á en samt sem áður vorum við að koma okkur í ágætis færi á þeim kafla en klikkuðum mikið og þær komust inn í leikinn. Þær voru dottnar úr takt en allt í einu duttu í gír og þetta var heldur tæpt en við vorum nú með þetta,“ sagði Rut eftir leikinn. Þegar seinni hálfleikur var hálfnaður var ekki margt sem benti til þess að sigurinn væri í hættu. Haukar leiddu með níu mörkum, 21-12, og voru með leikinn í öruggum höndum. Gestirnir gáfust ekki upp og minnkuðu muninn smátt saman. „Ég hugsaði það þegar þær voru búnar að minnka muninn í tvö mörk og það voru þrjár mínútur eftir. Það hefði alveg getað gerst en ég er mjög fegin að við kláruðum þetta,“ sagði Rut þegar hún var spurð út í síðasta korter leiksins. Rut jónsdóttir skoraði fimm mörk úr hægri skyttunni í dag.Vísir/Anton Brink Haukar lögðu grunninn að sigrinum í upphafi seinni hálfleiks en heimakonur skoruðu fyrstu fimm mörkin í seinni hálfleik. Rut segir að góður varnarleikur hafi skilað sigrinum í dag. „Um leið og við náðum að loka og keyra hraðaupphlaupin. Ég er mjög ánægð með byrjunina á seinni hálfleik og við fengum ekki á okkur mark í góðan tíma. Forskotið jókst hægt og rólega útaf vörninni, fengum nokkur hraðaupphlaup í byrjun seinni hálfleiks en við hefðum getað verið þéttari eins og í leiknum í gær. Margt mjög gott og eitthvað sem við getum lært af, ég er mjög sátt.“ Skemmtileg tilbreyting að taka þátt í Evrópukeppnum Haukar eru komnir í 8-liða úrslit EHF-bikarsins og halda vegferð sinni áfram í Evrópu. Rut segir að þátttaka í Evrópukeppnum sé ávallt skemmtileg tilbreyting frá hinni hefðbundnu deildarkeppni. „Mér finnst mjög skemmtilegt að mæta þessu liði og þetta er mjög sterkt lið. Frábærir leikmenn sem við erum að mæta og gaman að mæta einhverjum öðrum. Hér heima er þreföld umferð og við erum alltaf að spila á móti sömu liðum. Sérstaklega fyrir ungu stelpurnar, ég held að þetta gefi þeim mikið að prufa þetta.“ Það var stuð og stemning á Ásvöllum í dag.Vísir/Anton Brink Það var frábær stemning á Ásvöllum í dag og það heyrðist mikið í stuðningsmönnum liðsins allt frá fyrstu mínútu. „Mjög vel heppnað og vel mætt. Ég væri svo til í það fá svona mikið af fólki á deildarleiki líka og gerir bara handboltann skemmtilegri,“ sagði Rut að lokum. Haukar EHF-bikarinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Handbolti Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Fleiri fréttir Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Sjá meira
Þetta var annar leikur liðanna á tveimur dögum og sigruðu Haukar einvígið samanlagt með fjórum mörkum, 50-46. Báðir leikirnir fóru fram á Ásvöllum um helgina og með sigrinum tryggðu Hafnfirðingar sér sæti í 8-liða úrslitum. „Þetta var heldur kaflaskipt. Við skiptum mikið inn á en samt sem áður vorum við að koma okkur í ágætis færi á þeim kafla en klikkuðum mikið og þær komust inn í leikinn. Þær voru dottnar úr takt en allt í einu duttu í gír og þetta var heldur tæpt en við vorum nú með þetta,“ sagði Rut eftir leikinn. Þegar seinni hálfleikur var hálfnaður var ekki margt sem benti til þess að sigurinn væri í hættu. Haukar leiddu með níu mörkum, 21-12, og voru með leikinn í öruggum höndum. Gestirnir gáfust ekki upp og minnkuðu muninn smátt saman. „Ég hugsaði það þegar þær voru búnar að minnka muninn í tvö mörk og það voru þrjár mínútur eftir. Það hefði alveg getað gerst en ég er mjög fegin að við kláruðum þetta,“ sagði Rut þegar hún var spurð út í síðasta korter leiksins. Rut jónsdóttir skoraði fimm mörk úr hægri skyttunni í dag.Vísir/Anton Brink Haukar lögðu grunninn að sigrinum í upphafi seinni hálfleiks en heimakonur skoruðu fyrstu fimm mörkin í seinni hálfleik. Rut segir að góður varnarleikur hafi skilað sigrinum í dag. „Um leið og við náðum að loka og keyra hraðaupphlaupin. Ég er mjög ánægð með byrjunina á seinni hálfleik og við fengum ekki á okkur mark í góðan tíma. Forskotið jókst hægt og rólega útaf vörninni, fengum nokkur hraðaupphlaup í byrjun seinni hálfleiks en við hefðum getað verið þéttari eins og í leiknum í gær. Margt mjög gott og eitthvað sem við getum lært af, ég er mjög sátt.“ Skemmtileg tilbreyting að taka þátt í Evrópukeppnum Haukar eru komnir í 8-liða úrslit EHF-bikarsins og halda vegferð sinni áfram í Evrópu. Rut segir að þátttaka í Evrópukeppnum sé ávallt skemmtileg tilbreyting frá hinni hefðbundnu deildarkeppni. „Mér finnst mjög skemmtilegt að mæta þessu liði og þetta er mjög sterkt lið. Frábærir leikmenn sem við erum að mæta og gaman að mæta einhverjum öðrum. Hér heima er þreföld umferð og við erum alltaf að spila á móti sömu liðum. Sérstaklega fyrir ungu stelpurnar, ég held að þetta gefi þeim mikið að prufa þetta.“ Það var stuð og stemning á Ásvöllum í dag.Vísir/Anton Brink Það var frábær stemning á Ásvöllum í dag og það heyrðist mikið í stuðningsmönnum liðsins allt frá fyrstu mínútu. „Mjög vel heppnað og vel mætt. Ég væri svo til í það fá svona mikið af fólki á deildarleiki líka og gerir bara handboltann skemmtilegri,“ sagði Rut að lokum.
Haukar EHF-bikarinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Handbolti Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Fleiri fréttir Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn