„Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. janúar 2025 11:59 Af þeim fuglum sem hafa greinst með fuglainflúensuna H5N5 á höfuðborgarsvæðinu er í flestum tilfellum um að ræða gæsir. Þessa mynd tók Gunnar Þór Hallgrímsson prófessor í Vatnsmýrinni um helgina. Gunnar Þór Hallgrímsson Fjöldi tilkynninga hefur borist vegna veikra og dauðra fugla sökum fuglaflensu um helgina. Um skæðan faraldur virðist vera að ræða að mati deildarstjóra hjá dýraþjónustu Reykjavíkur sem sinnir veikum dýrum, tekur sýni og hirðir hræ sem fundist hafa á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun barst nokkur fjöldi tilkynninga um dauða og veika fugla um helgina, sem hugsanlega má rekja til fuglainflúensu, H5N5, sem geisað hefur að undanförnu. Verið er að vinna úr tilkynningunum en flensan hefur greinst í fugli á nokkrum stöðum um landið, auk þess sem minnst tveir heimiliskettir drepist úr flensunni. Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri Dýraþjónustu Reykjavíkur, segir ljóst að um skæðan faraldur sé að ræða. „Ég man ekki eftir álíka faraldri og við erum að sjá þetta mjög víða. Þetta er mikill fjöldi, það kom nú fram í fjölmiðlum í gær að það hafi fundist 19 fuglar inn í Vatnsmýri og okkar fólk náði í alla veganna tíu fugla í gær, þeir sem voru á vakt í gær,“ segir Þorkell. Dýraþjónustan hefur síðan í október verið í samstarfi við MAST og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og vinnur að því að sækja hræ og veika fugla víða um borgina og taka sýni sem send eru til greiningar að Keldum. Veðurfar kunni að spila inn í „Við höfum tekið úr tugum fugla hérna á höfuðborgarsvæðinu og það var lítið að greinast fyrr en núna, sérstaklega milli jóla og nýárs, hefur þetta alveg sprungið út og það er greinilega mikil flensa í gangi og mikið af jákvæðum sýnum,“ segir Þorkell en bendir þó á að veðurfar undanfarinna daga kunni að einhverju leyti að skýra fjölgun hræja sem fundist hafa. „Það ber að hafa það í huga að það eru miklar leysingar núna, þannig það getur verið að eitthvað af þessum fuglum hafi hreinlega verið grafnir undir fönn og hafi komið í ljós í leysingunum síðustu daga og núna um helgina og það sé hluti af skýringunni, þannig ég ætla ekki að útiloka það,“ segir Þorkell. Þorkell Heiðarsson er deildarstjóri dýraþjónustu Reykjavíkur.Vísir/Arnar Grágæsin drepst í hrönnum Af þeim fuglum sem hafa greinst með H5N5 er í flestum tilfellum um að ræða gæsir. „Það virðist vera að grágæsir og álftir séu sérstaklega mikið að fara illa út úr þessu og eru að drepast í hrönnum,“ segir Þorkell. „Þær sýna einkenni, oft fara að slaga út við göngu og eru slappar og leggjast svo bara niður. Ofan á þetta hefur bæst svo mikil kuldatíð sem hefur verið að undanförnu.“ Fuglar sem á annað borð hafi veikst eigi litla von um bata. „Þeir fuglar sem hafa verið veikir yfirleitt drepast mjög hratt og fljótt,“ segir Þorkell sem minnir á að alls ekki sé ráðlagt að snerta eða handfjatla dauða eða veika fugla, heldur skuli tilkynna um slíkt til MAST eða dýraþjónustu. „Það sem að við kannski leggjum áhersu á er að fólk hérna í höfuðborginni að minnsta kosti, og almennt, að fólk sé ekki að handfjatla fugla mikið og bara alls ekki helst og ekki heldur veika fugla og hafa bara samband við dýraþjónustuna. Við erum á vaktinni og erum að sækja bæði hræ og veika fugla og þar erum við að huga að sóttvörnum mikið.“ Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Reykjavík Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun barst nokkur fjöldi tilkynninga um dauða og veika fugla um helgina, sem hugsanlega má rekja til fuglainflúensu, H5N5, sem geisað hefur að undanförnu. Verið er að vinna úr tilkynningunum en flensan hefur greinst í fugli á nokkrum stöðum um landið, auk þess sem minnst tveir heimiliskettir drepist úr flensunni. Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri Dýraþjónustu Reykjavíkur, segir ljóst að um skæðan faraldur sé að ræða. „Ég man ekki eftir álíka faraldri og við erum að sjá þetta mjög víða. Þetta er mikill fjöldi, það kom nú fram í fjölmiðlum í gær að það hafi fundist 19 fuglar inn í Vatnsmýri og okkar fólk náði í alla veganna tíu fugla í gær, þeir sem voru á vakt í gær,“ segir Þorkell. Dýraþjónustan hefur síðan í október verið í samstarfi við MAST og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og vinnur að því að sækja hræ og veika fugla víða um borgina og taka sýni sem send eru til greiningar að Keldum. Veðurfar kunni að spila inn í „Við höfum tekið úr tugum fugla hérna á höfuðborgarsvæðinu og það var lítið að greinast fyrr en núna, sérstaklega milli jóla og nýárs, hefur þetta alveg sprungið út og það er greinilega mikil flensa í gangi og mikið af jákvæðum sýnum,“ segir Þorkell en bendir þó á að veðurfar undanfarinna daga kunni að einhverju leyti að skýra fjölgun hræja sem fundist hafa. „Það ber að hafa það í huga að það eru miklar leysingar núna, þannig það getur verið að eitthvað af þessum fuglum hafi hreinlega verið grafnir undir fönn og hafi komið í ljós í leysingunum síðustu daga og núna um helgina og það sé hluti af skýringunni, þannig ég ætla ekki að útiloka það,“ segir Þorkell. Þorkell Heiðarsson er deildarstjóri dýraþjónustu Reykjavíkur.Vísir/Arnar Grágæsin drepst í hrönnum Af þeim fuglum sem hafa greinst með H5N5 er í flestum tilfellum um að ræða gæsir. „Það virðist vera að grágæsir og álftir séu sérstaklega mikið að fara illa út úr þessu og eru að drepast í hrönnum,“ segir Þorkell. „Þær sýna einkenni, oft fara að slaga út við göngu og eru slappar og leggjast svo bara niður. Ofan á þetta hefur bæst svo mikil kuldatíð sem hefur verið að undanförnu.“ Fuglar sem á annað borð hafi veikst eigi litla von um bata. „Þeir fuglar sem hafa verið veikir yfirleitt drepast mjög hratt og fljótt,“ segir Þorkell sem minnir á að alls ekki sé ráðlagt að snerta eða handfjatla dauða eða veika fugla, heldur skuli tilkynna um slíkt til MAST eða dýraþjónustu. „Það sem að við kannski leggjum áhersu á er að fólk hérna í höfuðborginni að minnsta kosti, og almennt, að fólk sé ekki að handfjatla fugla mikið og bara alls ekki helst og ekki heldur veika fugla og hafa bara samband við dýraþjónustuna. Við erum á vaktinni og erum að sækja bæði hræ og veika fugla og þar erum við að huga að sóttvörnum mikið.“
Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Reykjavík Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira