Utan vallar: Óróapúls óskast Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. janúar 2025 09:02 Gísli Þorgeir Kristjánsson ræðst á sænsku vörnina. Hann lék einkar vel í fyrri leik liðanna. epa/Johan Nilsson Jæja, nýtt ár og nýtt stórmót í handbolta. Strákarnir hefja leik á heimsmeistaramótinu á fimmtudaginn. Að baki eru tveir vináttulandsleikir gegn Svíþjóð en hvar stendur íslenska liðið eftir þá, svona korteri í mót? Ísland og Svíþjóð gerðu 31-31 jafntefli í Kristianstad á fimmtudaginn en Svíar unnu seinni leik liðanna í Malmö á laugardaginn, 26-24. Fljótt á litið getur íslenska liðið ágætlega við unað. Að hafa gert eitt jafntefli og tapað svo naumlega fyrir einu besta liði heims, þrátt fyrir að vera ekki upp á sitt besta. Þá aðallega í seinni leiknum. Lítið var hægt að setja út á sóknarleikinn í fyrri leiknum. Íslenska liðið þurfti kannski að hafa aðeins meira fyrir mörkunum sínum en það sænska en á flestum bæjum þykir það gott að skora 31 mark gegn Svíum. Í fyrri hálfleik keyrðu bæði lið grimmt en í þeim seinni var meira um uppstilltar sóknir. Gísli góður og langþráð línuspil Þar virkaði útillínan með Viggó Kristjánsson, Gísla Þorgeir Kristjánsson og Hauk Þrastarson skínandi vel. Gísli var sérstaklega góður eftir að hann kom inn á; skoraði þrjú mörk og gaf sex stoðsendingar í einum af sínum bestu landsleikjum. Íslenska liðið var með mjög góða sjötíu prósent skotnýtingu í fyrri leiknum. Ellefu leikmenn komust á blað og línuspilið var sérstaklega gott. Línumenn Íslands skoruðu átta mörk úr átta skotum í leiknum. Arnar Freyr Arnarsson skoraði fjögur þeirra en meiddist því miður þegar hann skoraði fjórða markið og missir af HM. Það er fyrsta stórmótið síðan 2017 sem Arnar Freyr missir af. Elvar Örn Jónsson skoraði samtals sjö mörk í Svíaleikjunum.epa/Johan Nilsson Sóknarleikurinn í seinni leiknum var öllu slakari. Skotnýtingin var aðeins 56 prósent og bæði Fabian Norsten og Andreas Palicka vörðu vel eins og sænskra markvarða er siður gegn Íslandi. Ísland bjó aðeins til fjögur hornafæri í leiknum og þau fóru öll forgörðum. Tilfinningin var að töpuðu boltarnir væru alltof margir og mistökin voru mörg hver frekar ljót, en þeir voru samt bara tíu, gegn þrettán hjá Svíþjóð. Fyrir utan Viggó og Elvar Örn Jónsson fundu útispilarar Íslands sig ekki og með það í huga hversu margir voru kaldir var vel gert hjá íslenska liðinu að vera í góðu færi til að vinna leikinn undir lokin. Minni áhyggjur af vörninni Það ber að þakka lengstum góðum varnarleik og fínni markvörslu. Viktor Gísli Hallgrímsson varði sex skot í seinni hálfleik og vítin tvö sem Björgvin Páll Gústavsson varði í fyrri hálfleik voru mikilvæg. Eftir leikina tvo eru áhyggjurnar af varnarleiknum minni en af sóknarleiknum. Svíar opnuðu íslensku vörnina nokkrum sinnum en það var viðbúið og það verður að teljast ágætt að hafa bara fengið samtals á sig 57 mörk gegn jafn vel samstilltu sóknarliði og því sænska. Þó er ljóst að Arons Pálmarssonar verður saknað í vörninni. Hann er framúrskarandi á þeim enda vallarins, traustur og skynsamur. Ýmir Örn Gíslason reynir skot af línunni. Hann átti góða sóknarinnkomu í fyrri leiknum.epa/Johan Nilsson Viggó róaði svo þá sem höfðu miklar áhyggjur af hægri skyttustöðunni í fjarveru Ómars Inga Magnússonar. Hann skoraði samtals tíu mörk í leikjunum tveimur og spilaði sérlega vel í vörninni í seinni leiknum. Teitur Örn Einarsson átti svo fína innkomu í seinni leikinn. Útgeislun óskast Vissulega var bara um vináttulandsleiki og ræða og alvaran á HM hefst eiginlega ekki fyrr en næsta þriðjudag þegar Ísland mætir Slóveníu. En það var heldur dauft yfir íslenska liðinu í Svíaleikjunum. Eitthvað sem landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson kom inn á í viðtali við handbolta.is. „Ég hefði viljað og vil sjá meira blóð á tönnunum á mönnum. Þegar við eigum möguleika á að vinna leiki þá verðum við að gera það,“ sagði Snorri sem vildi sjá sína menn sólgnari í sigurinn. Það fékk allavega enginn ofbirtu í augun af útgeislun Íslendinga í leikjunum tveimur í Svíþjóð. Tækifærin til staðar Frá 5. sætinu á EM 2014 hefur Ísland eiginlega bara átt eitt virkilega gott stórmót (EM 2022) og þjóðina og leikmennina þyrstir eflaust í annað og meira en á stórmótum síðustu ára. Á tíu stórmótum frá EM 2014 hefur Ísland lent í 11., 13., 14., 13., 11. , 11., 20., 6., 12. og 10. sæti. Þetta hefur með öðrum orðum verið hálf flatt fyrir þjóð sem á góðu venjast á handboltasviðinu. Þarna er lítill óróapúls sem við þráum stundum í svartasta skammdeginu í janúar. Snorri Steinn Guðjónsson er á leið á sitt annað stórmót með íslenska liðið. Hann stýrði því fyrst á EM í fyrra. Þar varð 10. sætið niðurstaðan.epa/johan nilsson Margar þjóðir myndu gefa ansi mikið fyrir að eiga jafn marga hæfileikamenn og Ísland en saman hafa þeir ekki enn myndað það ógnarsterka lið sem þeir ættu að geta og við vonumst alltaf eftir því að þeir geti myndað. En Svíaleikirnir gefa ágætis fyrirheit fyrir framhaldið. Riðilinn sem Ísland er í á HM er þægilegur og milliriðilinn býður upp á góð tækifæri fyrir framhaldið. Getan er til staðar; það þarf bara að herða skrúfurnar. Bikarinn er kannski ekki barmafullur en það er nóg í honum. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Utan vallar Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Fótbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ Engin óvænt tíðindi en stórsigrar á HM í kvöld Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Stórsigur hjá Slóvenum í fyrsta leik okkar riðils Myndaveisla: Fámenn en góðmenn upphitun í Zagreb Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Ánægja með Dag og hetjan hyllt Svona var HM-Pallborðið „Þeir eru mjög óagaðir“ Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Sjá meira
Ísland og Svíþjóð gerðu 31-31 jafntefli í Kristianstad á fimmtudaginn en Svíar unnu seinni leik liðanna í Malmö á laugardaginn, 26-24. Fljótt á litið getur íslenska liðið ágætlega við unað. Að hafa gert eitt jafntefli og tapað svo naumlega fyrir einu besta liði heims, þrátt fyrir að vera ekki upp á sitt besta. Þá aðallega í seinni leiknum. Lítið var hægt að setja út á sóknarleikinn í fyrri leiknum. Íslenska liðið þurfti kannski að hafa aðeins meira fyrir mörkunum sínum en það sænska en á flestum bæjum þykir það gott að skora 31 mark gegn Svíum. Í fyrri hálfleik keyrðu bæði lið grimmt en í þeim seinni var meira um uppstilltar sóknir. Gísli góður og langþráð línuspil Þar virkaði útillínan með Viggó Kristjánsson, Gísla Þorgeir Kristjánsson og Hauk Þrastarson skínandi vel. Gísli var sérstaklega góður eftir að hann kom inn á; skoraði þrjú mörk og gaf sex stoðsendingar í einum af sínum bestu landsleikjum. Íslenska liðið var með mjög góða sjötíu prósent skotnýtingu í fyrri leiknum. Ellefu leikmenn komust á blað og línuspilið var sérstaklega gott. Línumenn Íslands skoruðu átta mörk úr átta skotum í leiknum. Arnar Freyr Arnarsson skoraði fjögur þeirra en meiddist því miður þegar hann skoraði fjórða markið og missir af HM. Það er fyrsta stórmótið síðan 2017 sem Arnar Freyr missir af. Elvar Örn Jónsson skoraði samtals sjö mörk í Svíaleikjunum.epa/Johan Nilsson Sóknarleikurinn í seinni leiknum var öllu slakari. Skotnýtingin var aðeins 56 prósent og bæði Fabian Norsten og Andreas Palicka vörðu vel eins og sænskra markvarða er siður gegn Íslandi. Ísland bjó aðeins til fjögur hornafæri í leiknum og þau fóru öll forgörðum. Tilfinningin var að töpuðu boltarnir væru alltof margir og mistökin voru mörg hver frekar ljót, en þeir voru samt bara tíu, gegn þrettán hjá Svíþjóð. Fyrir utan Viggó og Elvar Örn Jónsson fundu útispilarar Íslands sig ekki og með það í huga hversu margir voru kaldir var vel gert hjá íslenska liðinu að vera í góðu færi til að vinna leikinn undir lokin. Minni áhyggjur af vörninni Það ber að þakka lengstum góðum varnarleik og fínni markvörslu. Viktor Gísli Hallgrímsson varði sex skot í seinni hálfleik og vítin tvö sem Björgvin Páll Gústavsson varði í fyrri hálfleik voru mikilvæg. Eftir leikina tvo eru áhyggjurnar af varnarleiknum minni en af sóknarleiknum. Svíar opnuðu íslensku vörnina nokkrum sinnum en það var viðbúið og það verður að teljast ágætt að hafa bara fengið samtals á sig 57 mörk gegn jafn vel samstilltu sóknarliði og því sænska. Þó er ljóst að Arons Pálmarssonar verður saknað í vörninni. Hann er framúrskarandi á þeim enda vallarins, traustur og skynsamur. Ýmir Örn Gíslason reynir skot af línunni. Hann átti góða sóknarinnkomu í fyrri leiknum.epa/Johan Nilsson Viggó róaði svo þá sem höfðu miklar áhyggjur af hægri skyttustöðunni í fjarveru Ómars Inga Magnússonar. Hann skoraði samtals tíu mörk í leikjunum tveimur og spilaði sérlega vel í vörninni í seinni leiknum. Teitur Örn Einarsson átti svo fína innkomu í seinni leikinn. Útgeislun óskast Vissulega var bara um vináttulandsleiki og ræða og alvaran á HM hefst eiginlega ekki fyrr en næsta þriðjudag þegar Ísland mætir Slóveníu. En það var heldur dauft yfir íslenska liðinu í Svíaleikjunum. Eitthvað sem landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson kom inn á í viðtali við handbolta.is. „Ég hefði viljað og vil sjá meira blóð á tönnunum á mönnum. Þegar við eigum möguleika á að vinna leiki þá verðum við að gera það,“ sagði Snorri sem vildi sjá sína menn sólgnari í sigurinn. Það fékk allavega enginn ofbirtu í augun af útgeislun Íslendinga í leikjunum tveimur í Svíþjóð. Tækifærin til staðar Frá 5. sætinu á EM 2014 hefur Ísland eiginlega bara átt eitt virkilega gott stórmót (EM 2022) og þjóðina og leikmennina þyrstir eflaust í annað og meira en á stórmótum síðustu ára. Á tíu stórmótum frá EM 2014 hefur Ísland lent í 11., 13., 14., 13., 11. , 11., 20., 6., 12. og 10. sæti. Þetta hefur með öðrum orðum verið hálf flatt fyrir þjóð sem á góðu venjast á handboltasviðinu. Þarna er lítill óróapúls sem við þráum stundum í svartasta skammdeginu í janúar. Snorri Steinn Guðjónsson er á leið á sitt annað stórmót með íslenska liðið. Hann stýrði því fyrst á EM í fyrra. Þar varð 10. sætið niðurstaðan.epa/johan nilsson Margar þjóðir myndu gefa ansi mikið fyrir að eiga jafn marga hæfileikamenn og Ísland en saman hafa þeir ekki enn myndað það ógnarsterka lið sem þeir ættu að geta og við vonumst alltaf eftir því að þeir geti myndað. En Svíaleikirnir gefa ágætis fyrirheit fyrir framhaldið. Riðilinn sem Ísland er í á HM er þægilegur og milliriðilinn býður upp á góð tækifæri fyrir framhaldið. Getan er til staðar; það þarf bara að herða skrúfurnar. Bikarinn er kannski ekki barmafullur en það er nóg í honum.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Utan vallar Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Fótbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ Engin óvænt tíðindi en stórsigrar á HM í kvöld Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Stórsigur hjá Slóvenum í fyrsta leik okkar riðils Myndaveisla: Fámenn en góðmenn upphitun í Zagreb Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Ánægja með Dag og hetjan hyllt Svona var HM-Pallborðið „Þeir eru mjög óagaðir“ Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Sjá meira