Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. janúar 2025 00:04 Komandi vika er síðasta vika Joe Biden í embætti. Samningamenn stefna að því að ljúka vopnahlésviðræðum áður en Trump tekur við embætti. AP Sáttasemjarar í Katar kynntu embættismönnum Ísraels og Hamas lokadrög að vopnahléstillögu í kvöld. Tillagan er sögð fela í sér endalok stríðsins á Gasa og Bandaríkjaforseti segir viðræður á lokametrunum. Þetta hefur fréttastofa Reuters eftir embættismanni viðloðandi viðræðurnar. Um miðnætti hafi orðið þáttaskil í viðræðunum, en bæði Joe Biden fráfarandi Bandaríkjaforseti og Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti hafa átt þátt í viðræðunum. Miðillinn hefur eftir Biden að samningur sem hann lagði til og fæli í sér vopnahlé á Gasa og lausn gísla væri á barmi þess að verða að veruleika. Hamas hafi lýst yfir áhuga á að komast að samkomulagi. Gasa mynduð í dag frá suðurhluta Ísrael. AP/Ariel Schalit „Samkvæmt samningnum yrðu [...] gíslarnir frelsaðir, átökin yrðu minni, öryggi við Ísrael aukið sem og mannúðaraðstoð við Palestínumennina sem þurftu að þjást í þessu stríði sem Hamas byrjaði,“ sagði Biden í ræðu fyrr í kvöld. Ísraelskur embættismaður segir Reuters að allt tillagan feli í sér lausn allt að 33 gísla. Fram kemur að tillagan hafi verið kynnt bæði fulltrúum Ísraels og Hamas í Doha höfuðborg Katar í kvöld. Áframhaldandi viðræður séu fyrirhugaðar í fyrramálið. Búist er við að erindrekar bæði Trump og Biden verði viðstaddir. Þá hefur fréttastofa AP eftir bandarískum embættismanni að allar hliðar væru nær því að ná samkomulagi en nokkru sinni fyrr, en þó sé enn of snemmt að fagna. Tveir embættismenn, þar af einn tengdur Hamas, segja miðlinum að enn eigi samningamenn langt í land. Bandaríkjamenn hafi áður sagt vopnahlésviðræður á lokametrunum en ekkert orðið úr. Donald Trump verður formlega settur inn í embætti Bandaríkjaforseta mánudaginn 20. janúar. Heimildarmenn AP segja næsta sólarhring skipa lykilmáli í viðræðunum en efast um að samkomulagi verði náð innan þess tíma. Þó sé stefnt á að ná sáttum fyrir innsetningu Trump. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Donald Trump Joe Biden Bandaríkin Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið,“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Sjá meira
Þetta hefur fréttastofa Reuters eftir embættismanni viðloðandi viðræðurnar. Um miðnætti hafi orðið þáttaskil í viðræðunum, en bæði Joe Biden fráfarandi Bandaríkjaforseti og Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti hafa átt þátt í viðræðunum. Miðillinn hefur eftir Biden að samningur sem hann lagði til og fæli í sér vopnahlé á Gasa og lausn gísla væri á barmi þess að verða að veruleika. Hamas hafi lýst yfir áhuga á að komast að samkomulagi. Gasa mynduð í dag frá suðurhluta Ísrael. AP/Ariel Schalit „Samkvæmt samningnum yrðu [...] gíslarnir frelsaðir, átökin yrðu minni, öryggi við Ísrael aukið sem og mannúðaraðstoð við Palestínumennina sem þurftu að þjást í þessu stríði sem Hamas byrjaði,“ sagði Biden í ræðu fyrr í kvöld. Ísraelskur embættismaður segir Reuters að allt tillagan feli í sér lausn allt að 33 gísla. Fram kemur að tillagan hafi verið kynnt bæði fulltrúum Ísraels og Hamas í Doha höfuðborg Katar í kvöld. Áframhaldandi viðræður séu fyrirhugaðar í fyrramálið. Búist er við að erindrekar bæði Trump og Biden verði viðstaddir. Þá hefur fréttastofa AP eftir bandarískum embættismanni að allar hliðar væru nær því að ná samkomulagi en nokkru sinni fyrr, en þó sé enn of snemmt að fagna. Tveir embættismenn, þar af einn tengdur Hamas, segja miðlinum að enn eigi samningamenn langt í land. Bandaríkjamenn hafi áður sagt vopnahlésviðræður á lokametrunum en ekkert orðið úr. Donald Trump verður formlega settur inn í embætti Bandaríkjaforseta mánudaginn 20. janúar. Heimildarmenn AP segja næsta sólarhring skipa lykilmáli í viðræðunum en efast um að samkomulagi verði náð innan þess tíma. Þó sé stefnt á að ná sáttum fyrir innsetningu Trump.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Donald Trump Joe Biden Bandaríkin Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið,“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Sjá meira